Viðar: Fólk með skítkast þegar sóknarmenn skora ekki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. maí 2016 13:45 Viðar Örn Kjartansson. Vísir/Vilhelm Viðar Örn Kjartansson breyttist úr skúrki í hetju á augabragði þegar hann skoraði þrennu í 3-0 sigri Malmö á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. Viðar Örn kom til Malmö í janúar frá Jiangsu frá Kína og voru miklar væntingar bundnar við hann. Honum gekk vel að skora á undirbúningstímabilinu en svo þegar tímabilið hófst þá létu mörkin bíða eftir sér. Selfyssingurinn skoraði ekki í fyrstu fimm deildarleikjum sínum með Malmö þar til að það kom að leiknum gegn Häcken um helgina. „Maður má ekki missa trúna. Ég hafði ekki skorað í fimm leikjum og það hefur ekki gerst hjá mér í langan tíma. Þetta hefur verið erfitt en maður verður að hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Viðar Örn. Sjá einnig: Viðar Örn hakkaði í sig Häcken Stuðningsmenn Malmö voru búnir að vera duglegir að gagnrýna hann en þeir stóðu á fætur og klöppuðu honum lof í lófa þegar Viðari erni var skipt af velli um helgina. „Það var frábært að skora þrjú mörk. Pressan á mér hefur verið mikil,“ sagði Viðar en hvað með stuðningsmennina sem snerust svo skyndilega honum á band? „Svona er þetta bara. Maður verður bara að hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Viðar og bætti við að sjálfstraustið hefði minnkað aðeins í markaþurrðinni. „Ég missti sjálfstraustið aðeins í vítateignum og var orðinn svolítið stressaður. En það gerist þegar maður skorar ekki í fimm leikjum í röð.“ Malmö og Häcken mætast aftur strax á fimmtudag, þá í úrslitaleik sænsku bikarkeppninnar. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Viðar Örn og Kári í úrslit | Jón Daði spilaði í tapi Viðar Örn Kjartansson, Kári Árnason og félagar þeirra í Malmö eru komnir í úrslitaleikinn í sænska bikarnum eftir 3-2 sigur á Kalmar FF. 19. mars 2016 14:18 Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Landsliðsframherjinn talaði við Kára Árnason áður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö. 27. janúar 2016 15:00 Viðar Örn hakkaði í sig Häcken Viðar Örn Kjartansson átti frábæran leik með Malmö í dag í heimasigri á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og Rúnar Már Sigurjónsson tryggði Sundsvall stig. 1. maí 2016 17:28 Púðurkerling sprakk við fætur leikmanns sem kastaði hornfánanum upp í stúku Sænskir knattspyrnuáhorfendur urðu sér enn á ný til skammar í kvöld þegar flauta þurfti af Íslendingaslag IKF Gautaborgar og Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta vegna ólæta áhorfenda. 27. apríl 2016 19:37 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson breyttist úr skúrki í hetju á augabragði þegar hann skoraði þrennu í 3-0 sigri Malmö á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. Viðar Örn kom til Malmö í janúar frá Jiangsu frá Kína og voru miklar væntingar bundnar við hann. Honum gekk vel að skora á undirbúningstímabilinu en svo þegar tímabilið hófst þá létu mörkin bíða eftir sér. Selfyssingurinn skoraði ekki í fyrstu fimm deildarleikjum sínum með Malmö þar til að það kom að leiknum gegn Häcken um helgina. „Maður má ekki missa trúna. Ég hafði ekki skorað í fimm leikjum og það hefur ekki gerst hjá mér í langan tíma. Þetta hefur verið erfitt en maður verður að hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Viðar Örn. Sjá einnig: Viðar Örn hakkaði í sig Häcken Stuðningsmenn Malmö voru búnir að vera duglegir að gagnrýna hann en þeir stóðu á fætur og klöppuðu honum lof í lófa þegar Viðari erni var skipt af velli um helgina. „Það var frábært að skora þrjú mörk. Pressan á mér hefur verið mikil,“ sagði Viðar en hvað með stuðningsmennina sem snerust svo skyndilega honum á band? „Svona er þetta bara. Maður verður bara að hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Viðar og bætti við að sjálfstraustið hefði minnkað aðeins í markaþurrðinni. „Ég missti sjálfstraustið aðeins í vítateignum og var orðinn svolítið stressaður. En það gerist þegar maður skorar ekki í fimm leikjum í röð.“ Malmö og Häcken mætast aftur strax á fimmtudag, þá í úrslitaleik sænsku bikarkeppninnar.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Viðar Örn og Kári í úrslit | Jón Daði spilaði í tapi Viðar Örn Kjartansson, Kári Árnason og félagar þeirra í Malmö eru komnir í úrslitaleikinn í sænska bikarnum eftir 3-2 sigur á Kalmar FF. 19. mars 2016 14:18 Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Landsliðsframherjinn talaði við Kára Árnason áður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö. 27. janúar 2016 15:00 Viðar Örn hakkaði í sig Häcken Viðar Örn Kjartansson átti frábæran leik með Malmö í dag í heimasigri á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og Rúnar Már Sigurjónsson tryggði Sundsvall stig. 1. maí 2016 17:28 Púðurkerling sprakk við fætur leikmanns sem kastaði hornfánanum upp í stúku Sænskir knattspyrnuáhorfendur urðu sér enn á ný til skammar í kvöld þegar flauta þurfti af Íslendingaslag IKF Gautaborgar og Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta vegna ólæta áhorfenda. 27. apríl 2016 19:37 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Sjá meira
Viðar Örn og Kári í úrslit | Jón Daði spilaði í tapi Viðar Örn Kjartansson, Kári Árnason og félagar þeirra í Malmö eru komnir í úrslitaleikinn í sænska bikarnum eftir 3-2 sigur á Kalmar FF. 19. mars 2016 14:18
Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Landsliðsframherjinn talaði við Kára Árnason áður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö. 27. janúar 2016 15:00
Viðar Örn hakkaði í sig Häcken Viðar Örn Kjartansson átti frábæran leik með Malmö í dag í heimasigri á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og Rúnar Már Sigurjónsson tryggði Sundsvall stig. 1. maí 2016 17:28
Púðurkerling sprakk við fætur leikmanns sem kastaði hornfánanum upp í stúku Sænskir knattspyrnuáhorfendur urðu sér enn á ný til skammar í kvöld þegar flauta þurfti af Íslendingaslag IKF Gautaborgar og Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta vegna ólæta áhorfenda. 27. apríl 2016 19:37