Hún segir ástæðuna fyrir þessum breyttu áherslum sínum á ferlinum vera að tískubransinn hafi reynst henni erfiður og þegar mest var að gera hjá henni varð hún þunglynd vegna álags og lélegrar sjálfsímyndar.
Nú er hún hins vegar mætt aftur og það á glæsilegri forsíðu hjá W Magazine. Cara var lengi ein eftirsóttasta fyrirsæta heims en það var ekki hægt að fletta tískuriti án þess að sjá mikinn fjölda auglýsinga þar sem hún sat fyrir.