Fólkið á bak við Grétu: Fjöllistamaðurinn Jonathan Duffy Laufey Helga Guðmundsdóttir skrifar 2. maí 2016 12:30 Flosi Jón Ófeigsson ræddi við Duffy Flosi Jón Ófeigsson settist niður með Jonathan Duffy leikara og grínasta með meiru til að ræða aðkomu hans að Eurovision atriði Íslendinga í ár. Jonathan er frá Melbourne í Ástralíu en rak á fjörur Íslands í september á síðasta ári. Hann kynntist Páli Óskari og vann myndbandið við lagið Gegnum dimman dal fyrir hann ásamt Ólöfu Erlu, grafískum hönnuði sem einnig er í Grétuteyminum í ár. Gréta Salóme leist svo vel á myndbandið að hún hafði strax samband við Jonathan. Þar með voru þeirra Eurovision-örlög ráðin! Nú eitt verkefni leiddi af öðru og nú er Jonathan t.d. með grínísta show með Hugleiki Dagssyni og kabarettsýningu með Heru Björk (sem verður einmitt frumsýnd í Stokkhólmi eftir viku!). Það má því segja að Jonathan hafi á þessum stutta tíma sínum hér á landi unnið með þremur Eurovision dívum – geri aðrir betur! En áfram með Eurovision-smjörið! Jonathan fór með Gretu Salóme til Amsterdam og London þar sem hún kom fram á Eurovision kynningartónleikum. Þar gafst honum tækifæri til að sjá mörg lög live og hitta keppendur. Hann gjörsamlega elskar Kaliopi frá Makedóníu (hún lyktar eins og draumar að hans sögn) og Amir frá Frakklandi (Mr. McDreamy í okkar huga). Jonathan er mjög ánægður með samvinnuna að Hear them calling verkefninu – þetta var mikil teymisvinna með Ásgeiri Helga, Gretu og Ólöfu Erlu (sem að hans mati er besti grafíski hönnuðurinn á Íslandi). Á dagskránni eftir þetta Eurovision ævintýri er t.d. sýning í Ástralíu í desember auk þess sem Jonathan undirbýr trílógíugrínistashow sem verður sett upp í Iðnó og byggist á lífi hans sem húsmóðir þar sem hann þvældist milli smábæja í Ástralíu með lækninum eiginmanni sínum í 10 ár. En nú er nóg komið af rausi – heyrum nú viðtalið!Fréttin birtist fyrst á heimasíðu Félags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES. Vísir fjallar um Eurovision í Stokkhólmi í samvinnu með FÁSES. Eurovision Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
Flosi Jón Ófeigsson settist niður með Jonathan Duffy leikara og grínasta með meiru til að ræða aðkomu hans að Eurovision atriði Íslendinga í ár. Jonathan er frá Melbourne í Ástralíu en rak á fjörur Íslands í september á síðasta ári. Hann kynntist Páli Óskari og vann myndbandið við lagið Gegnum dimman dal fyrir hann ásamt Ólöfu Erlu, grafískum hönnuði sem einnig er í Grétuteyminum í ár. Gréta Salóme leist svo vel á myndbandið að hún hafði strax samband við Jonathan. Þar með voru þeirra Eurovision-örlög ráðin! Nú eitt verkefni leiddi af öðru og nú er Jonathan t.d. með grínísta show með Hugleiki Dagssyni og kabarettsýningu með Heru Björk (sem verður einmitt frumsýnd í Stokkhólmi eftir viku!). Það má því segja að Jonathan hafi á þessum stutta tíma sínum hér á landi unnið með þremur Eurovision dívum – geri aðrir betur! En áfram með Eurovision-smjörið! Jonathan fór með Gretu Salóme til Amsterdam og London þar sem hún kom fram á Eurovision kynningartónleikum. Þar gafst honum tækifæri til að sjá mörg lög live og hitta keppendur. Hann gjörsamlega elskar Kaliopi frá Makedóníu (hún lyktar eins og draumar að hans sögn) og Amir frá Frakklandi (Mr. McDreamy í okkar huga). Jonathan er mjög ánægður með samvinnuna að Hear them calling verkefninu – þetta var mikil teymisvinna með Ásgeiri Helga, Gretu og Ólöfu Erlu (sem að hans mati er besti grafíski hönnuðurinn á Íslandi). Á dagskránni eftir þetta Eurovision ævintýri er t.d. sýning í Ástralíu í desember auk þess sem Jonathan undirbýr trílógíugrínistashow sem verður sett upp í Iðnó og byggist á lífi hans sem húsmóðir þar sem hann þvældist milli smábæja í Ástralíu með lækninum eiginmanni sínum í 10 ár. En nú er nóg komið af rausi – heyrum nú viðtalið!Fréttin birtist fyrst á heimasíðu Félags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES. Vísir fjallar um Eurovision í Stokkhólmi í samvinnu með FÁSES.
Eurovision Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira