Helena: Þarf hjálp við að fá systur mína yfir Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. maí 2016 15:38 Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, var útnefnd besti leikmaður Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag á lokahófi sambandsins sem fór fram í Ægisgarði úti á Granda. Helena skoraði 24,4 stig að meðaltali í leik, tók 13,3 fráköst og gaf 6,8 stoðsendingar fyrir Haukaliðið sem endaði í öðru sæti eftir tap í oddaleik gegn Snæfelli.Sjá einnig:Helena og Haukur Helgi best „Maður þakkar alltaf fyrir svona verðlaun. Það er gaman að fá svona viðurkenningu en þetta er varla sárabót fyrir að missa af titlinum,“ sagði Helena við Vísi í dag. Hvernig var þessi vetur fyrir hana? „Við fórum inn í þetta svolítið blint og reyndum að spila án Kana til að byrja með. Síðan fengum við Kana sem gekk alls ekki upp. Síðan endum við tímabilið Kanalausar og gengum í gegnum þjálfarabreytingar.“ „Þetta var svolítið upp og niður en ég held að liðið hafi lært mikið af þessu. Þetta fer í reynslubankann og hjálpar okkur í framhaldinu. Mér fannst þetta frábær vetur og það hefði verið stór plús að klára Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Helena. Mikið gekk á hjá Haukunum í vetur en þetta er ekkert miðað við hvað Helena hefur upplifað á mörgum árum í háskóla í Bandaríkjunum og svo í atvinnumennsku í Austur-Evrópu. „Svona er þetta bara. Deildin er orðin betri og umgjörðin meiri sem og umfjöllunin þannig þetta fylgir. Ég hef upplifað miklu meiri storm en þetta. Ég naut vetrarins mjög vel og þetta var mjög gaman þó sumir tímar hafi verið erfiðir,“ segir Helena, en fékk hún allt út úr vetrinum sem hún vildi persónulega? „Mér fannst þetta líða svo hratt. Mér finnst ég enn nýkomin heim en nú er ég að fatta að það er komið ár síðan ég kom heim. Mig langaði að að koma heim því ég var með heimþrá og vildi hitta fjölskyldu og vini sem ég fékk að gera. Hvað varðar körfuboltann var svekkjandi að missa af bikarnum og Íslandsmeistaratitlinum. Við reynum bara aftur á næsta ári,“ sagði hún. Eru atvinnudraumarnir úti? „Ég ætla ekkert að loka á það en á næsta ári langar mig að spila aftur í Haukum. Eftir það sjáum við bara til,“ sagði Helena, en verður systir hennar, Guðbjörg, leikmaður Vals, í liði með systur sinni á næstu leiktíð? „Ég þarf eiginlega að fá hjálp frá öðrum til að rífa hana yfir. Það gengur ekki alveg nógu vel,“ sagði Helena Sverrisdóttir. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, var útnefnd besti leikmaður Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag á lokahófi sambandsins sem fór fram í Ægisgarði úti á Granda. Helena skoraði 24,4 stig að meðaltali í leik, tók 13,3 fráköst og gaf 6,8 stoðsendingar fyrir Haukaliðið sem endaði í öðru sæti eftir tap í oddaleik gegn Snæfelli.Sjá einnig:Helena og Haukur Helgi best „Maður þakkar alltaf fyrir svona verðlaun. Það er gaman að fá svona viðurkenningu en þetta er varla sárabót fyrir að missa af titlinum,“ sagði Helena við Vísi í dag. Hvernig var þessi vetur fyrir hana? „Við fórum inn í þetta svolítið blint og reyndum að spila án Kana til að byrja með. Síðan fengum við Kana sem gekk alls ekki upp. Síðan endum við tímabilið Kanalausar og gengum í gegnum þjálfarabreytingar.“ „Þetta var svolítið upp og niður en ég held að liðið hafi lært mikið af þessu. Þetta fer í reynslubankann og hjálpar okkur í framhaldinu. Mér fannst þetta frábær vetur og það hefði verið stór plús að klára Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Helena. Mikið gekk á hjá Haukunum í vetur en þetta er ekkert miðað við hvað Helena hefur upplifað á mörgum árum í háskóla í Bandaríkjunum og svo í atvinnumennsku í Austur-Evrópu. „Svona er þetta bara. Deildin er orðin betri og umgjörðin meiri sem og umfjöllunin þannig þetta fylgir. Ég hef upplifað miklu meiri storm en þetta. Ég naut vetrarins mjög vel og þetta var mjög gaman þó sumir tímar hafi verið erfiðir,“ segir Helena, en fékk hún allt út úr vetrinum sem hún vildi persónulega? „Mér fannst þetta líða svo hratt. Mér finnst ég enn nýkomin heim en nú er ég að fatta að það er komið ár síðan ég kom heim. Mig langaði að að koma heim því ég var með heimþrá og vildi hitta fjölskyldu og vini sem ég fékk að gera. Hvað varðar körfuboltann var svekkjandi að missa af bikarnum og Íslandsmeistaratitlinum. Við reynum bara aftur á næsta ári,“ sagði hún. Eru atvinnudraumarnir úti? „Ég ætla ekkert að loka á það en á næsta ári langar mig að spila aftur í Haukum. Eftir það sjáum við bara til,“ sagði Helena, en verður systir hennar, Guðbjörg, leikmaður Vals, í liði með systur sinni á næstu leiktíð? „Ég þarf eiginlega að fá hjálp frá öðrum til að rífa hana yfir. Það gengur ekki alveg nógu vel,“ sagði Helena Sverrisdóttir. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira