Fjölmiðillinn The Sun sá tilefni til þess að rannsaka uppruna línunnar, hvar hún er framleidd og hvað þeir sem gerðu fötin fá borgað fyrir. Þeir komust að því að hún er framleidd í Sri Lanka af verksmiðju þar sem starfsmenn fá í laun rúmar 500 krónur á dag.
Í samtali við The Sun sögðu starfsmennirnir að þeir vinna yfirleitt 10 tíma á dag og fá aðeins 30 mínútna hádegishlé. Þrátt fyrir að launin séu lág þá eru þau yfir lágmarkslaunum í Sri Lanka en þó er þó lítið að marka þar sem þau eru talin langt undir nauðsynlegu marki.
Ivy Park hefur svarað þessum ásökunum með því að einblína á að þau vinni samkvæmt siðferðislegum reglum og þau reyna eftir fremsta megni að sjá til þess að þær verksmiðjur sem verslað er við vinni samkvæmt þeim.
Sífellt meiri vitundarvakning hefur orðið gangvart því að stóru tískuhúsin framleiða fötin sín við hræðileg skilyrði og borga starfsmönnum sínum lítið sem ekkert. Einnig hafa sumar verksmiðjur sem framleiða fyrir vestræn fyrirtæki eins og Primark og Nike orðið þess vís að vera með börn í vinnu við að sauma föt og skó.

