Ungir jafnaðarmenn vilja engan þingmann Samfylkingarinnar í oddvitasæti Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. maí 2016 22:55 Eva Indriðadóttir er formaður Ungra jafnaðarmanna. Vísir Ungir jafnaðarmenn skora á Samfylkingarfólk að það samþykki á landsfundi ályktun sem felur í sér að enginn sitjandi þingmanna Samfylkingarinnar verði í oddvitasæti í komandi kosningum. Með þessu vilja Ungir jafnaðarmenn tryggja endurnýjun í þingflokknum. Þetta kemur fram á vefsíðu þeirra. Eftirfarandi ályktun hefur hópurinn sent á landsfund Samfylkingarmanna en fundurinn verður haldinn í byrjun júní. Þar verður kjörinn nýr formaður en hingað til hafa fimm manns tilkynnt um framboð sitt til embættisins; sitjandi formaður Árni Páll Árnason, Oddný Harðardóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Helgi Hjörvar og Magnús Orri Schram. Tillagan tekur til eftirfarandi þingmanna að því gefnu að engar breytingar verði á þingmannalista Samfylkingarinnar fyrir júní: Árni Páll Árnason, Helgi Hjörvar, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Össur Skarphéðinsson. Yrði tillagan samþykkt þá yrðu þrír formannsframbjóðendur útilokaðir frá oddvitasætum. Hér er ályktun Ungra jafnaðarmanna í heild sinni. „Ungir jafnaðarmenn skora á landsfund Samfylkingarinnar, haldinn 3. – 4. júní 2016, að samþykkja ályktun þessa. Engin endurnýjun átti sér stað í þingflokki Samfylkingarinnar í alþingiskosningum 2013. Ef skoðað er fylgi Samfylkingarinnar eins og það mælist í dag er útlit fyrir að það sama verði uppi á teningnum í næstu kosningum. Það er vilji landsfundar Samfylkingarinnar að enginn sitjandi þingmanna Samfylkingarinnar taki oddvitasæti á framboðslitum í komandi þingkosningum. Með þessu er tryggt að endurnýjun verði sett í fyrsta sæti. Bæti Samfylkingin við sig fylgi fram að kosningum eiga sitjandi þingmenn greiða leið aftur inn á Alþingi, hafi þeir hlotið brautargengi meðal flokksfélaga sinna í flokksvali. Sitjandi þingmenn eru þeir þingmenn sem sitja fyrir hönd Samfylkingarinnar á Alþingi Íslendinga þegar ályktun þessi er samþykkt.“ Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn skora á Samfylkingarfólk að það samþykki á landsfundi ályktun sem felur í sér að enginn sitjandi þingmanna Samfylkingarinnar verði í oddvitasæti í komandi kosningum. Með þessu vilja Ungir jafnaðarmenn tryggja endurnýjun í þingflokknum. Þetta kemur fram á vefsíðu þeirra. Eftirfarandi ályktun hefur hópurinn sent á landsfund Samfylkingarmanna en fundurinn verður haldinn í byrjun júní. Þar verður kjörinn nýr formaður en hingað til hafa fimm manns tilkynnt um framboð sitt til embættisins; sitjandi formaður Árni Páll Árnason, Oddný Harðardóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Helgi Hjörvar og Magnús Orri Schram. Tillagan tekur til eftirfarandi þingmanna að því gefnu að engar breytingar verði á þingmannalista Samfylkingarinnar fyrir júní: Árni Páll Árnason, Helgi Hjörvar, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Össur Skarphéðinsson. Yrði tillagan samþykkt þá yrðu þrír formannsframbjóðendur útilokaðir frá oddvitasætum. Hér er ályktun Ungra jafnaðarmanna í heild sinni. „Ungir jafnaðarmenn skora á landsfund Samfylkingarinnar, haldinn 3. – 4. júní 2016, að samþykkja ályktun þessa. Engin endurnýjun átti sér stað í þingflokki Samfylkingarinnar í alþingiskosningum 2013. Ef skoðað er fylgi Samfylkingarinnar eins og það mælist í dag er útlit fyrir að það sama verði uppi á teningnum í næstu kosningum. Það er vilji landsfundar Samfylkingarinnar að enginn sitjandi þingmanna Samfylkingarinnar taki oddvitasæti á framboðslitum í komandi þingkosningum. Með þessu er tryggt að endurnýjun verði sett í fyrsta sæti. Bæti Samfylkingin við sig fylgi fram að kosningum eiga sitjandi þingmenn greiða leið aftur inn á Alþingi, hafi þeir hlotið brautargengi meðal flokksfélaga sinna í flokksvali. Sitjandi þingmenn eru þeir þingmenn sem sitja fyrir hönd Samfylkingarinnar á Alþingi Íslendinga þegar ályktun þessi er samþykkt.“
Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira