Nítján ár frá því að Páll Óskar steig á sviðið á Írlandi: „Sjö bestu dagar lífs míns“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. maí 2016 12:30 Íslenska framlagið fer vel í Palla. vísir „Það eru liðin tuttugu ár á næsta ári síðan ég fór út í Eurovision,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem fór út fyrir Íslands hönd árið 1997 og söng lagið Minn hinsti dans og vakti gríðarlega athygli í keppninni. Þá fór keppnin fram í Írlandi. „Þá vorum við bara úti í sjö daga og þetta voru sjö bestu dagar lífs míns í röð. Hver einasti dagur var eins og lítil sprenging og að fara inn í Eurovision land er alveg einstakt og ótrúleg stemning á svæðinu. Það er í raun enginn leið að útskýra þetta beint, nema þú hafir farið þangað. Þarna er ofsalega falleg og mögnuð orka sem ég get vel skilið að þú verður háður.“ Páll segist skilja þá aðdáendur sem fríki út og elta keppnina út um allt. „Við Íslendingar eigum alveg jafn mikinn séns á því að vinna Eurovision eins og hver önnur þjóð. Það er bara verið að biðja um þessar þrjár mínútur af fullkomnun. Ég hef ekki uppskriftina af hinu fullkomna popplagi, ef ég hefði þá uppskrift þá væri ég grilljónamæringur í dag.“Frábært viðhorf hjá íslenska hópnum Palli segir að íslenska lagið í ár sé svakalega flott og vel samið. „Ég er svo feginn því að viðhorf hópsins er pínulítið öðruvísi en það hefur verið hingað til. Þau eru að fara út með heildarpakka. Ekki bara fókus á lagið, standa kyrr og syngja það eins og lenskan hjá Íslendingum hefur verið. Um leið og Íslendingar fara að gera kröfur eða rugga bátnum eitthvað, þá verður fólk bara hissa þarna úti. Hér er kominn hópur sem er með tilbúinn pakka, ákveðið atriði, þar sem allt þarf að dansa saman. Allt er jafn mikilvægt, líka grafíkin, líka myndavélaskotin. Það er búið að negla þetta allt niður í öreindir.“ Greta stígur á sviðið í kvöld og syngur lagið Hear Them Calling í Globen-höllinni í fyrra undanúrslitakvöldinu. Í kvöld kemur í ljós hvort við Íslendingar munum eiga lag í lokakeppninni á laugardaginn. Eurovision Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira
„Það eru liðin tuttugu ár á næsta ári síðan ég fór út í Eurovision,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem fór út fyrir Íslands hönd árið 1997 og söng lagið Minn hinsti dans og vakti gríðarlega athygli í keppninni. Þá fór keppnin fram í Írlandi. „Þá vorum við bara úti í sjö daga og þetta voru sjö bestu dagar lífs míns í röð. Hver einasti dagur var eins og lítil sprenging og að fara inn í Eurovision land er alveg einstakt og ótrúleg stemning á svæðinu. Það er í raun enginn leið að útskýra þetta beint, nema þú hafir farið þangað. Þarna er ofsalega falleg og mögnuð orka sem ég get vel skilið að þú verður háður.“ Páll segist skilja þá aðdáendur sem fríki út og elta keppnina út um allt. „Við Íslendingar eigum alveg jafn mikinn séns á því að vinna Eurovision eins og hver önnur þjóð. Það er bara verið að biðja um þessar þrjár mínútur af fullkomnun. Ég hef ekki uppskriftina af hinu fullkomna popplagi, ef ég hefði þá uppskrift þá væri ég grilljónamæringur í dag.“Frábært viðhorf hjá íslenska hópnum Palli segir að íslenska lagið í ár sé svakalega flott og vel samið. „Ég er svo feginn því að viðhorf hópsins er pínulítið öðruvísi en það hefur verið hingað til. Þau eru að fara út með heildarpakka. Ekki bara fókus á lagið, standa kyrr og syngja það eins og lenskan hjá Íslendingum hefur verið. Um leið og Íslendingar fara að gera kröfur eða rugga bátnum eitthvað, þá verður fólk bara hissa þarna úti. Hér er kominn hópur sem er með tilbúinn pakka, ákveðið atriði, þar sem allt þarf að dansa saman. Allt er jafn mikilvægt, líka grafíkin, líka myndavélaskotin. Það er búið að negla þetta allt niður í öreindir.“ Greta stígur á sviðið í kvöld og syngur lagið Hear Them Calling í Globen-höllinni í fyrra undanúrslitakvöldinu. Í kvöld kemur í ljós hvort við Íslendingar munum eiga lag í lokakeppninni á laugardaginn.
Eurovision Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira