„Spes að þessir karlar vantreysti nýju kynslóðinni“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 19. maí 2016 16:24 Andri telur að nútíma tækni, ferðaþjónusta og ný viðhorf í sambandi við matvæla framleiðslu og annað verði til þess að lyfta landsbyggðinni upp. Vísir/Valli Forsetaframbjóðandinn Andri Snær Magnason mætti í morgun í útvarpsþáttinn Brennsluna á FM957 og svaraði spurningum Kjartans Atla og Hjörvars Hafliða þáttastjórnenda. Þar tjáði hann sig meðal annars um mótframbjóðanda sinn Davíð Oddson og Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands. „Mér finnst spes þegar þessir karlar fóru að vantreysta nýju kynslóðinni,“ svaraði Andri aðspurður um hvað honum hefði fundist um framboð Davíðs og þá ákvörðun Ólafs á sínum tíma að bjóða sig fram aftur. „Þetta er eins og þjóðin sé fjölskyldufyrirtæki sem þeir gátu ekki hugsað sér að afhenda áfram. Það kom á óvart hvað þessi öfl voru ótilbúin að treysta næstu kynslóð.“Áherslur Andra og Davíðs andstæðurÞegar Andri var beðinn um að máta sínar áherslur við aðra frambjóðendur sagði hann; „Það sem Davíð stendur fyrir er í raun og veru andstæða þess sem ég hef staðið fyrir í gegnum tíðina.“ Þar átti Andri eflaust við áherslur sínar í náttúruvernd en Andri Snær hefur verið mótfallinn stórvirkjunum á landsbyggðinni. Aðspurður um hvort hann hefði fengið landsbyggðina upp á móti sér með því að andmæla stórvirkjunum svaraði forsetaframbjóðandinn; „Í raun fjallar Draumalandið allt um landsbyggðina. Ég tel og taldi þegar ég var að skrifa þá bók að það væri einmitt landsbyggðin sem væri að fara í gegnum verstu dýfuna. Ég tel að nútíma tækni, ferðaþjónusta og ný viðhorf í sambandi við matvæla framleiðslu og annað væri að fara lyfta henni upp. Mér fannst sorglegt að tímabundin dýfa og samfélags breyting myndi í rauninni valda því að fólk í örvæntingu myndi fórna sínu öllu sínu baklandi. Sínum fossum og sínum öræfum. Ég taldi ekki að þessi atvinnustefna væri til langs tíma, næstu 20 – 30 árin, það sem myndi ráða úrslitum um landsbyggðina. Það að sjá bæinn sinn deyja er alveg jafn sorglegt og að sjá uppáhalds fossinn sinn hverfa. Ég skil þær tilfinningar og tók vissulega áhættu þegar ég steig inn í þessa umræðu.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Andri Snær hlaut frönsk rithöfundaverðlaun Verðlaunin voru í flokki vísindaskáldsagna. 15. maí 2016 17:06 Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02 Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Guðni Th. Jóhannesson yrði næsti forseti Íslands ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fréttastofu 365. Davíð Oddsson hefur tæplega 14 prósent fylgi. 11. maí 2016 05:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Andri Snær Magnason mætti í morgun í útvarpsþáttinn Brennsluna á FM957 og svaraði spurningum Kjartans Atla og Hjörvars Hafliða þáttastjórnenda. Þar tjáði hann sig meðal annars um mótframbjóðanda sinn Davíð Oddson og Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands. „Mér finnst spes þegar þessir karlar fóru að vantreysta nýju kynslóðinni,“ svaraði Andri aðspurður um hvað honum hefði fundist um framboð Davíðs og þá ákvörðun Ólafs á sínum tíma að bjóða sig fram aftur. „Þetta er eins og þjóðin sé fjölskyldufyrirtæki sem þeir gátu ekki hugsað sér að afhenda áfram. Það kom á óvart hvað þessi öfl voru ótilbúin að treysta næstu kynslóð.“Áherslur Andra og Davíðs andstæðurÞegar Andri var beðinn um að máta sínar áherslur við aðra frambjóðendur sagði hann; „Það sem Davíð stendur fyrir er í raun og veru andstæða þess sem ég hef staðið fyrir í gegnum tíðina.“ Þar átti Andri eflaust við áherslur sínar í náttúruvernd en Andri Snær hefur verið mótfallinn stórvirkjunum á landsbyggðinni. Aðspurður um hvort hann hefði fengið landsbyggðina upp á móti sér með því að andmæla stórvirkjunum svaraði forsetaframbjóðandinn; „Í raun fjallar Draumalandið allt um landsbyggðina. Ég tel og taldi þegar ég var að skrifa þá bók að það væri einmitt landsbyggðin sem væri að fara í gegnum verstu dýfuna. Ég tel að nútíma tækni, ferðaþjónusta og ný viðhorf í sambandi við matvæla framleiðslu og annað væri að fara lyfta henni upp. Mér fannst sorglegt að tímabundin dýfa og samfélags breyting myndi í rauninni valda því að fólk í örvæntingu myndi fórna sínu öllu sínu baklandi. Sínum fossum og sínum öræfum. Ég taldi ekki að þessi atvinnustefna væri til langs tíma, næstu 20 – 30 árin, það sem myndi ráða úrslitum um landsbyggðina. Það að sjá bæinn sinn deyja er alveg jafn sorglegt og að sjá uppáhalds fossinn sinn hverfa. Ég skil þær tilfinningar og tók vissulega áhættu þegar ég steig inn í þessa umræðu.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Andri Snær hlaut frönsk rithöfundaverðlaun Verðlaunin voru í flokki vísindaskáldsagna. 15. maí 2016 17:06 Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02 Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Guðni Th. Jóhannesson yrði næsti forseti Íslands ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fréttastofu 365. Davíð Oddsson hefur tæplega 14 prósent fylgi. 11. maí 2016 05:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Andri Snær hlaut frönsk rithöfundaverðlaun Verðlaunin voru í flokki vísindaskáldsagna. 15. maí 2016 17:06
Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02
Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Guðni Th. Jóhannesson yrði næsti forseti Íslands ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fréttastofu 365. Davíð Oddsson hefur tæplega 14 prósent fylgi. 11. maí 2016 05:00