Samkvæmt nýrri könnun Maskínu vilja tæplega 46 prósent Íslendinga sjá Ólaf Ragnar Grímsson sitja áfram í embætti, en fjórðungur vill Guðna.
Guðni segist nánast hafa verið búinn að taka ákvörðun um að bjóða sig fram á sunnudeginum áður en að Ólafur Ragnar tilkynnti um að hann myndi sækjast eftir endurkjöri. Guðni segir að við ákvörðun forseta hafi aðstæður breyst verulega.
Guðni hefur jafnframt sagst hafa fundið fyrir miklum stuðningi á undanförnum vikum og fengið fjölda af áskorunum um að fara fram, bæði frá vinum og vandamönnum, en einnig frá ókunnugu fólki.