Það er ekki bara mikið um að vera í Dalhúsum í kvöld því á morgun munu fara fram úrslitaleikir yngri flokka í handbolta í Íþróttahúsinu í Dalhúsum.
Unglingaráð handknattleiksdeildar Fjölnis hefur veg og vanda að mótahaldi í ár og verður hvergi slegið slöku við samkvæmt frétt á heimasíðu HSÍ.
Þarna er gott tækifæri til að sjá landsliðsmenn- og konur framtíðarinnar keppast um að verða Íslandsmeistarar í handbolta 2016.
Fyrsti leikurinn hefst klukkan 9.30 um morguninn og sá síðasti ekki fyrr en ellefu tímum síðar. Það verður því samfellt meira en hálfur sólarhringur af handbolta í Dalhúsum á morgun.
Verðlaunaafhending fyrir hvern flokk fyrir sig fer fram strax eftir leik. Veitt eru verðlaun fyrir besta leikmanninn, auk silfur- og gullverðlauna.
Framarar og Valsmenn eiga flest lið í úrslitum eða þrjú hvor en FH og Fylkir eru bæði með tvö lið. Alls eiga átta félög fulltrúa í úrslitaleik Íslandsmótsins í ár.
Leikjaplan fimmtudagsins 5. maí 2016 er eftirfarandi:
Klukkan 09.30 4.flokkur kvenna yngri Dalhús Víkingur – Fram
Klukkan 11.15 4.flokkur karla yngri Dalhús FH - Selfoss
Klukkan 13.00 4.flokkur karla eldri Dalhús Valur - Fjölnir
Klukkan 14.45 4.flokkur kvenna eldri Dalhús Fylkir -Valur
Klukkan 16.30 3.flokkur karla Dalhús ÍBV - FH
Klukkan 18.30 3.flokkur kvenna Dalhús Fylkir – Fram
Klukkan 20.30 2.flokkur karla Dalhús Fram - Valur
Leikirnir verða allir sýndir í beinni netútsendingu á Fjölnir TV (fjölnir.tv)
