Árni Páll segir að Samfylkingin verði að nesta næsta formann vel Heimir Már Pétursson skrifar 1. maí 2016 19:00 Formaður Samfylkingarinnar segir það grundvallaratriði að endurnýja samstarf flokksins við verkalýðshreyfinguna og efla það fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi farið flatt á því í síðustu kosningum að hafa verkalýðshreyfinguna ekki í liði með sér. Hver sá sem leiði Samfylkinguna að loknu formannskjöri verði að hafa þetta að leiðarljósi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar og Rannveig Guðmundsdóttir fyrrverandi þingflokksmaður hennar voru gestir á Sprengisandi Bylgjunnar í morgun þar sem rætt var um sterk tengsl vinstriflokka við verkalýðshreyfinguna undanfarna öld. Árni Páll segir það hafa verið mistök að láta þetta samband rofna undir lok síðasta kjörtímabils. „Við fundum rosalega mikið fyrir því í síðustu kosningum til dæmis að við höfðum ekki verkalýðshreyfinguna með okkur. Sem við höfum alltaf haft fram að því. Það er grundvallaratriði fyrir okur að fá hana til baka. Þess vegna verðum við líka að segja alveg skýrt að við munum vinna með verkalýðshreyfingunni í framtíðinni og við viljum stilla upp sameiginlegum áherslumálum með verkalýðshreyfingunni,“ segir Árni Páll. Flokkurinn hafi orðið fyrir áfalli í síðustu kosningum og landsfundur hans í fyrra hafi skaðað flokkinn. Fram undan séu hins vegar miklir breytingatímar og þar hafi Samfylkingin hlutverki að gegna á miðju stjórnmálanna. „Við erum breytingaflokkurinn. Við erum með hugmyndir um hvernig á að breyta. Þess vegna hef ég líka verið að gangast fyrir því, sem ég ég veit alveg að sumum félögum mínum finnst ekkert allt of þægilegt, þegar ég segi að við verðum að horfast í augu við það að við gerðum líka mistök. Vegna þess að umbótaflokkur fær aldrei traust á nýjan leik nema hann útskýri af hverju hann náði ekki málum í gegn áður,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Kosningar fara að óbreyttu fram eftir sex mánuði og í millitíðinni heldur Samfylkingin landsfund og boðar til formannskjörs þar sem fjórir aðrir bjóða sig fram ásamt Árna Páli. Hann segist sjálfur hafa verið í óbærilegri stöðu með veiklað umboð frá síðasta landsfundi. Flokkurinn geti ekki nestað formann sinn með þeim hætti og hljóti að læra af reynslunni. „Og við verðum öll að sameinast um það að flokkurinn standi einhuga að baki þeim formanni sem stendur eftir sem sigurvegari nú. Ég held að það sé grundvallaratriði til að Samfylkingin sýni þjóðinni að hún sé mætt til leiks og ætli að sinna því að þjóna þjóðinni en ekki gleyma sér í einhverri togstreitu innanhúss,“ segir Árni Páll Árnason. Alþingi Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir það grundvallaratriði að endurnýja samstarf flokksins við verkalýðshreyfinguna og efla það fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi farið flatt á því í síðustu kosningum að hafa verkalýðshreyfinguna ekki í liði með sér. Hver sá sem leiði Samfylkinguna að loknu formannskjöri verði að hafa þetta að leiðarljósi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar og Rannveig Guðmundsdóttir fyrrverandi þingflokksmaður hennar voru gestir á Sprengisandi Bylgjunnar í morgun þar sem rætt var um sterk tengsl vinstriflokka við verkalýðshreyfinguna undanfarna öld. Árni Páll segir það hafa verið mistök að láta þetta samband rofna undir lok síðasta kjörtímabils. „Við fundum rosalega mikið fyrir því í síðustu kosningum til dæmis að við höfðum ekki verkalýðshreyfinguna með okkur. Sem við höfum alltaf haft fram að því. Það er grundvallaratriði fyrir okur að fá hana til baka. Þess vegna verðum við líka að segja alveg skýrt að við munum vinna með verkalýðshreyfingunni í framtíðinni og við viljum stilla upp sameiginlegum áherslumálum með verkalýðshreyfingunni,“ segir Árni Páll. Flokkurinn hafi orðið fyrir áfalli í síðustu kosningum og landsfundur hans í fyrra hafi skaðað flokkinn. Fram undan séu hins vegar miklir breytingatímar og þar hafi Samfylkingin hlutverki að gegna á miðju stjórnmálanna. „Við erum breytingaflokkurinn. Við erum með hugmyndir um hvernig á að breyta. Þess vegna hef ég líka verið að gangast fyrir því, sem ég ég veit alveg að sumum félögum mínum finnst ekkert allt of þægilegt, þegar ég segi að við verðum að horfast í augu við það að við gerðum líka mistök. Vegna þess að umbótaflokkur fær aldrei traust á nýjan leik nema hann útskýri af hverju hann náði ekki málum í gegn áður,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Kosningar fara að óbreyttu fram eftir sex mánuði og í millitíðinni heldur Samfylkingin landsfund og boðar til formannskjörs þar sem fjórir aðrir bjóða sig fram ásamt Árna Páli. Hann segist sjálfur hafa verið í óbærilegri stöðu með veiklað umboð frá síðasta landsfundi. Flokkurinn geti ekki nestað formann sinn með þeim hætti og hljóti að læra af reynslunni. „Og við verðum öll að sameinast um það að flokkurinn standi einhuga að baki þeim formanni sem stendur eftir sem sigurvegari nú. Ég held að það sé grundvallaratriði til að Samfylkingin sýni þjóðinni að hún sé mætt til leiks og ætli að sinna því að þjóna þjóðinni en ekki gleyma sér í einhverri togstreitu innanhúss,“ segir Árni Páll Árnason.
Alþingi Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira