Beituveiðimenn staðnir að verki á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 11. maí 2016 12:00 Á þessum árstíma sækja veiðimenn upp að Þingvallavatni til að freista þess að setja í urriða enda fáir fiskar sem standast honum snúning þegar barátta er annars vegar. Veiði hófst í vatninu 20.apríl og stendur til 15.september en aðeins má veiða á flugu til 31. maí og er það gert til að standa vörð um urriðastofnin en veiðimenn eru einnig hvattir til að gefa urriðanum líf til að ganga ekki nærri þessum stofni sem er einstakur. Þessu virðast ekki allir fara eftir en 9. maí var nokkurt fjölmenni við veiðar í vatninu og þar af nokkrir sem voru að veiða á beitu og/eða spún. Hluti af þessum veiðimönnum voru erlendir ferðamenn sem höfðu ekki betri upplýsingar en það að þeir töldu sig mega veiða hvar sem er á landinu án leyfis. Tekið skal fram að erlendu veiðimennirnir brugðust vel við tilmælum og hættu veiðum þegar þeim var bent á mistökin. Það sama verður ekki sagt um a.m.k. tvo aðra hópa sem voru með beitu úti þegar tvo fluguveiðimenn bar að garði en lentu menn þar í töluverðu orðaskaki og neituðu viðkomandi veiðimenn því að þeir væru að nota beitu þrátt fyrir að leyfar af beitu lægi á bakkanum. Samkvæmt þeim sem stunda vatnið mikið og fara eftir settum reglum er þetta ekki fyrsta og eina skiptið sem menn sjást með beitu og spúna á þessum tíma sem fluga er aðeins leyfð. Það sem meira er að þeir hafa oft gert ágæta veiði og hjá þessum veiðimönnum er allt drepið. Aukin veiðivarsla á þessum tíma er því löngu orðin nauðsyn og nokkuð víst er að veiðimenn bíða eftir því að sjá tekið á þessu máli. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvað er það sem togar erlenda veiðimenn til Íslands Veiði Sex laxar komnir á land í Blöndu Veiði Áhugaverðar tölur um vöxt eins árs laxa Veiði Með um 40 bleikjur á morgunvakt í Þingvallavatni Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Drápa græn verður Hrygnan 2012 Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Veiðisumarið yfir meðallagi Veiði Flott veiði á Arnarvatnsheiði Veiði Selá í Álftafirði opnar eftir friðun Veiði
Á þessum árstíma sækja veiðimenn upp að Þingvallavatni til að freista þess að setja í urriða enda fáir fiskar sem standast honum snúning þegar barátta er annars vegar. Veiði hófst í vatninu 20.apríl og stendur til 15.september en aðeins má veiða á flugu til 31. maí og er það gert til að standa vörð um urriðastofnin en veiðimenn eru einnig hvattir til að gefa urriðanum líf til að ganga ekki nærri þessum stofni sem er einstakur. Þessu virðast ekki allir fara eftir en 9. maí var nokkurt fjölmenni við veiðar í vatninu og þar af nokkrir sem voru að veiða á beitu og/eða spún. Hluti af þessum veiðimönnum voru erlendir ferðamenn sem höfðu ekki betri upplýsingar en það að þeir töldu sig mega veiða hvar sem er á landinu án leyfis. Tekið skal fram að erlendu veiðimennirnir brugðust vel við tilmælum og hættu veiðum þegar þeim var bent á mistökin. Það sama verður ekki sagt um a.m.k. tvo aðra hópa sem voru með beitu úti þegar tvo fluguveiðimenn bar að garði en lentu menn þar í töluverðu orðaskaki og neituðu viðkomandi veiðimenn því að þeir væru að nota beitu þrátt fyrir að leyfar af beitu lægi á bakkanum. Samkvæmt þeim sem stunda vatnið mikið og fara eftir settum reglum er þetta ekki fyrsta og eina skiptið sem menn sjást með beitu og spúna á þessum tíma sem fluga er aðeins leyfð. Það sem meira er að þeir hafa oft gert ágæta veiði og hjá þessum veiðimönnum er allt drepið. Aukin veiðivarsla á þessum tíma er því löngu orðin nauðsyn og nokkuð víst er að veiðimenn bíða eftir því að sjá tekið á þessu máli.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvað er það sem togar erlenda veiðimenn til Íslands Veiði Sex laxar komnir á land í Blöndu Veiði Áhugaverðar tölur um vöxt eins árs laxa Veiði Með um 40 bleikjur á morgunvakt í Þingvallavatni Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Drápa græn verður Hrygnan 2012 Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Veiðisumarið yfir meðallagi Veiði Flott veiði á Arnarvatnsheiði Veiði Selá í Álftafirði opnar eftir friðun Veiði