Kate Moss mætir á Cannes í fyrsta skiptið í 15 ár 16. maí 2016 22:00 Kate Moss var glæsileg á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Myndir/Getty Ofurfyrirsætan Kate Moss gekk rauða dregilinn fyrir frumsýningu myndarinnar "Loving" á kvikmyndahátíðinni í Cannes, Frakklandi. Moss er þekkt fyrir að vera ein best klædda konan hvar sem hún er og kvöldið í kvöld var engin undantekning. Hún klæddist rauðum Halston kjól sem fór henni einstaklega vel með fallegri hárgreiðslu og förðun í stíl. Rauði kjóllinn sem Moss klæddist fór henni einstaklega vel.Systir Moss, Lottie, var á staðnum ásamt systur sinni. Hún klæddist einnig rauðu eins og Kate en kjóllinn hennar er frá Dior Couture. Lottie hefur verið að feta í fótspor systur sinnar og er um þessar mundir að stíga sín fyrstu skref í fyrirsætuferlinum Lottie var í stíl við systur sína í þessum flotta Dior kjól.Kate mætti seinast á kvikmyndahátíðina í Suður-Frakklandi árið 2001. Tískan hefur svo sannarlega breyst en á þeim tíma var Kate með stutt hár og þótti heldur lík bresku fyrirsætunni Twiggy sem var vinsæl á sjöunda áratugnum.Kate á hátíðinni árið 2001. Tískan hefur svo sannarlega breyst. Mest lesið Calvin Harris auglýsir Emporio Armani nærföt Glamour Stálu senunni á tískuvikunni í París Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour Christy Turlington Burns á forsíðu Glamour Glamour Eftirminnilegustu skór allra tíma Glamour Stjörnurnar á Coachella Glamour Lífræn húðvörulína sem heillar Glamour Ljóshærð Selena Gomez stal senunni Glamour Lena Dunham og Jemima Kirke auglýsa nærföt Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour
Ofurfyrirsætan Kate Moss gekk rauða dregilinn fyrir frumsýningu myndarinnar "Loving" á kvikmyndahátíðinni í Cannes, Frakklandi. Moss er þekkt fyrir að vera ein best klædda konan hvar sem hún er og kvöldið í kvöld var engin undantekning. Hún klæddist rauðum Halston kjól sem fór henni einstaklega vel með fallegri hárgreiðslu og förðun í stíl. Rauði kjóllinn sem Moss klæddist fór henni einstaklega vel.Systir Moss, Lottie, var á staðnum ásamt systur sinni. Hún klæddist einnig rauðu eins og Kate en kjóllinn hennar er frá Dior Couture. Lottie hefur verið að feta í fótspor systur sinnar og er um þessar mundir að stíga sín fyrstu skref í fyrirsætuferlinum Lottie var í stíl við systur sína í þessum flotta Dior kjól.Kate mætti seinast á kvikmyndahátíðina í Suður-Frakklandi árið 2001. Tískan hefur svo sannarlega breyst en á þeim tíma var Kate með stutt hár og þótti heldur lík bresku fyrirsætunni Twiggy sem var vinsæl á sjöunda áratugnum.Kate á hátíðinni árið 2001. Tískan hefur svo sannarlega breyst.
Mest lesið Calvin Harris auglýsir Emporio Armani nærföt Glamour Stálu senunni á tískuvikunni í París Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour Christy Turlington Burns á forsíðu Glamour Glamour Eftirminnilegustu skór allra tíma Glamour Stjörnurnar á Coachella Glamour Lífræn húðvörulína sem heillar Glamour Ljóshærð Selena Gomez stal senunni Glamour Lena Dunham og Jemima Kirke auglýsa nærföt Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour