„Eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir" Birta Björnsdóttir skrifar 6. maí 2016 19:30 Óhemju magn blábaktería hefur mælst í Mývatni undanfarin tvö sumur, en sú þróun hefur gríðarleg áhrif á lífríki vatnsins. Forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið í mars að ástandið væri af mannavöldum, meðal annars vegna frárennslis frá þéttbýli, áburðargjafar og iðnreksturs. Þegar það sé sett í samhengi við hvarf kúluskítsins úr vatninu sé um að ræða bein orsakatengsl, en auk þess eru bleikju- og hornsílastofnar vatnsins nánast horfnir. Landvernd sendi Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, áskorun á miðvikudag þar sem ríkisstjórn Íslands er eindregið hvött til að hlaupa undir bagga með sveitarfélagi Skútustaðahrepps til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir í fráveitumálum. „Við teljum að það sé tvennt sem þarf að ráðast í núna strax. Annars vegar frárennslismálin í Reykjahlíðinni og svo hinsvegar stórauka rannsóknir og vöktun á þessum mengunarþáttum sem eru í gangi í vatninu," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. „Það má engan tíma missa. Það er mjög aðkallandi að ráðast í þetta strax og ég hef fulla trú á að stjórnvöld muni grípa þarna inn í með skilvirkum og jákvæðum hætti," segir Guðmundur og vekur athygli á því að landsmenn geti sýnt áskoruninni stuðning með því að skrifa undir á vefsíðunni askorun.landvernd.is. Í sama streng tekur Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Ég lít á þetta eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir eins og þetta blasið við okkur núna. Og hefur í raun fengið að ganga allt og langt. Það hefði þurft að bregðast við fyrr," segir Jón „Ég held að ríkisstjórnir þurfi að koma þarna að verki. Fámennt sveitafélag ræður ekki við þetta verkefni og við þjóðin eigum að koma þarna að," segir Jón. „Mér er alveg sama hvort við erum að tala um 100 milljónir eða einn og hálfan milljarð. Við þurfum bara að klára þetta verkefni. Við erum að tala um mestu náttúruperlu landsins sem er þekkt á alheimsvísu. Við getum ekki brugðist ábyrgð okkar og látið þetta þróast með þessum hætti." Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Óhemju magn blábaktería hefur mælst í Mývatni undanfarin tvö sumur, en sú þróun hefur gríðarleg áhrif á lífríki vatnsins. Forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið í mars að ástandið væri af mannavöldum, meðal annars vegna frárennslis frá þéttbýli, áburðargjafar og iðnreksturs. Þegar það sé sett í samhengi við hvarf kúluskítsins úr vatninu sé um að ræða bein orsakatengsl, en auk þess eru bleikju- og hornsílastofnar vatnsins nánast horfnir. Landvernd sendi Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, áskorun á miðvikudag þar sem ríkisstjórn Íslands er eindregið hvött til að hlaupa undir bagga með sveitarfélagi Skútustaðahrepps til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir í fráveitumálum. „Við teljum að það sé tvennt sem þarf að ráðast í núna strax. Annars vegar frárennslismálin í Reykjahlíðinni og svo hinsvegar stórauka rannsóknir og vöktun á þessum mengunarþáttum sem eru í gangi í vatninu," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. „Það má engan tíma missa. Það er mjög aðkallandi að ráðast í þetta strax og ég hef fulla trú á að stjórnvöld muni grípa þarna inn í með skilvirkum og jákvæðum hætti," segir Guðmundur og vekur athygli á því að landsmenn geti sýnt áskoruninni stuðning með því að skrifa undir á vefsíðunni askorun.landvernd.is. Í sama streng tekur Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Ég lít á þetta eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir eins og þetta blasið við okkur núna. Og hefur í raun fengið að ganga allt og langt. Það hefði þurft að bregðast við fyrr," segir Jón „Ég held að ríkisstjórnir þurfi að koma þarna að verki. Fámennt sveitafélag ræður ekki við þetta verkefni og við þjóðin eigum að koma þarna að," segir Jón. „Mér er alveg sama hvort við erum að tala um 100 milljónir eða einn og hálfan milljarð. Við þurfum bara að klára þetta verkefni. Við erum að tala um mestu náttúruperlu landsins sem er þekkt á alheimsvísu. Við getum ekki brugðist ábyrgð okkar og látið þetta þróast með þessum hætti."
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira