Dega-fjölskyldan send til Albaníu í nótt Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. maí 2016 19:09 „Við eigum okkur enga framtíð í Albaníu“ segir Joniada Dega, 18 ára gömul stúlka sem ásamt fjölskyldu sinni verður send úr landi í nótt. Vinur fjölskyldunnar segir hana vera orðna Íslendinga og það sé hreinlega ljótt að senda þau til baka. Dega fjölskyldan kom hingað til lands frá Albaníu í júlí í fyrra en fjölskyldan flúði þaðan meðal annars sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana. Útlendingstofnun neitaði fjölskyldunni um hæli í október í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar í byrjun árs. Fjölskyldunni verður gert að yfirgefa landið í nótt en í dag reyndi hún að fá skýr svör frá Útlendingastofnun um hvenær hún mætti snúa aftur. „Þau eru komin með íbúð á leigu, komin með allt. Fjölskyldu og fullt af vinum. Þetta eru algjörir Íslendingar. Og við erum að senda þau aftur í óvissuna í Albaníu, mér finnst þetta bara ljótt,“ segir Hildur Þorsteinsdóttir sem hefur aðstoðað fjölskylduna hér á landi. Hildur segir að fyrst hafi fjölskyldan fengið þau svör að þau mættu koma aftur til Íslands eftir þrjár vikur, en í dag hafi þeim verið sagt að þau þyrftu að bíða í Albaníu í þrjá mánuði áður en þau gætu komið aftur. Erfiðlega hafi gengið að fá skýr svör frá stofnuninni og því meðal annars borið við að væntanleg sumarleyfi starfsmanna kæmu til með að seinka afgreiðslu málsins. „Okkur langar bara að fá eitt svar. Hvernig verður þetta?,“ segir Nazmie Dega sem í dag starfar á leikskóla í Reykjavík.Búin að aðlagast íslensku samfélagiÞessi fimm manna fjölskylda hefur á þessum 11 mánuðum náð að aðlagast íslensku samfélagi. Hjónin eru bæði með fasta vinnu og yngsti drengurinn, Viken, er 11 ára gamall og stundar nám við Lækjarskóla í Hafnarfirði ásamt því að æfa knattspyrnu með FH. Joniada Dega er 18 ára en hún útskrifaðist nýverið með stúdentspróf frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði með góða einkunn. Hún hefur náð ágætis tökum á íslensku og eignast marga vini en segist ekki vita hvað tekur við þegar að hún vaknar í Albaníu á morgun. „Ég get ekki ímyndað mér það. Ástandið var slæmt þegar að við fórum þaðan og ef við förum aftur núna þá er það bara orðið verra. Þannig að það verður ekkert betra en það var,“ segir Joniada. Joniada segir aðstæður í Albaníu vera hræðilegar og að hún muni ekki ná að stunda þar nám. „En eitt er víst, þarna er engin framtíð.“ Flóttamenn Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
„Við eigum okkur enga framtíð í Albaníu“ segir Joniada Dega, 18 ára gömul stúlka sem ásamt fjölskyldu sinni verður send úr landi í nótt. Vinur fjölskyldunnar segir hana vera orðna Íslendinga og það sé hreinlega ljótt að senda þau til baka. Dega fjölskyldan kom hingað til lands frá Albaníu í júlí í fyrra en fjölskyldan flúði þaðan meðal annars sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana. Útlendingstofnun neitaði fjölskyldunni um hæli í október í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar í byrjun árs. Fjölskyldunni verður gert að yfirgefa landið í nótt en í dag reyndi hún að fá skýr svör frá Útlendingastofnun um hvenær hún mætti snúa aftur. „Þau eru komin með íbúð á leigu, komin með allt. Fjölskyldu og fullt af vinum. Þetta eru algjörir Íslendingar. Og við erum að senda þau aftur í óvissuna í Albaníu, mér finnst þetta bara ljótt,“ segir Hildur Þorsteinsdóttir sem hefur aðstoðað fjölskylduna hér á landi. Hildur segir að fyrst hafi fjölskyldan fengið þau svör að þau mættu koma aftur til Íslands eftir þrjár vikur, en í dag hafi þeim verið sagt að þau þyrftu að bíða í Albaníu í þrjá mánuði áður en þau gætu komið aftur. Erfiðlega hafi gengið að fá skýr svör frá stofnuninni og því meðal annars borið við að væntanleg sumarleyfi starfsmanna kæmu til með að seinka afgreiðslu málsins. „Okkur langar bara að fá eitt svar. Hvernig verður þetta?,“ segir Nazmie Dega sem í dag starfar á leikskóla í Reykjavík.Búin að aðlagast íslensku samfélagiÞessi fimm manna fjölskylda hefur á þessum 11 mánuðum náð að aðlagast íslensku samfélagi. Hjónin eru bæði með fasta vinnu og yngsti drengurinn, Viken, er 11 ára gamall og stundar nám við Lækjarskóla í Hafnarfirði ásamt því að æfa knattspyrnu með FH. Joniada Dega er 18 ára en hún útskrifaðist nýverið með stúdentspróf frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði með góða einkunn. Hún hefur náð ágætis tökum á íslensku og eignast marga vini en segist ekki vita hvað tekur við þegar að hún vaknar í Albaníu á morgun. „Ég get ekki ímyndað mér það. Ástandið var slæmt þegar að við fórum þaðan og ef við förum aftur núna þá er það bara orðið verra. Þannig að það verður ekkert betra en það var,“ segir Joniada. Joniada segir aðstæður í Albaníu vera hræðilegar og að hún muni ekki ná að stunda þar nám. „En eitt er víst, þarna er engin framtíð.“
Flóttamenn Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira