Greta Salóme rokkar í Stokkhólmi á meet&greet með aðdáendum - Myndband Laufey Helga Gudmundsdottir í Stokkhólmi skrifar 6. maí 2016 14:30 Greta og teymið með FÁSES fánan. vísir Í gær fengum við hörðustu aðdáendurnir hér í Stokkhólmi mikið fyrir okkar snúð. Boðið var upp á Meet&Greet með nokkrum þátttakendum Eurovision á Euro Fan Café (sérstakur skemmtistaður aðdáenda) hér í Stokkhólmi. Fram komu Gabriela frá Tékklandi, Minus One frá Kýpur, Rykka frá Sviss og Greta Salóme okkar! FÁSES var að sjálfsögðu á staðnum með fánana til að sýna okkur konu stuðning. Það verður ekki tekið af okkur stelpu að hún kann að rúlla upp fjölmiðafyrirspurnum eins og enginn sé morgundagurinn. Hún byrjaði á að segja viðstöddum frá ferð sinni í Gröna Lund um morgunin en þar heimsótti íslenski hópurinn Tívólið á staðnum. Það er skemmst frá því að segja að þau skelltu sér í tæki og var Greta enn að jafna sig á ósköpunum! Hún fjallaði einnig um muninn frá því að keppa Baku í Aserbaídsjan og nú í Stokkhólmi. Aðalmunurinn væri að til þess að komast til Baku þurfti hún að fljúga 14 klukkustundum meira en til Stokkhólms. Greta gat þess einnig að hún hefði öðlast meiri reynslu síðan 2012, m.a. í gegnum Disney reynsluna sína. Flosi Jón hefur tekið saman stórskemmtilegt myndband frá fundi Gretu Salóme með aðdáendum. Var m.a. komið inn á Panama-skjölin (Eurovision er ekkert óviðkomandi!), hina frægu afturendamynd, skort á gólfgrafík á fyrstu æfingu hópsins, Ikea-kjötbollur og súrsaða hrútspunga.Fréttin birtist fyrst á heimasíðu Félags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES. Vísir fjallar um Eurovision í Stokkhólmi í samvinnu með FÁSES. Eurovision Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Í gær fengum við hörðustu aðdáendurnir hér í Stokkhólmi mikið fyrir okkar snúð. Boðið var upp á Meet&Greet með nokkrum þátttakendum Eurovision á Euro Fan Café (sérstakur skemmtistaður aðdáenda) hér í Stokkhólmi. Fram komu Gabriela frá Tékklandi, Minus One frá Kýpur, Rykka frá Sviss og Greta Salóme okkar! FÁSES var að sjálfsögðu á staðnum með fánana til að sýna okkur konu stuðning. Það verður ekki tekið af okkur stelpu að hún kann að rúlla upp fjölmiðafyrirspurnum eins og enginn sé morgundagurinn. Hún byrjaði á að segja viðstöddum frá ferð sinni í Gröna Lund um morgunin en þar heimsótti íslenski hópurinn Tívólið á staðnum. Það er skemmst frá því að segja að þau skelltu sér í tæki og var Greta enn að jafna sig á ósköpunum! Hún fjallaði einnig um muninn frá því að keppa Baku í Aserbaídsjan og nú í Stokkhólmi. Aðalmunurinn væri að til þess að komast til Baku þurfti hún að fljúga 14 klukkustundum meira en til Stokkhólms. Greta gat þess einnig að hún hefði öðlast meiri reynslu síðan 2012, m.a. í gegnum Disney reynsluna sína. Flosi Jón hefur tekið saman stórskemmtilegt myndband frá fundi Gretu Salóme með aðdáendum. Var m.a. komið inn á Panama-skjölin (Eurovision er ekkert óviðkomandi!), hina frægu afturendamynd, skort á gólfgrafík á fyrstu æfingu hópsins, Ikea-kjötbollur og súrsaða hrútspunga.Fréttin birtist fyrst á heimasíðu Félags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES. Vísir fjallar um Eurovision í Stokkhólmi í samvinnu með FÁSES.
Eurovision Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira