Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2016 14:19 Guðni ásamt fjölskyldu sinni í Salnum í Kópavogi í dag, eiginkonunni Elizu Reid og börnunum Rut (f.1994), Duncan Tindi (f. 2007), Donald Gunnari (f. 2009), Sæþóri Peter (f. 2011) og Eddu Margréti (f. 2013). Vísir Guðni Th. Jóhannesson segir að forseti Íslands eigi að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Fólkið í landinu þurfi að finna að hann sé ekki í liði með einum og á móti öðrum. Þá þurfi forseti að tryggja að þjóðin eigi alltaf síðasta orðið. Þetta kom fram á framboðsfundi Guðna Th. í Salnum í Kópavogi í dag en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. Rithöfundurinn og sagnfræðingurinn Guðni hóf fundinn á að staðfesta framboð sitt til forseta. Hann sagðist bjóða sig fram því hann hefði ákveðnar hugmyndir um embættið sem hann vildi fylgja eftir. Hann hafi fengið fjölda áskorana en lokaákvörðunin hafi verið hans og Elizu, konu hans. Hann segir forseta þurfa að vera fastan fyrir þegar á þurfi að halda og standa utan við fylkingar í samfélaginu. Næsti forseti þurfi að læra af því góða sem fyrri forsetar hafa gert og sömuleiðis mistökunum. Forseti sé andlit Íslands í augum heimsins og hann þurfi að sytðja við menningu og listir, atvinnu og viðskiptalíf. Þá eigi hann að vera stoltur en um leið hógvær, kappsamur en án yfirlætis. Þá minntist Guðni á mikilvægi breytingu í embættinu að forseti synji lögum þegar svo beri undir. Mörg verk sé að vinna en nefndi hann fyrst nýja stjórnarskrá. Þá sé nauðsynlegt að hægt sé að skiptast á skoðunum, ágreiningur sé aðalsmerki þróaðs samfélags. Fólk eigi að geta deilt, jafnvel harkalega, en komist að niðurstöðu. Guðni benti á að fólk þyrfti að geta treyst á valdhafa, að þeir stæðu við orð sín og hefðu ekkert að fela. Það væru forréttindi að búa á Íslandi. Þá benti hann á að fólk með sjálfstraust væri fólk sem hefði hógværð í hjarta sínu. Áður en yfir lauk kynnti Guðni konu sína og börn og hafði á orði að hann myndi áfram hjóla með börnin sín í leikskólann og skólann þótt hann næði kjöri sem forseti Íslands. Hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Guðna í heild sinni. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson segir að forseti Íslands eigi að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Fólkið í landinu þurfi að finna að hann sé ekki í liði með einum og á móti öðrum. Þá þurfi forseti að tryggja að þjóðin eigi alltaf síðasta orðið. Þetta kom fram á framboðsfundi Guðna Th. í Salnum í Kópavogi í dag en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. Rithöfundurinn og sagnfræðingurinn Guðni hóf fundinn á að staðfesta framboð sitt til forseta. Hann sagðist bjóða sig fram því hann hefði ákveðnar hugmyndir um embættið sem hann vildi fylgja eftir. Hann hafi fengið fjölda áskorana en lokaákvörðunin hafi verið hans og Elizu, konu hans. Hann segir forseta þurfa að vera fastan fyrir þegar á þurfi að halda og standa utan við fylkingar í samfélaginu. Næsti forseti þurfi að læra af því góða sem fyrri forsetar hafa gert og sömuleiðis mistökunum. Forseti sé andlit Íslands í augum heimsins og hann þurfi að sytðja við menningu og listir, atvinnu og viðskiptalíf. Þá eigi hann að vera stoltur en um leið hógvær, kappsamur en án yfirlætis. Þá minntist Guðni á mikilvægi breytingu í embættinu að forseti synji lögum þegar svo beri undir. Mörg verk sé að vinna en nefndi hann fyrst nýja stjórnarskrá. Þá sé nauðsynlegt að hægt sé að skiptast á skoðunum, ágreiningur sé aðalsmerki þróaðs samfélags. Fólk eigi að geta deilt, jafnvel harkalega, en komist að niðurstöðu. Guðni benti á að fólk þyrfti að geta treyst á valdhafa, að þeir stæðu við orð sín og hefðu ekkert að fela. Það væru forréttindi að búa á Íslandi. Þá benti hann á að fólk með sjálfstraust væri fólk sem hefði hógværð í hjarta sínu. Áður en yfir lauk kynnti Guðni konu sína og börn og hafði á orði að hann myndi áfram hjóla með börnin sín í leikskólann og skólann þótt hann næði kjöri sem forseti Íslands. Hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Guðna í heild sinni.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent