Sjálfstæðismenn og Píratar eru jafnir Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. maí 2016 07:00 Þróun fylgis á kjörtímabilinu Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata er nánast jafnt, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Tæp 32 prósent svarenda myndu kjósa Pírata en 29,9 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Fjórtán prósent myndu kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn eru jafnstór og myndu rúm átta prósent kjósa hvorn flokk. Björt framtíð er með fjögurra prósent fylgi. Samkvæmt því myndi Björt framtíð ekki fá kjörinn þingmann í alþingiskosningum. Yrðu þetta niðurstöður kosninga fengju Píratar hins vegar 22 þingmenn kjörna og yrði stærsti stjórnmálaflokkurinn á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 21 þingmann kjörinn, Vinstri græn níu, Samfylkingin sex og Framsóknarflokkurinn fimm. Talsverð hreyfing virðist vera á fylginu frá fyrri könnunum Fréttablaðsins. VG bætir við sig fylgi á sama tíma og Píratar tapa nokkru fylgi. Samfylkingin bætir hins vegar ekki við sig. „Maður spyr sig hvernig standi á því. Af hverju þeir fá ekki aukið fylgi eins og VG?“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann segir það greinilegt að VG sé að sækja í sig veðrið.Dr. Grétar Þór Eyþórsson„Það er skýr vísbending um það. Og Sjálfstæðisflokkurinn líka. Það er mín tilgáta að VG sé að fá eitthvað af því fylgi sem er að rjátlast af Pírötum. Núna stendur fólk frammi fyrir þeim veruleika að kosningar eru miklu fyrr en það hélt. Það kann að vera hluti af skýringunni á því að óánægðir leiti eitthvað annað. Að þeir hafi verið í vist hjá Pírötum yfir mitt kjörtímabilið eða frá því í fyrra, ef svo má að orði komast.“ Grétar segir að ekki megi gleyma því að Píratar mælist enn með mjög mikið fylgi. „Það er ekkert eins og þeir séu að hrynja. Við verðum að halda því til haga. Þeir hafa verið ótrúlega háir í öllum mælingum í eitt ár. Og ég myndi nú vilja segja það að þeir séu enn ótrúlega háir.“ Nýlega hafa birst tvær kannanir á fylgi stjórnmálaflokkanna sem sýna að Sjálfstæðisflokkurinn sækir á Pírata og að VG stækkar. Grétar segir könnun Fréttablaðsins vera endanlega staðfestingu á hreyfingu á fylginu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata er nánast jafnt, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Tæp 32 prósent svarenda myndu kjósa Pírata en 29,9 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Fjórtán prósent myndu kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn eru jafnstór og myndu rúm átta prósent kjósa hvorn flokk. Björt framtíð er með fjögurra prósent fylgi. Samkvæmt því myndi Björt framtíð ekki fá kjörinn þingmann í alþingiskosningum. Yrðu þetta niðurstöður kosninga fengju Píratar hins vegar 22 þingmenn kjörna og yrði stærsti stjórnmálaflokkurinn á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 21 þingmann kjörinn, Vinstri græn níu, Samfylkingin sex og Framsóknarflokkurinn fimm. Talsverð hreyfing virðist vera á fylginu frá fyrri könnunum Fréttablaðsins. VG bætir við sig fylgi á sama tíma og Píratar tapa nokkru fylgi. Samfylkingin bætir hins vegar ekki við sig. „Maður spyr sig hvernig standi á því. Af hverju þeir fá ekki aukið fylgi eins og VG?“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann segir það greinilegt að VG sé að sækja í sig veðrið.Dr. Grétar Þór Eyþórsson„Það er skýr vísbending um það. Og Sjálfstæðisflokkurinn líka. Það er mín tilgáta að VG sé að fá eitthvað af því fylgi sem er að rjátlast af Pírötum. Núna stendur fólk frammi fyrir þeim veruleika að kosningar eru miklu fyrr en það hélt. Það kann að vera hluti af skýringunni á því að óánægðir leiti eitthvað annað. Að þeir hafi verið í vist hjá Pírötum yfir mitt kjörtímabilið eða frá því í fyrra, ef svo má að orði komast.“ Grétar segir að ekki megi gleyma því að Píratar mælist enn með mjög mikið fylgi. „Það er ekkert eins og þeir séu að hrynja. Við verðum að halda því til haga. Þeir hafa verið ótrúlega háir í öllum mælingum í eitt ár. Og ég myndi nú vilja segja það að þeir séu enn ótrúlega háir.“ Nýlega hafa birst tvær kannanir á fylgi stjórnmálaflokkanna sem sýna að Sjálfstæðisflokkurinn sækir á Pírata og að VG stækkar. Grétar segir könnun Fréttablaðsins vera endanlega staðfestingu á hreyfingu á fylginu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira