Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. maí 2016 18:02 Guðni Th Jóhannesson mælist með mest fylgi þegar rúmlega mánuður er í kosningar. Vísir Guðni Th Jóhannesson sagnfræðingur mælist enn með mest fylgi frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu er hann með 67,2 prósent fylgi. Könnunin var tekin 10. – 13. maí síðastliðinn. Í könnuninni mælist Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins og mbl.is og fyrrverandi forsætisráðherra, með 14,8 prósent fylgi, Andri Snær Magnason með 12,1 prósent, Halla Tómasdóttir með 2,9 prósent en aðrir með minna. Þessar niðurstöður eru í samræmi við könnun Fréttablaðsins sem birtist fyrr í vikunni. Í umfjöllun Maskínu kemur fram að tvöfalt fleiri karlar en konur styðji Davíð Oddson en að Guðni Th eigi meira fylgi á meðal kvenna. Andri Snær sækir mest fylgi til yngstu kjósendanna en Davíð á mest fylgi á meðal þeirra sem eru 55 ára og eldri. „Það kemur ekki á óvart að Davíð á mest fylgi meðal Sjálfstæðismanna en minnst meðal stjórnarandstöðuflokkanna. Guðni hefur fylgi meðal meirihluta kjósenda allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins (þó hartnær 40% þeirra) en Andri Snær hefur mest fylgi meðal kjósenda Vinstri grænna,“ segir í frétt Maskínu. Maskína athugaði sérstaklega hvernig ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, hefði haft áhrif á fylgi frambjóðenda. „Til þess að meta hvaða fylgi Davíð Oddsson dró til sín við það að bjóða sig fram spurði Maskína: Ef Davíð Oddsson hefði ekki boðið sig fram og Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki dregið sig til baka, hefðir þú þá kosið Guðna Th. Jóhannesson, Ólaf Ragnar Grímsson eða einhvern annan?“ Í ljós kom að Davíð Oddsson fengi næstum helming, nánar tiltekið 48,9 prósent, af fylgi Ólafs Ragnars en nánast ekkert af fylgi Guðna Th eða aðeins 4 prósent. Ríflega þriðjungur fylgis Ólafs Ragnars félli til Guðna Th eða 34,7 prósent. Svarendur voru 824 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu. Tengdar fréttir Fyrstu frambjóðendurnir hafa skilað undirskriftalistum Guðni Th. Jóhannesson skilaði fyrstur og Guðrún Margrét Pálsdóttir og Davíð Oddsson skiluðu á öðrum tímanum í dag. 13. maí 2016 14:12 „Maður er snortinn yfir þessum stuðningi“ Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir að skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag og sýnir hann með 70 prósent fylgi lofi góðu. 11. maí 2016 08:48 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Guðni Th Jóhannesson sagnfræðingur mælist enn með mest fylgi frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu er hann með 67,2 prósent fylgi. Könnunin var tekin 10. – 13. maí síðastliðinn. Í könnuninni mælist Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins og mbl.is og fyrrverandi forsætisráðherra, með 14,8 prósent fylgi, Andri Snær Magnason með 12,1 prósent, Halla Tómasdóttir með 2,9 prósent en aðrir með minna. Þessar niðurstöður eru í samræmi við könnun Fréttablaðsins sem birtist fyrr í vikunni. Í umfjöllun Maskínu kemur fram að tvöfalt fleiri karlar en konur styðji Davíð Oddson en að Guðni Th eigi meira fylgi á meðal kvenna. Andri Snær sækir mest fylgi til yngstu kjósendanna en Davíð á mest fylgi á meðal þeirra sem eru 55 ára og eldri. „Það kemur ekki á óvart að Davíð á mest fylgi meðal Sjálfstæðismanna en minnst meðal stjórnarandstöðuflokkanna. Guðni hefur fylgi meðal meirihluta kjósenda allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins (þó hartnær 40% þeirra) en Andri Snær hefur mest fylgi meðal kjósenda Vinstri grænna,“ segir í frétt Maskínu. Maskína athugaði sérstaklega hvernig ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, hefði haft áhrif á fylgi frambjóðenda. „Til þess að meta hvaða fylgi Davíð Oddsson dró til sín við það að bjóða sig fram spurði Maskína: Ef Davíð Oddsson hefði ekki boðið sig fram og Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki dregið sig til baka, hefðir þú þá kosið Guðna Th. Jóhannesson, Ólaf Ragnar Grímsson eða einhvern annan?“ Í ljós kom að Davíð Oddsson fengi næstum helming, nánar tiltekið 48,9 prósent, af fylgi Ólafs Ragnars en nánast ekkert af fylgi Guðna Th eða aðeins 4 prósent. Ríflega þriðjungur fylgis Ólafs Ragnars félli til Guðna Th eða 34,7 prósent. Svarendur voru 824 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu.
Tengdar fréttir Fyrstu frambjóðendurnir hafa skilað undirskriftalistum Guðni Th. Jóhannesson skilaði fyrstur og Guðrún Margrét Pálsdóttir og Davíð Oddsson skiluðu á öðrum tímanum í dag. 13. maí 2016 14:12 „Maður er snortinn yfir þessum stuðningi“ Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir að skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag og sýnir hann með 70 prósent fylgi lofi góðu. 11. maí 2016 08:48 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Fyrstu frambjóðendurnir hafa skilað undirskriftalistum Guðni Th. Jóhannesson skilaði fyrstur og Guðrún Margrét Pálsdóttir og Davíð Oddsson skiluðu á öðrum tímanum í dag. 13. maí 2016 14:12
„Maður er snortinn yfir þessum stuðningi“ Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir að skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag og sýnir hann með 70 prósent fylgi lofi góðu. 11. maí 2016 08:48