Fastagestir Tíu dropa sorgmæddir vegna frétta af lokun Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. maí 2016 20:00 Kaffihúsið Tíu dropar mun í júlí hætta starfsemi á Laugavegi eftir næstum þrjátíu ára rekstur. Fastagestir kaffihússins eru sorgmæddir vegna málsins en rekstaraðilar leita nú logandi ljósi að nýju húsnæði. Kjallarahúsnæðið sem hýst hefur Tíu dropa í gegnum tíðina var selt fyrir nokkrum vikum og var sögðu nýir eigendur leigusamningi kaffihússins upp. Starfseminni verður því hætt 13 júlí. Arnar Þór Gíslason eigandi Tíu dropa segir tjónið vissulega fjárhagslegt en aðallega sé það tilfinningalegt. „Við erum búin að gera þetta þannig að þér á að líða eins og heima hjá ömmu. Og umfram það að veita þessa þjónustu sem er ekkert veitt hvar sem er í dag, að vera með pönnukökur og vöfflur og að hingað geti börn komið að spila með ömmum sínum og annað slíkt,“ segir hann. Arnar segir að margt hafi verið gert til að ná samkomulagi við húseiganda um áframhaldandi leigu húsnæðisins en að það hafi ekki borið árangur. „Þessi staður þarf ákveðið sjarmerandi húsnæði til að vera í. Við getum ekki verið til dæmis í nýju. En við erum byrjaðir að leita og ef það er einhver húseigandi þarna úti sem að vill hýsa okkur þá má hann endilega hafa samband,“ segir hann. „Þetta er mjög sorglegt og leiðinlegt. Það er stór hópur fastakúnna sem koma hérna daglega. Þetta er leiðinlegt fyrir alla held ég, og miðbæinn,“ segir Ingimar Böðvarsson sem hefur verið fastagestur á Tíu dropum undanfarin ár en fréttastofa ræddi við nokkra gesti kaffihússins í dag eins og sjá má í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Kaffihúsið Tíu dropar mun í júlí hætta starfsemi á Laugavegi eftir næstum þrjátíu ára rekstur. Fastagestir kaffihússins eru sorgmæddir vegna málsins en rekstaraðilar leita nú logandi ljósi að nýju húsnæði. Kjallarahúsnæðið sem hýst hefur Tíu dropa í gegnum tíðina var selt fyrir nokkrum vikum og var sögðu nýir eigendur leigusamningi kaffihússins upp. Starfseminni verður því hætt 13 júlí. Arnar Þór Gíslason eigandi Tíu dropa segir tjónið vissulega fjárhagslegt en aðallega sé það tilfinningalegt. „Við erum búin að gera þetta þannig að þér á að líða eins og heima hjá ömmu. Og umfram það að veita þessa þjónustu sem er ekkert veitt hvar sem er í dag, að vera með pönnukökur og vöfflur og að hingað geti börn komið að spila með ömmum sínum og annað slíkt,“ segir hann. Arnar segir að margt hafi verið gert til að ná samkomulagi við húseiganda um áframhaldandi leigu húsnæðisins en að það hafi ekki borið árangur. „Þessi staður þarf ákveðið sjarmerandi húsnæði til að vera í. Við getum ekki verið til dæmis í nýju. En við erum byrjaðir að leita og ef það er einhver húseigandi þarna úti sem að vill hýsa okkur þá má hann endilega hafa samband,“ segir hann. „Þetta er mjög sorglegt og leiðinlegt. Það er stór hópur fastakúnna sem koma hérna daglega. Þetta er leiðinlegt fyrir alla held ég, og miðbæinn,“ segir Ingimar Böðvarsson sem hefur verið fastagestur á Tíu dropum undanfarin ár en fréttastofa ræddi við nokkra gesti kaffihússins í dag eins og sjá má í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira