Korsilettin ryðja sér til rúms fyrir sumarið 17. maí 2016 11:45 Gigi Hadid var glæsileg hjá Jimmy Fallon í gærkvöldi þar sem hún var í röndóttu korsiletti. Myndir/Getty Það er ekkert nýtt að tískan fari í endalausa hringi en það er þó merkilegt að jafn umdeild flík og korsilettið er nái alltaf að komast inn á sjónarsviðið aftur. Í þetta sinn eru það stjörnur á borð við Gigi Hadid, Victoria Beckham, Kim Kardashian og fleiri sem hafa tileinkað sér trendinu í mörgum mismunandi og skemmtilegum útfærslum. Það má spurja sig hvað kemur til að korsilettið sé komið aftur í tísku. Sumir hafa kastað þeirri spurningu fram að það gæti verið vegna mikilla vinsælda "waist-trainers" sem að hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum og lætur fólk halda að það muni fá grennra mitti en þó eru margir sem nota það sem stuðning við bakið. Í gegnum tíðina, eða allt frá 19.öld, hafa korsilettin verið notuð til þess að þrýsta inn mittinu á konum til þess eins að láta þær fá "kvenlegri" lögun. Yfirleitt voru þau hert svo mikið að rifbeinin í konum brotnuðu og líffæri færðust til en í dag er öldin önnur og eru þessar flíkur orðnar töluvert saklausari og eiga alls ekki að meiða þá sem klæðast þeim. Victoria Beckham klæddist korsiletti á opnunarkvöldi Cannes kvikmyndahátíðarinnar í seinustu viku.Kim Kardashian sést hér í korsiletti á Miami fyrr í mánuðinum. Eins og sjá má eru til margar útfærslur á þessu trendi.Sarah Jessica Parker er fasta gestur á Met Gala ballinu en í ár klæddist hún korsiletti.Fyrirsætan Gigi Hadid er hér í einstaklega flottu korsiletti en þetta dress minnir óneitanlega á Victoriu Beckham á Cannes hátíðinni.Rihanna er þekkt fyrir að taka miklar áhættur í fatavali en hér er hún í fremur skemmtilegri útfærslu á korsiletti. Mest lesið 85 þúsund króna Crocs skór seldust upp í forsölu Glamour Adele er byrjuð í ræktinni og er ekki að elska það Glamour Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Glamour Naomi Campbell með áhugavert skart Glamour Flatbotna skór yfir jólin Glamour Dýrustu brúðarkjólar stjarnanna Glamour Hagnaður Adidas náði yfir milljarð evra í fyrsta sinn Glamour Fullkomið Airwaves hár Glamour Loðnar kápur fyrir veturinn Glamour Blake Lively á forsíðu Glamour Glamour
Það er ekkert nýtt að tískan fari í endalausa hringi en það er þó merkilegt að jafn umdeild flík og korsilettið er nái alltaf að komast inn á sjónarsviðið aftur. Í þetta sinn eru það stjörnur á borð við Gigi Hadid, Victoria Beckham, Kim Kardashian og fleiri sem hafa tileinkað sér trendinu í mörgum mismunandi og skemmtilegum útfærslum. Það má spurja sig hvað kemur til að korsilettið sé komið aftur í tísku. Sumir hafa kastað þeirri spurningu fram að það gæti verið vegna mikilla vinsælda "waist-trainers" sem að hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum og lætur fólk halda að það muni fá grennra mitti en þó eru margir sem nota það sem stuðning við bakið. Í gegnum tíðina, eða allt frá 19.öld, hafa korsilettin verið notuð til þess að þrýsta inn mittinu á konum til þess eins að láta þær fá "kvenlegri" lögun. Yfirleitt voru þau hert svo mikið að rifbeinin í konum brotnuðu og líffæri færðust til en í dag er öldin önnur og eru þessar flíkur orðnar töluvert saklausari og eiga alls ekki að meiða þá sem klæðast þeim. Victoria Beckham klæddist korsiletti á opnunarkvöldi Cannes kvikmyndahátíðarinnar í seinustu viku.Kim Kardashian sést hér í korsiletti á Miami fyrr í mánuðinum. Eins og sjá má eru til margar útfærslur á þessu trendi.Sarah Jessica Parker er fasta gestur á Met Gala ballinu en í ár klæddist hún korsiletti.Fyrirsætan Gigi Hadid er hér í einstaklega flottu korsiletti en þetta dress minnir óneitanlega á Victoriu Beckham á Cannes hátíðinni.Rihanna er þekkt fyrir að taka miklar áhættur í fatavali en hér er hún í fremur skemmtilegri útfærslu á korsiletti.
Mest lesið 85 þúsund króna Crocs skór seldust upp í forsölu Glamour Adele er byrjuð í ræktinni og er ekki að elska það Glamour Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Glamour Naomi Campbell með áhugavert skart Glamour Flatbotna skór yfir jólin Glamour Dýrustu brúðarkjólar stjarnanna Glamour Hagnaður Adidas náði yfir milljarð evra í fyrsta sinn Glamour Fullkomið Airwaves hár Glamour Loðnar kápur fyrir veturinn Glamour Blake Lively á forsíðu Glamour Glamour