Stemma þurfi stigu við starfsemi kampavínsklúbba hér á landi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. maí 2016 16:45 Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir Full ástæða er til þess að stemma stigu við starfsemi kampavínsklúbba hér á landi og full ástæða er til þess að gaumgæfa þau mál verulega. Þetta sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokks, í sérstakri umræðu um starfsemi kampavínsklúbba á Alþingi í dag. Þorsteinn sagði starfsemi kampavínsklúbba lengi hafa verið þyrnir í augum sínum. Það hafi komið sér á óvart að sjá hversu margvísleg brot tengist þessari klúbbastarfsemi, líkt og tilgreind voru í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn hans. Um sé meðal annars að ræða brot sem varða fíkniefnalöggjöf, sölu vændis, líkamsárásir og fjármálabrot. Hins vegar séu fæst brotanna kærð enda komi menn inn á þessa staði í misjöfnu ástandi, sé jafnvel byrlað ólyfjan og greiðslukort þeirra misnotað. Þeir einstaklingar séu oft hræddir við að skýra þeirra nánustu frá og sleppa því þess vegna að kæra. „Í sjálfu sér má kannski segja að það geti ekki verið mjög einfalt fyrir þolendur, það eru margs konar þolendur í þessum málum, þar á meðal eru menn sem detta inn á þessa staði í misjöfnu ástandi. Það hafa komið upp mál þar sem talið er að þeim hafi verið byrlað ólyfjan og kortið þeirra er það sem er kallað á góðri íslensku „maxað“ á stuttum tíma og það kann að vera erfitt fyrir menn að útskýra það fyrir þeim sem næst þeim standa hvernig á svona megi standa,“ sagði Þorsteinn. Þá sagði hann að ein helsta orsök mansals, líkt og það sé skilgreint erlendis, tengist vændisstarfsemi og að slík starfsemi tengist oftar en ekki klúbbum sem hér séu reknir undir nafninu kampavínsklúbbar. Hins vegar reynist sönnunarbyrði í þeim málum afskaplega erfið. Engu að síður þurfi að stemma stigu við starfsemi þessara klúbba. „Vegna þess að ég einfaldlega tel að það sem sagt er að klúbbarekstur af þessu tagi sé óaðskiljanlegur hluti af ferðamennsku þá held ég hreint út að svona ferðamennska sé okkur Íslendingum ekki að skapi. Ég held ekkert endilega að okkur langi til þess að fá einstaklinga sem sækja í skemmtun af þessu tagi og okkur væru örugglega alveg sama þó þeir væru einhvers staðar annars staðar að svala þeim hvötum,“ sagði Þorsteinn á Alþingi. Alþingi Tengdar fréttir Fimm mál tengd kampavínsklúbbum í rannsókn lögreglu Alls hafa sextíu og eitt brot er tengjast starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba verið skráð í málaskrá lögreglu árin 2011 til 2015. 21. janúar 2016 07:48 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Full ástæða er til þess að stemma stigu við starfsemi kampavínsklúbba hér á landi og full ástæða er til þess að gaumgæfa þau mál verulega. Þetta sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokks, í sérstakri umræðu um starfsemi kampavínsklúbba á Alþingi í dag. Þorsteinn sagði starfsemi kampavínsklúbba lengi hafa verið þyrnir í augum sínum. Það hafi komið sér á óvart að sjá hversu margvísleg brot tengist þessari klúbbastarfsemi, líkt og tilgreind voru í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn hans. Um sé meðal annars að ræða brot sem varða fíkniefnalöggjöf, sölu vændis, líkamsárásir og fjármálabrot. Hins vegar séu fæst brotanna kærð enda komi menn inn á þessa staði í misjöfnu ástandi, sé jafnvel byrlað ólyfjan og greiðslukort þeirra misnotað. Þeir einstaklingar séu oft hræddir við að skýra þeirra nánustu frá og sleppa því þess vegna að kæra. „Í sjálfu sér má kannski segja að það geti ekki verið mjög einfalt fyrir þolendur, það eru margs konar þolendur í þessum málum, þar á meðal eru menn sem detta inn á þessa staði í misjöfnu ástandi. Það hafa komið upp mál þar sem talið er að þeim hafi verið byrlað ólyfjan og kortið þeirra er það sem er kallað á góðri íslensku „maxað“ á stuttum tíma og það kann að vera erfitt fyrir menn að útskýra það fyrir þeim sem næst þeim standa hvernig á svona megi standa,“ sagði Þorsteinn. Þá sagði hann að ein helsta orsök mansals, líkt og það sé skilgreint erlendis, tengist vændisstarfsemi og að slík starfsemi tengist oftar en ekki klúbbum sem hér séu reknir undir nafninu kampavínsklúbbar. Hins vegar reynist sönnunarbyrði í þeim málum afskaplega erfið. Engu að síður þurfi að stemma stigu við starfsemi þessara klúbba. „Vegna þess að ég einfaldlega tel að það sem sagt er að klúbbarekstur af þessu tagi sé óaðskiljanlegur hluti af ferðamennsku þá held ég hreint út að svona ferðamennska sé okkur Íslendingum ekki að skapi. Ég held ekkert endilega að okkur langi til þess að fá einstaklinga sem sækja í skemmtun af þessu tagi og okkur væru örugglega alveg sama þó þeir væru einhvers staðar annars staðar að svala þeim hvötum,“ sagði Þorsteinn á Alþingi.
Alþingi Tengdar fréttir Fimm mál tengd kampavínsklúbbum í rannsókn lögreglu Alls hafa sextíu og eitt brot er tengjast starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba verið skráð í málaskrá lögreglu árin 2011 til 2015. 21. janúar 2016 07:48 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Fimm mál tengd kampavínsklúbbum í rannsókn lögreglu Alls hafa sextíu og eitt brot er tengjast starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba verið skráð í málaskrá lögreglu árin 2011 til 2015. 21. janúar 2016 07:48