Valur þarf að fara í naflaskoðun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. maí 2016 06:30 Það er komið að ögurstundu fyrir Val og Aftureldingu í Olísdeild karla en þessi lið mætast í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Sigurvegari rimmunnar mætir ríkjandi Íslands- og deildarmeisturum Haukum í lokaúrslitunum. Valur hafnaði í öðru sæti Olísdeildarinnar í vor og fær því að spila oddaleikinn á sínum heimavelli. Valsmenn fengu hins vegar þungan skell í síðasta leik er þeir töpuðu fyrir Mosfellingum með þrettán marka mun, 29-16. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, er búinn að skoða leikinn vel og niðurstaðan er einföld að hans sögn. „Það er eiginlega allt sem var lélegt hjá okkur á meðan þeir voru öflugir. Það er mikil breyting frá fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu sem gáfu líklega betri mynd af liðunum,“ segir Óskar Bjarni. „Við náðum aldrei að svara fyrir okkur í leiknum. Nú reynir á strákana – að þeir sýni úr hverju þeir eru gerðir og að þeir svari fyrir sig á réttan hátt í þessum leik.“ Hann segir leikmenn sína vitanlega hafa verið svekktir yfir niðurstöðunni og frammistöðunni í leiknum. „Menn eru fúlir og skammast sín. En svo þarf að vinna í því að koma mönnum aftur upp á tærnar og hrista aðeins upp í mannskapnum. Við þurfum að gæta okkur að hugsa um hvernig við ætlum að spila og gera réttu hlutina,“ segir Óskar Bjarni en bætir við að úrslitakeppnin vilji stundum vera óútreiknanlegt. „En það þýðir samt ekki að maður eigi einfaldlega að sætta sig við svona frammistöðu,“ bætir þjálfarinn við.Ákall til Valsmanna Nokkur umræða hefur skapast um þann stuðning sem liðin hafa fengið og hefur hann verið mismikill. Stuðningsmannahópar ÍBV og Aftureldingar hafa verið afar áberandi og þá hafa Haukar bætt í eftir því sem nær líður vori. Valsmenn hafa dregist aftur úr í þessum efnum og það viðurkennir Óskar Bjarni fúslega. „Þeir mættu vera aðeins fleiri frá okkur. En þeir sem koma eru mjög duglegir og láta mikið í sér heyra. Mér fannst ég til dæmis heyra meira í okkar fáu Valsmönnum á leik tvö gegn Aftureldingu en þeim fjölmörgu Mosfellingum sem voru á leiknum,“ segir Óskar Bjarni. „Þetta er ákall til Valsmanna. Ef þeir vilja að við komumst í úrslitin þá verða þeir að fjölmenna á leikinn og styðja okkur. Oft hefur maður það á tilfinningunni að mönnum þyki sjálfgefið að vinna oddaleik í fimm leikja seríu. Svo er spurning hvort einhver nenni að koma eftir þessa hörmung á laugardaginn,“ segir Óskar Bjarni en hann hrósar þeim hópi harðkjarna stuðningsmanna Vals sem fylgir liðinu allt frá Reykjavíkurmóti fram í lokaúrslitin. „Það eru okkar menn. En auðvitað vildum við að þeir væru fleiri í þeim hópi. Það er augljóst að það þarf að gera átak í þeim málum.“ Óskar Bjarni nefnir sem dæmi að Valur varð bikarmeistari eftir vel heppnaða úrslitahelgi í Laugardalshöllinni. „Svo voru fjórtán manns í stúkunni í næsta leik í deildinni. Stundum verður maður að sýna stuðninginn í verki líka,“ segir hann.Ekki múkk úr stúkunni Óskar Bjarni vill að meira verði gert til að búa til öflugan kjarna af „gallhörðum“ stuðningsmönnum og nefnir til að mynda hvernig stemningin var á leik Vals og Fjölnis í Pepsi-deild karla á sunnudagskvöldið. „Það var ágætlega mætt en það heyrðist ekki múkk úr stúkunni. Þetta er áhyggjuefni og félagið þarf að fara í naflaskoðun. Allir þurfa að róa í sömu átt og vekja áhuga á félaginu – leikmenn, stjórnarmenn og líka hinn almenni Valsari. Allir gerum við kröfu um að Valur sé í fremstu röð og þá þarf að vinna vel í þessum málum. Þetta er áhyggjuefni miðað við núverandi stöðu mála.“ Leikur Vals og Aftureldingar hefst klukkan 19.30 í Valshöllinni. Olís-deild karla Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Það er komið að ögurstundu fyrir Val og Aftureldingu í Olísdeild karla en þessi lið mætast í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Sigurvegari rimmunnar mætir ríkjandi Íslands- og deildarmeisturum Haukum í lokaúrslitunum. Valur hafnaði í öðru sæti Olísdeildarinnar í vor og fær því að spila oddaleikinn á sínum heimavelli. Valsmenn fengu hins vegar þungan skell í síðasta leik er þeir töpuðu fyrir Mosfellingum með þrettán marka mun, 29-16. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, er búinn að skoða leikinn vel og niðurstaðan er einföld að hans sögn. „Það er eiginlega allt sem var lélegt hjá okkur á meðan þeir voru öflugir. Það er mikil breyting frá fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu sem gáfu líklega betri mynd af liðunum,“ segir Óskar Bjarni. „Við náðum aldrei að svara fyrir okkur í leiknum. Nú reynir á strákana – að þeir sýni úr hverju þeir eru gerðir og að þeir svari fyrir sig á réttan hátt í þessum leik.“ Hann segir leikmenn sína vitanlega hafa verið svekktir yfir niðurstöðunni og frammistöðunni í leiknum. „Menn eru fúlir og skammast sín. En svo þarf að vinna í því að koma mönnum aftur upp á tærnar og hrista aðeins upp í mannskapnum. Við þurfum að gæta okkur að hugsa um hvernig við ætlum að spila og gera réttu hlutina,“ segir Óskar Bjarni en bætir við að úrslitakeppnin vilji stundum vera óútreiknanlegt. „En það þýðir samt ekki að maður eigi einfaldlega að sætta sig við svona frammistöðu,“ bætir þjálfarinn við.Ákall til Valsmanna Nokkur umræða hefur skapast um þann stuðning sem liðin hafa fengið og hefur hann verið mismikill. Stuðningsmannahópar ÍBV og Aftureldingar hafa verið afar áberandi og þá hafa Haukar bætt í eftir því sem nær líður vori. Valsmenn hafa dregist aftur úr í þessum efnum og það viðurkennir Óskar Bjarni fúslega. „Þeir mættu vera aðeins fleiri frá okkur. En þeir sem koma eru mjög duglegir og láta mikið í sér heyra. Mér fannst ég til dæmis heyra meira í okkar fáu Valsmönnum á leik tvö gegn Aftureldingu en þeim fjölmörgu Mosfellingum sem voru á leiknum,“ segir Óskar Bjarni. „Þetta er ákall til Valsmanna. Ef þeir vilja að við komumst í úrslitin þá verða þeir að fjölmenna á leikinn og styðja okkur. Oft hefur maður það á tilfinningunni að mönnum þyki sjálfgefið að vinna oddaleik í fimm leikja seríu. Svo er spurning hvort einhver nenni að koma eftir þessa hörmung á laugardaginn,“ segir Óskar Bjarni en hann hrósar þeim hópi harðkjarna stuðningsmanna Vals sem fylgir liðinu allt frá Reykjavíkurmóti fram í lokaúrslitin. „Það eru okkar menn. En auðvitað vildum við að þeir væru fleiri í þeim hópi. Það er augljóst að það þarf að gera átak í þeim málum.“ Óskar Bjarni nefnir sem dæmi að Valur varð bikarmeistari eftir vel heppnaða úrslitahelgi í Laugardalshöllinni. „Svo voru fjórtán manns í stúkunni í næsta leik í deildinni. Stundum verður maður að sýna stuðninginn í verki líka,“ segir hann.Ekki múkk úr stúkunni Óskar Bjarni vill að meira verði gert til að búa til öflugan kjarna af „gallhörðum“ stuðningsmönnum og nefnir til að mynda hvernig stemningin var á leik Vals og Fjölnis í Pepsi-deild karla á sunnudagskvöldið. „Það var ágætlega mætt en það heyrðist ekki múkk úr stúkunni. Þetta er áhyggjuefni og félagið þarf að fara í naflaskoðun. Allir þurfa að róa í sömu átt og vekja áhuga á félaginu – leikmenn, stjórnarmenn og líka hinn almenni Valsari. Allir gerum við kröfu um að Valur sé í fremstu röð og þá þarf að vinna vel í þessum málum. Þetta er áhyggjuefni miðað við núverandi stöðu mála.“ Leikur Vals og Aftureldingar hefst klukkan 19.30 í Valshöllinni.
Olís-deild karla Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira