Volkswagen eigendur í Bandaríkjunum gætu fengið 625.000 kr. bótagreiðslu Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2016 14:55 Svo gæti farið að Volkswagen gæti þurft að greiða eigendum þeirra 600.000 Volkswagen dísilbíla sem eru með svindlhugbúnaði 5.000 dollara hverjum í bætur, eða um 625.000 krónur. Volkswagen leitar nú allra leiða til að ná sáttum í þeim ákærum sem á fyrirtækið eru bornar þar vestra og heyrst hafa tölur sem þessar í því sambandi. Meðalverð þessara bíla samkvæmt Kelley Blue Book hefur fallið frá 14.153 dollurum í júní í fyrra í 10.402 í mars og því gera þessar bætur gott betur en að bæta eigendunum skaðann. Í ofanálag við þessar hugsanlegur bætur gæti Volkswagen þurft að kaupa alla þessa 600.000 bíla til baka og myndi það kosta fyrirtækið 7,3 milljarða dollara, eða 915 milljarða króna. Sumir þessara bíla reyndust menga 40 sinnum meira heldur en uppgefið var frá Volkswagen. Volkswagen gæti auk þessa alls þurft að greiða bandaríska ríkinu sekt fyrir auglýsingar sínar á þessum bílum áður en dísilvélasvindl þeirra uppgötvaðist, en herferð þeirra bar yfirskriftina “Clean Diesel” og var því í nokkurri mótsögn við það sem síðan reyndist. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent
Svo gæti farið að Volkswagen gæti þurft að greiða eigendum þeirra 600.000 Volkswagen dísilbíla sem eru með svindlhugbúnaði 5.000 dollara hverjum í bætur, eða um 625.000 krónur. Volkswagen leitar nú allra leiða til að ná sáttum í þeim ákærum sem á fyrirtækið eru bornar þar vestra og heyrst hafa tölur sem þessar í því sambandi. Meðalverð þessara bíla samkvæmt Kelley Blue Book hefur fallið frá 14.153 dollurum í júní í fyrra í 10.402 í mars og því gera þessar bætur gott betur en að bæta eigendunum skaðann. Í ofanálag við þessar hugsanlegur bætur gæti Volkswagen þurft að kaupa alla þessa 600.000 bíla til baka og myndi það kosta fyrirtækið 7,3 milljarða dollara, eða 915 milljarða króna. Sumir þessara bíla reyndust menga 40 sinnum meira heldur en uppgefið var frá Volkswagen. Volkswagen gæti auk þessa alls þurft að greiða bandaríska ríkinu sekt fyrir auglýsingar sínar á þessum bílum áður en dísilvélasvindl þeirra uppgötvaðist, en herferð þeirra bar yfirskriftina “Clean Diesel” og var því í nokkurri mótsögn við það sem síðan reyndist.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent