Vonir um Borgarlínu innan fimm til tíu ára Sæunn Gísladóttir skrifar 28. maí 2016 07:00 Vonir eru um að Borgarlína sem tengi saman helstu svæði höfuðborgarsvæðisins verði tekin í notkun eftir fimm ár, eða að minnsta kosti innan næstu tíu ára. Þetta kom fram í máli Þorsteins R. Hermannssonar, samgöngustjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, á málþingi um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í gær. „Við erum ekki að hugsa fjörutíu ár fram í tímann með þetta,“ sagði hann. Borgarlína verður annaðhvort léttlesta- eða hraðvagnakerfi, ekki er búið að ákveða hvaða tækni á að nota. Verið er að skoða möguleikann á að tengja frá Keflavíkurflugvelli við Borgarlínuna, þó nokkrar útfærslur séu á borðinu. Borgarlínan er hryggjarstykkið í Höfuðborgarsvæðinu 2040, nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og samgönguáherslum þess. Fram kom á fundinum að árið 2040 gæti 40 kílómetra Borgarlína verið komin í gagnið. Heildarstofnkostnaðar væri 70 til 150 milljarðar króna. Hægt væri að ljúka fyrsta áfanga fyrir árið 2022 með 18 kílómetra línu, sú fjárfesting myndi nema 30 til 65 milljörðum króna. Þorsteinn rökstuddi uppbyggingu Borgarlínu í Reykjavík með því að vísa til þess að sambærileg kerfi hefðu verið byggð upp víðsvegar um Evrópu fyrir borgir með innan við 300 þúsund íbúa og jafnvel 200 þúsund íbúa. Í Frakklandi hefur verið byggt upp léttlestarkerfi í 33 borgum frá árinu 1985, þar af í 25 borgum með færri en 250 þúsund íbúa. Akstursleiðirnar eru ekki endanlegar en greining og samanburður hefur verið gerður á mögulegum akstursleiðum eftir tólf leggjum milli kjarna. Þær akstursleiðir sem eru meðal annars til áframhaldandi skoðunar eru Fjörður í Hafnarfirði, Garðabær, Hamraborg, Kringlan, Miðbær, BSÍ, Ártún og Eiðistorg. Innan við fjögur hundruð metra frá akstursleiðum á korti eru 80 þúsund íbúar, 68 prósent af verslunar- og skrifstofuhúsnæði og 51 prósent af atvinnuhúsnæði. „Við gerð Borgarlínu er skoðaður hver sé þéttleiki byggðar í dag, en ekki síður hvar uppbyggingin verður,“ sagði Þorsteinn á fundinum. „Kerfið er ekki bara fjárfesting heldur leiðir líka af sér fjárfestingu. Áætlanir um uppbyggingu húsnæðis og Borgarlínu eru samtvinnaðar til að hægt sé að uppfylla ferðaþarfir sem flestra íbúa og ferðamanna með kerfinu.“ Þorsteinn bætti við að höfð væri í huga fjölgun um næstu sjötíu þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn vék að fjármögnun Borgarlínu á fundinum og benti á dæmi frá Danmörku og Frakklandi. Þar hefur fjármögnunin skipst milli sveitarfélaga, ríkisstjórna og hverfa. Í Frakklandi hefur ríkið fjármagnað stofnkostnað með skattheimtu, til dæmis frá bílastæðagjöldum og fyrirtækjum í grenndinni. Fjölbreyttar fjármögnunarleiðir eru því í boði, meðal annars samstarf við einkamarkaði um framkvæmdir, fjármögnun og rekstur, svokölluð PPP-leið. Opinber fjármögnun er ýmist í formi almennrar eða sértækrar skattheimtu. Sérstakur skattur er þá eyrnamerktur almenningssamgöngum, til dæmis vegtollar, gjaldtaka af bílastæðum og fleira. Í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu hefur PPP-kerfið gengið vel í uppbyggingu og rekstri hágæða almenningssamgöngukerfa, en þeim hefur stöðugt fjölgað þar síðustu 24 ár. Í York fyrir utan Toronto er Viva- kerfi við lýði, þar sáu samgönguyfirvöld um stærstan hluta fjármögnunar, en einkaaðilar sáu um hönnun, uppbyggingu, innkaup og rekstur að hluta. Þorsteinn benti á að uppbygging léttlestarkerfis tæki ekki langan tíma þegar ákveðið væri að taka af skarið. „Í Viva-kerfinu liðu 36 mánuðir milli þess sem undirbúningur verkefnisins hófst og þangað til fyrstu vagnarnir hófu akstur,“ sagði Þorsteinn. Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Vonir eru um að Borgarlína sem tengi saman helstu svæði höfuðborgarsvæðisins verði tekin í notkun eftir fimm ár, eða að minnsta kosti innan næstu tíu ára. Þetta kom fram í máli Þorsteins R. Hermannssonar, samgöngustjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, á málþingi um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í gær. „Við erum ekki að hugsa fjörutíu ár fram í tímann með þetta,“ sagði hann. Borgarlína verður annaðhvort léttlesta- eða hraðvagnakerfi, ekki er búið að ákveða hvaða tækni á að nota. Verið er að skoða möguleikann á að tengja frá Keflavíkurflugvelli við Borgarlínuna, þó nokkrar útfærslur séu á borðinu. Borgarlínan er hryggjarstykkið í Höfuðborgarsvæðinu 2040, nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og samgönguáherslum þess. Fram kom á fundinum að árið 2040 gæti 40 kílómetra Borgarlína verið komin í gagnið. Heildarstofnkostnaðar væri 70 til 150 milljarðar króna. Hægt væri að ljúka fyrsta áfanga fyrir árið 2022 með 18 kílómetra línu, sú fjárfesting myndi nema 30 til 65 milljörðum króna. Þorsteinn rökstuddi uppbyggingu Borgarlínu í Reykjavík með því að vísa til þess að sambærileg kerfi hefðu verið byggð upp víðsvegar um Evrópu fyrir borgir með innan við 300 þúsund íbúa og jafnvel 200 þúsund íbúa. Í Frakklandi hefur verið byggt upp léttlestarkerfi í 33 borgum frá árinu 1985, þar af í 25 borgum með færri en 250 þúsund íbúa. Akstursleiðirnar eru ekki endanlegar en greining og samanburður hefur verið gerður á mögulegum akstursleiðum eftir tólf leggjum milli kjarna. Þær akstursleiðir sem eru meðal annars til áframhaldandi skoðunar eru Fjörður í Hafnarfirði, Garðabær, Hamraborg, Kringlan, Miðbær, BSÍ, Ártún og Eiðistorg. Innan við fjögur hundruð metra frá akstursleiðum á korti eru 80 þúsund íbúar, 68 prósent af verslunar- og skrifstofuhúsnæði og 51 prósent af atvinnuhúsnæði. „Við gerð Borgarlínu er skoðaður hver sé þéttleiki byggðar í dag, en ekki síður hvar uppbyggingin verður,“ sagði Þorsteinn á fundinum. „Kerfið er ekki bara fjárfesting heldur leiðir líka af sér fjárfestingu. Áætlanir um uppbyggingu húsnæðis og Borgarlínu eru samtvinnaðar til að hægt sé að uppfylla ferðaþarfir sem flestra íbúa og ferðamanna með kerfinu.“ Þorsteinn bætti við að höfð væri í huga fjölgun um næstu sjötíu þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn vék að fjármögnun Borgarlínu á fundinum og benti á dæmi frá Danmörku og Frakklandi. Þar hefur fjármögnunin skipst milli sveitarfélaga, ríkisstjórna og hverfa. Í Frakklandi hefur ríkið fjármagnað stofnkostnað með skattheimtu, til dæmis frá bílastæðagjöldum og fyrirtækjum í grenndinni. Fjölbreyttar fjármögnunarleiðir eru því í boði, meðal annars samstarf við einkamarkaði um framkvæmdir, fjármögnun og rekstur, svokölluð PPP-leið. Opinber fjármögnun er ýmist í formi almennrar eða sértækrar skattheimtu. Sérstakur skattur er þá eyrnamerktur almenningssamgöngum, til dæmis vegtollar, gjaldtaka af bílastæðum og fleira. Í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu hefur PPP-kerfið gengið vel í uppbyggingu og rekstri hágæða almenningssamgöngukerfa, en þeim hefur stöðugt fjölgað þar síðustu 24 ár. Í York fyrir utan Toronto er Viva- kerfi við lýði, þar sáu samgönguyfirvöld um stærstan hluta fjármögnunar, en einkaaðilar sáu um hönnun, uppbyggingu, innkaup og rekstur að hluta. Þorsteinn benti á að uppbygging léttlestarkerfis tæki ekki langan tíma þegar ákveðið væri að taka af skarið. „Í Viva-kerfinu liðu 36 mánuðir milli þess sem undirbúningur verkefnisins hófst og þangað til fyrstu vagnarnir hófu akstur,“ sagði Þorsteinn.
Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent