Halla með miða á alla leiki Íslands í Frakklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2016 12:15 Halla Tómasdóttir mælist með eitt prósent fylgi samkvæmt nýjum skoðanakönnunum. Hún segir ekki mark takandi á könnunum af alvöru fyrr en eftir 21. maí þegar framboðsfrestur rennur út. Vísir/Anton Brink Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi klæddist treyju íslenska landsliðsins í knattspyrnu á Business and Football ráðstefnunni í morgun. Hún á miða á alla leiki karlalandsliðsins á EM í Frakklandi í sumar og sagðist í pallborðsumræðum í dag, meira í gríni en alvöru, velta fyrir sér að hætta við framboð sitt og skella sér bara á EM. „Ég fer allavega á Portúgalsleikinn,“ sagði Halla sem mælist með eitt prósent fylgi í skoðanakönnun fréttastofu 365 en niðurstöður voru birtar í morgun. Halla var með 1,7% fylgi í könnun MMR á mánudaginn. Ísland mætir Portúgal í St. Etienne þann 14. júní en um fyrsta leik Íslands í riðlinum er að ræða.Sjá einnig:Kevin Keegan spáir Íslandi sigri á EM Halla var í pallborði með Kevin Keegan, David Moyes og Andra Þór Guðmundssyni hjá Ölgerðinni þar sem til umræðu var hvernig ætti að byggja lið frá grunni. Halla rifjaði upp þegar hún var við háskólanám í Alabama í Bandaríkjunum og tók að sér þjálfun strákaliðsins í fótbolta. „Það voru tvær stjörnur í liðinu, sá sem gat hlaupið rosalega hratt og sá sem skoraði mörkin,“ sagði Halla. Hún hefði áttað sig á því að gera þyrfti breytingar til að ná árangri. Hún fór að sækja leikmenn til skandinavíu og Bretlands. Það hafi ekki verið fyrr en liðið hafi verið orðið jafnara, og treysti ekki lengur á fyrrnefnda tvo leikmenn, sem liðið fór að vinna leiki. Halla sagði trúa því að þegar verið væri að byggja upp lið ætti ekki bara að horfa á hæfileika fólksins sem þú vilt í liðið heldur líka hjartað. Það væri lykillinn að velgengni. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Guðni Th. Jóhannesson yrði næsti forseti Íslands ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fréttastofu 365. Davíð Oddsson hefur tæplega 14 prósent fylgi. 11. maí 2016 05:00 „Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn“ Halla Tómasdóttir segist finna fyrir miklum meðbyr. Skjótt skipist veður í lofti eins og síðustu 24 klukkustundir hafi sýnt. 9. maí 2016 13:00 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Sjá meira
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi klæddist treyju íslenska landsliðsins í knattspyrnu á Business and Football ráðstefnunni í morgun. Hún á miða á alla leiki karlalandsliðsins á EM í Frakklandi í sumar og sagðist í pallborðsumræðum í dag, meira í gríni en alvöru, velta fyrir sér að hætta við framboð sitt og skella sér bara á EM. „Ég fer allavega á Portúgalsleikinn,“ sagði Halla sem mælist með eitt prósent fylgi í skoðanakönnun fréttastofu 365 en niðurstöður voru birtar í morgun. Halla var með 1,7% fylgi í könnun MMR á mánudaginn. Ísland mætir Portúgal í St. Etienne þann 14. júní en um fyrsta leik Íslands í riðlinum er að ræða.Sjá einnig:Kevin Keegan spáir Íslandi sigri á EM Halla var í pallborði með Kevin Keegan, David Moyes og Andra Þór Guðmundssyni hjá Ölgerðinni þar sem til umræðu var hvernig ætti að byggja lið frá grunni. Halla rifjaði upp þegar hún var við háskólanám í Alabama í Bandaríkjunum og tók að sér þjálfun strákaliðsins í fótbolta. „Það voru tvær stjörnur í liðinu, sá sem gat hlaupið rosalega hratt og sá sem skoraði mörkin,“ sagði Halla. Hún hefði áttað sig á því að gera þyrfti breytingar til að ná árangri. Hún fór að sækja leikmenn til skandinavíu og Bretlands. Það hafi ekki verið fyrr en liðið hafi verið orðið jafnara, og treysti ekki lengur á fyrrnefnda tvo leikmenn, sem liðið fór að vinna leiki. Halla sagði trúa því að þegar verið væri að byggja upp lið ætti ekki bara að horfa á hæfileika fólksins sem þú vilt í liðið heldur líka hjartað. Það væri lykillinn að velgengni.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Guðni Th. Jóhannesson yrði næsti forseti Íslands ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fréttastofu 365. Davíð Oddsson hefur tæplega 14 prósent fylgi. 11. maí 2016 05:00 „Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn“ Halla Tómasdóttir segist finna fyrir miklum meðbyr. Skjótt skipist veður í lofti eins og síðustu 24 klukkustundir hafi sýnt. 9. maí 2016 13:00 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Sjá meira
Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Guðni Th. Jóhannesson yrði næsti forseti Íslands ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fréttastofu 365. Davíð Oddsson hefur tæplega 14 prósent fylgi. 11. maí 2016 05:00
„Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn“ Halla Tómasdóttir segist finna fyrir miklum meðbyr. Skjótt skipist veður í lofti eins og síðustu 24 klukkustundir hafi sýnt. 9. maí 2016 13:00