Grein Hannesar: Fyrirboði forsetaframboðs eða endurreisn Davíðs? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2016 11:48 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir sérstakt að ritstjóri dagblaðs birti ítarlega „lofgjörð um sjálfan sig með hetjumyndum með erlendum þjóðarleiðtogum.“ Þetta kom fram í máli hans í Eyjunni á Stöð 2 í gær þar sem hann sat fyrir svörum ásamt kollega sínum Stefaníu Óskarsdóttur.Eins og fram hefur komið var ítarleg úttekt á áhrifum Davíðs Oddsonar á íslenskt samfélag í tveggja opnu skoðunargrein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Morgunblaðinu á laugardag. „Ekki að ég þekki alla fjölmiðla veraldar en ég veit ekki um dæmi þessa annars staðar. Það finnst mér í sjálfu sér áhugavert,“ segir Eiríkur. Hann er þó þeirrar skoðunar að Davíð sé merkur stjórnmálamaður í Íslandssögunni.„Hann var forsætisráðherra yfir langa tíð og mjög afgerandi sem slíkur. Kannski á sinni tíð einn öflugasti forsætisráðherra sem við höfum haft.“Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Landslagið breytt eftir framboð Ólafs RagnarsDavíð tók við starfi Seðlabankastjóra að loknum stjórnmálaferli sínum. Eftir fall bankanna var lögum breytt af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem gerðu að verkum að starf Davíðs í bankanum yrði lagt niður. Davíð hætti störfum í febrúar 2009 áður en lögin komu til atkvæðagreiðslu á Alþingi.„Hans ferill endaði ekki með þeim hætti sem hann, Hannes og hans menn hefðu viljað. Þetta er einhvers konar viðleitni til að endurreisa hans stöðu í þjóðfélaginu,“ segir Eiríkur.Veltu Eiríkur og Stefanía fyrir sér hvort greinin tengdist mögulegu framboði Davíðs til forseta Íslands sem mikið hefur verið slúðrað um. Yrði Davíð forseti hefði hann náð einstakri þrennu: borgarstjóri í Reykjavík, forsætisráðherra og forseti Íslands. Stefanía telur hins vegar ekki von á framboði frá Davíð úr þessu.„Ég veit til þess að Davíð Oddsson var að spá í framboð. Vinir og vandamenn, sem tengjast honum, hafa ýjað að því að hann var að hugsa málið. Landslagið hefur breyst það mikið eftir að Ólafur Ragnar tilkynnti sitt framboð að það er ekki á vísan að róa fyrir Davíð.“ Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir #segirHannes fer á flug: Davíð fann upp fótboltann, stafrófsröðina og "glætan!“ Skoðunargrein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á ritstjóra Morgunblaðsins, sem birtist í Morgunblaðinu, hefur vakið mikla athygli. 1. maí 2016 12:09 „Bara á Íslandi!“: Söguskoðun Hannesar Hólmsteins fær falleinkunn á Facebook Margir hafa furðað sig á lofgjörð stjórnmálafræðiprófessorsins í Morgunblaðinu í dag um sjálfan ritstjóra blaðsins, Davíð Oddsson. Fínt innlegg í kosningabaráttu segir Egill Helgason. 30. apríl 2016 15:14 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir sérstakt að ritstjóri dagblaðs birti ítarlega „lofgjörð um sjálfan sig með hetjumyndum með erlendum þjóðarleiðtogum.“ Þetta kom fram í máli hans í Eyjunni á Stöð 2 í gær þar sem hann sat fyrir svörum ásamt kollega sínum Stefaníu Óskarsdóttur.Eins og fram hefur komið var ítarleg úttekt á áhrifum Davíðs Oddsonar á íslenskt samfélag í tveggja opnu skoðunargrein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Morgunblaðinu á laugardag. „Ekki að ég þekki alla fjölmiðla veraldar en ég veit ekki um dæmi þessa annars staðar. Það finnst mér í sjálfu sér áhugavert,“ segir Eiríkur. Hann er þó þeirrar skoðunar að Davíð sé merkur stjórnmálamaður í Íslandssögunni.„Hann var forsætisráðherra yfir langa tíð og mjög afgerandi sem slíkur. Kannski á sinni tíð einn öflugasti forsætisráðherra sem við höfum haft.“Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Landslagið breytt eftir framboð Ólafs RagnarsDavíð tók við starfi Seðlabankastjóra að loknum stjórnmálaferli sínum. Eftir fall bankanna var lögum breytt af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem gerðu að verkum að starf Davíðs í bankanum yrði lagt niður. Davíð hætti störfum í febrúar 2009 áður en lögin komu til atkvæðagreiðslu á Alþingi.„Hans ferill endaði ekki með þeim hætti sem hann, Hannes og hans menn hefðu viljað. Þetta er einhvers konar viðleitni til að endurreisa hans stöðu í þjóðfélaginu,“ segir Eiríkur.Veltu Eiríkur og Stefanía fyrir sér hvort greinin tengdist mögulegu framboði Davíðs til forseta Íslands sem mikið hefur verið slúðrað um. Yrði Davíð forseti hefði hann náð einstakri þrennu: borgarstjóri í Reykjavík, forsætisráðherra og forseti Íslands. Stefanía telur hins vegar ekki von á framboði frá Davíð úr þessu.„Ég veit til þess að Davíð Oddsson var að spá í framboð. Vinir og vandamenn, sem tengjast honum, hafa ýjað að því að hann var að hugsa málið. Landslagið hefur breyst það mikið eftir að Ólafur Ragnar tilkynnti sitt framboð að það er ekki á vísan að róa fyrir Davíð.“
Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir #segirHannes fer á flug: Davíð fann upp fótboltann, stafrófsröðina og "glætan!“ Skoðunargrein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á ritstjóra Morgunblaðsins, sem birtist í Morgunblaðinu, hefur vakið mikla athygli. 1. maí 2016 12:09 „Bara á Íslandi!“: Söguskoðun Hannesar Hólmsteins fær falleinkunn á Facebook Margir hafa furðað sig á lofgjörð stjórnmálafræðiprófessorsins í Morgunblaðinu í dag um sjálfan ritstjóra blaðsins, Davíð Oddsson. Fínt innlegg í kosningabaráttu segir Egill Helgason. 30. apríl 2016 15:14 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
#segirHannes fer á flug: Davíð fann upp fótboltann, stafrófsröðina og "glætan!“ Skoðunargrein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á ritstjóra Morgunblaðsins, sem birtist í Morgunblaðinu, hefur vakið mikla athygli. 1. maí 2016 12:09
„Bara á Íslandi!“: Söguskoðun Hannesar Hólmsteins fær falleinkunn á Facebook Margir hafa furðað sig á lofgjörð stjórnmálafræðiprófessorsins í Morgunblaðinu í dag um sjálfan ritstjóra blaðsins, Davíð Oddsson. Fínt innlegg í kosningabaráttu segir Egill Helgason. 30. apríl 2016 15:14