Stóru málin fyrst, kosningar svo 29. maí 2016 12:51 Birgitta Jónsdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Vísir/Valli/PJetur Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn er nú þegar farinn að undirbúa kosningar í október. Ríkisstjórnin boðaði til kosninga í haust eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra í kjölfar birtingu Panamaskjalanna. Ekki er þó eining um kosningarnar innan stjórnarflokkanna og hafa þingmenn bæði framsóknar og Sjálfstæðisflokks nýlega lýst því yfir að þeir telji óþarft að flýta kosningum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að flokkurinn sé nú þegar farinn að undirbúa kosningar í október.Í forgangi að klára stóru málin Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður framsóknar sagði það vera í algjörum forgangi að stóru málin yrðu kláruð áður en gengið verður til kosninga. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það sem ég hef sagt allan tímann, og ég held að fleiri hafi sagt, er að þegar að skipt var hér um forsætisráðherra og Sigurður Ingi tók við og myndaður var í rauninni nýr meirihluti, en samt sami meirihluti, var talað um að flýta kosningum og þær færu fram í haust. Það var líka talað um það að við yrðum að klára ákveðin stór mál sem lægju fyrir þinginu og ég hef sagt það allan tímann að ég held að það sé hægt að samræma þessi tvö sjónarmið. Annars vegar að flýta kosningunum og klára stór mál. Það verður auðvitað að koma í ljós hvernig gengur að klára þessi mál sem að liggja fyrir þinginu. Menn fóru strax í það að þjappa saman vinnu sem að átti að taka einu ári lengur og reyna að koma því þannig fyrir að það væri hægt að klára þau. Gangurinn í þinginu hefur verið mjög góður núna og ef að það tekst að klára þessi stóru mál á að vera hægt að flýta kosningum.“ Aðspurður um fylgistap Framsóknarflokksins í síðustu skoðanakönnunum segist Ásmundur viss um að viðsnúningur verði þegar búið verður að klára þessi mál.Hafa ekki fengið málaskrá Birgitta Jónsdóttir formaður Pírata segir það slæmt stjórnarfar að stjórnarflokkarnir hafi ekki dreift málaskrá um þau mál sem þurfi að klára áður en hægt verður að kjósa. „Fyrst var krafan sú að það yrðu kosningar strax. Síðan var komið með þetta útspil að fresta því þá og stytta um, þetta eru svona tveir þriðju af þingi, en síðan hafa skilyrðingarnar alltaf orðið meiri og meiri. Mér finnst ómögulegt að draga stjórnarandstöðuna inn í það að vera lömuð og ekki geta sinnt sínu lögbundna hlutverki að veita meirihluta aðhald. Nú höfum við ekki einu sinni fengið málaskrá. Við vitum ekkert hvaða mál það eru sem við eigum að vera passív gagnvart. Mér finnst þetta ekki gott stjórnarfar,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Sjá meira
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn er nú þegar farinn að undirbúa kosningar í október. Ríkisstjórnin boðaði til kosninga í haust eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra í kjölfar birtingu Panamaskjalanna. Ekki er þó eining um kosningarnar innan stjórnarflokkanna og hafa þingmenn bæði framsóknar og Sjálfstæðisflokks nýlega lýst því yfir að þeir telji óþarft að flýta kosningum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að flokkurinn sé nú þegar farinn að undirbúa kosningar í október.Í forgangi að klára stóru málin Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður framsóknar sagði það vera í algjörum forgangi að stóru málin yrðu kláruð áður en gengið verður til kosninga. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það sem ég hef sagt allan tímann, og ég held að fleiri hafi sagt, er að þegar að skipt var hér um forsætisráðherra og Sigurður Ingi tók við og myndaður var í rauninni nýr meirihluti, en samt sami meirihluti, var talað um að flýta kosningum og þær færu fram í haust. Það var líka talað um það að við yrðum að klára ákveðin stór mál sem lægju fyrir þinginu og ég hef sagt það allan tímann að ég held að það sé hægt að samræma þessi tvö sjónarmið. Annars vegar að flýta kosningunum og klára stór mál. Það verður auðvitað að koma í ljós hvernig gengur að klára þessi mál sem að liggja fyrir þinginu. Menn fóru strax í það að þjappa saman vinnu sem að átti að taka einu ári lengur og reyna að koma því þannig fyrir að það væri hægt að klára þau. Gangurinn í þinginu hefur verið mjög góður núna og ef að það tekst að klára þessi stóru mál á að vera hægt að flýta kosningum.“ Aðspurður um fylgistap Framsóknarflokksins í síðustu skoðanakönnunum segist Ásmundur viss um að viðsnúningur verði þegar búið verður að klára þessi mál.Hafa ekki fengið málaskrá Birgitta Jónsdóttir formaður Pírata segir það slæmt stjórnarfar að stjórnarflokkarnir hafi ekki dreift málaskrá um þau mál sem þurfi að klára áður en hægt verður að kjósa. „Fyrst var krafan sú að það yrðu kosningar strax. Síðan var komið með þetta útspil að fresta því þá og stytta um, þetta eru svona tveir þriðju af þingi, en síðan hafa skilyrðingarnar alltaf orðið meiri og meiri. Mér finnst ómögulegt að draga stjórnarandstöðuna inn í það að vera lömuð og ekki geta sinnt sínu lögbundna hlutverki að veita meirihluta aðhald. Nú höfum við ekki einu sinni fengið málaskrá. Við vitum ekkert hvaða mál það eru sem við eigum að vera passív gagnvart. Mér finnst þetta ekki gott stjórnarfar,“ sagði Birgitta Jónsdóttir.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Sjá meira