Margrét Lára: Ekki bara pakkað í vörn lengur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. maí 2016 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir er komin aftur heim í íslenska boltann eftir farsælan atvinnumannsferil í Evrópu. vísir/Vilhelm Breiðabliki er spáð Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild kvenna en spá forráðamanna félaga í deildinni var kynnt í gær. Blikar eru ríkjandi Íslandsmeistarar en ljóst er að þeir munu fá harða samkeppni um titilinn. Stjarnan, Valur og ÍBV munu blanda sér í baráttuna og Þór/KA, Fylkir og Selfoss geta vel veitt bestu liðunum samkeppni. „Þetta lítur út fyrir að verða mjög jafnt mót í ár,“ sagði Valskonan Margrét Lára Viðarsdóttir sem snýr nú aftur í deild þeirra bestu hér á landi eftir sjö ára dvöl í Evrópu sem atvinnumaður. „Auðvitað er tilhlökkunin mikil. Grasvellirnir eru kannski ekki allir í sínu besta standi en þetta verður bara betra með tímanum. Ég á von á skemmtilegu móti,“ segir hún.Aðalmálið að liðið nái árangri Margrét Lára er næstmarkahæsti leikmaður efstu deildar kvenna frá upphafi og þó svo að hún eigi nokkuð í land með að jafna markamet Olgu Færseth segist hún hafa sín markmið. „Ég er keppnismanneskja og langar að ná árangri. En aðalatriðið er auðvitað að liðið nái árangri og ef ég get hjálpað til með því að pota inn nokkrum mörkum þá er það frábært,“ segir hún og bætir við að hún kunni ágætlega við að Val hafi verið spáð þriðja sæti. „Það þýðir að öll pressan er ekki á okkur. En við erum með okkar markmið sem eru skýr.“ Margrét Lára segir að í leikmannahópi Vals sé góð blanda af reyndum og ungum leikmönnum. Hópurinn sé þar að auki breiður. „Það verður erfitt fyrir þjálfaraliðið að finna réttu blönduna, gæti ég trúað. Við erum reyndar með nokkra lykilmenn í meiðslum og kannski verðum við seinar í gang. Ég vona þó að við verðum klárar í slaginn í fyrsta leik,“ segir hún en Valur mætir Fylki á útivelli í fyrsta leik í kvöld. Hún segir að það séu mikil gæði í deildinni og að það sjáist einna best á því að liðin eru flest óhrædd við að spila sóknarbolta. „Það eru ekki mörg lið sem pakka í vörn og eru bara með gamaldags „sweeper“. Liðin eru að reyna að spila fótbolta. Ég held að árangur landsliðsins síðustu árin hafi hvatt ungar stelpur á sínum tíma sem skilar sér í því að við eigum fleiri góðar fótboltakonur og mörg sterk lið.“Má ekki vanmeta neitt lið Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, bjóst við því að hennar liði yrði spáð efsta sæti.„Ég bjóst við þessum liðum [Breiðabliki, Stjörnunni og Val] í efstu þrjú sætin og svo var spurning um hvert þeirra yrði efst. En það kom ekki á óvart að okkur hafi verið spáð titlinum enda nánast með sama leikmannahóp og í fyrra,“ segir hún. „Ég er mjög spennt fyrir því að byrja. Það eru leikmenn eins og Margrét Lára að koma til baka úr atvinnumennsku sem styrkir deildina mikið,“ bætir Rakel við en Breiðablik mætir KR í fyrstu umferðinni. KR-ingum var spáð neðsta sæti en Rakel segir að það megi ekki vanmeta neitt lið. „Við gerðum jafntefli við KR í fyrra sem sýnir að það getur allt gerst. Maður þarf að taka hvern leik alvarlega.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Blikar munu verja Íslandsmeistaratitilinn í sumar Breiðabliki var spáð Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna sem var kynnt á kynningarfundi vegna Pepsi-deildar kvenna sem fram fór í Ölgerðinni í dag. 10. maí 2016 12:27 Ítarleg umfjöllun um Pepsi-deild kvenna hjá miðlum 365 Nýtt keppnistímabil í Pepsi-deild kvenna hefst á morgun og verður ítarleg umfjöllun í miðlum 365 í allt sumar. 10. maí 2016 12:32 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sjá meira
Breiðabliki er spáð Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild kvenna en spá forráðamanna félaga í deildinni var kynnt í gær. Blikar eru ríkjandi Íslandsmeistarar en ljóst er að þeir munu fá harða samkeppni um titilinn. Stjarnan, Valur og ÍBV munu blanda sér í baráttuna og Þór/KA, Fylkir og Selfoss geta vel veitt bestu liðunum samkeppni. „Þetta lítur út fyrir að verða mjög jafnt mót í ár,“ sagði Valskonan Margrét Lára Viðarsdóttir sem snýr nú aftur í deild þeirra bestu hér á landi eftir sjö ára dvöl í Evrópu sem atvinnumaður. „Auðvitað er tilhlökkunin mikil. Grasvellirnir eru kannski ekki allir í sínu besta standi en þetta verður bara betra með tímanum. Ég á von á skemmtilegu móti,“ segir hún.Aðalmálið að liðið nái árangri Margrét Lára er næstmarkahæsti leikmaður efstu deildar kvenna frá upphafi og þó svo að hún eigi nokkuð í land með að jafna markamet Olgu Færseth segist hún hafa sín markmið. „Ég er keppnismanneskja og langar að ná árangri. En aðalatriðið er auðvitað að liðið nái árangri og ef ég get hjálpað til með því að pota inn nokkrum mörkum þá er það frábært,“ segir hún og bætir við að hún kunni ágætlega við að Val hafi verið spáð þriðja sæti. „Það þýðir að öll pressan er ekki á okkur. En við erum með okkar markmið sem eru skýr.“ Margrét Lára segir að í leikmannahópi Vals sé góð blanda af reyndum og ungum leikmönnum. Hópurinn sé þar að auki breiður. „Það verður erfitt fyrir þjálfaraliðið að finna réttu blönduna, gæti ég trúað. Við erum reyndar með nokkra lykilmenn í meiðslum og kannski verðum við seinar í gang. Ég vona þó að við verðum klárar í slaginn í fyrsta leik,“ segir hún en Valur mætir Fylki á útivelli í fyrsta leik í kvöld. Hún segir að það séu mikil gæði í deildinni og að það sjáist einna best á því að liðin eru flest óhrædd við að spila sóknarbolta. „Það eru ekki mörg lið sem pakka í vörn og eru bara með gamaldags „sweeper“. Liðin eru að reyna að spila fótbolta. Ég held að árangur landsliðsins síðustu árin hafi hvatt ungar stelpur á sínum tíma sem skilar sér í því að við eigum fleiri góðar fótboltakonur og mörg sterk lið.“Má ekki vanmeta neitt lið Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, bjóst við því að hennar liði yrði spáð efsta sæti.„Ég bjóst við þessum liðum [Breiðabliki, Stjörnunni og Val] í efstu þrjú sætin og svo var spurning um hvert þeirra yrði efst. En það kom ekki á óvart að okkur hafi verið spáð titlinum enda nánast með sama leikmannahóp og í fyrra,“ segir hún. „Ég er mjög spennt fyrir því að byrja. Það eru leikmenn eins og Margrét Lára að koma til baka úr atvinnumennsku sem styrkir deildina mikið,“ bætir Rakel við en Breiðablik mætir KR í fyrstu umferðinni. KR-ingum var spáð neðsta sæti en Rakel segir að það megi ekki vanmeta neitt lið. „Við gerðum jafntefli við KR í fyrra sem sýnir að það getur allt gerst. Maður þarf að taka hvern leik alvarlega.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Blikar munu verja Íslandsmeistaratitilinn í sumar Breiðabliki var spáð Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna sem var kynnt á kynningarfundi vegna Pepsi-deildar kvenna sem fram fór í Ölgerðinni í dag. 10. maí 2016 12:27 Ítarleg umfjöllun um Pepsi-deild kvenna hjá miðlum 365 Nýtt keppnistímabil í Pepsi-deild kvenna hefst á morgun og verður ítarleg umfjöllun í miðlum 365 í allt sumar. 10. maí 2016 12:32 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sjá meira
Blikar munu verja Íslandsmeistaratitilinn í sumar Breiðabliki var spáð Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna sem var kynnt á kynningarfundi vegna Pepsi-deildar kvenna sem fram fór í Ölgerðinni í dag. 10. maí 2016 12:27
Ítarleg umfjöllun um Pepsi-deild kvenna hjá miðlum 365 Nýtt keppnistímabil í Pepsi-deild kvenna hefst á morgun og verður ítarleg umfjöllun í miðlum 365 í allt sumar. 10. maí 2016 12:32