„Eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir" Birta Björnsdóttir skrifar 6. maí 2016 19:30 Óhemju magn blábaktería hefur mælst í Mývatni undanfarin tvö sumur, en sú þróun hefur gríðarleg áhrif á lífríki vatnsins. Forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið í mars að ástandið væri af mannavöldum, meðal annars vegna frárennslis frá þéttbýli, áburðargjafar og iðnreksturs. Þegar það sé sett í samhengi við hvarf kúluskítsins úr vatninu sé um að ræða bein orsakatengsl, en auk þess eru bleikju- og hornsílastofnar vatnsins nánast horfnir. Landvernd sendi Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, áskorun á miðvikudag þar sem ríkisstjórn Íslands er eindregið hvött til að hlaupa undir bagga með sveitarfélagi Skútustaðahrepps til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir í fráveitumálum. „Við teljum að það sé tvennt sem þarf að ráðast í núna strax. Annars vegar frárennslismálin í Reykjahlíðinni og svo hinsvegar stórauka rannsóknir og vöktun á þessum mengunarþáttum sem eru í gangi í vatninu," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. „Það má engan tíma missa. Það er mjög aðkallandi að ráðast í þetta strax og ég hef fulla trú á að stjórnvöld muni grípa þarna inn í með skilvirkum og jákvæðum hætti," segir Guðmundur og vekur athygli á því að landsmenn geti sýnt áskoruninni stuðning með því að skrifa undir á vefsíðunni askorun.landvernd.is. Í sama streng tekur Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Ég lít á þetta eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir eins og þetta blasið við okkur núna. Og hefur í raun fengið að ganga allt og langt. Það hefði þurft að bregðast við fyrr," segir Jón „Ég held að ríkisstjórnir þurfi að koma þarna að verki. Fámennt sveitafélag ræður ekki við þetta verkefni og við þjóðin eigum að koma þarna að," segir Jón. „Mér er alveg sama hvort við erum að tala um 100 milljónir eða einn og hálfan milljarð. Við þurfum bara að klára þetta verkefni. Við erum að tala um mestu náttúruperlu landsins sem er þekkt á alheimsvísu. Við getum ekki brugðist ábyrgð okkar og látið þetta þróast með þessum hætti." Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Óhemju magn blábaktería hefur mælst í Mývatni undanfarin tvö sumur, en sú þróun hefur gríðarleg áhrif á lífríki vatnsins. Forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið í mars að ástandið væri af mannavöldum, meðal annars vegna frárennslis frá þéttbýli, áburðargjafar og iðnreksturs. Þegar það sé sett í samhengi við hvarf kúluskítsins úr vatninu sé um að ræða bein orsakatengsl, en auk þess eru bleikju- og hornsílastofnar vatnsins nánast horfnir. Landvernd sendi Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, áskorun á miðvikudag þar sem ríkisstjórn Íslands er eindregið hvött til að hlaupa undir bagga með sveitarfélagi Skútustaðahrepps til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir í fráveitumálum. „Við teljum að það sé tvennt sem þarf að ráðast í núna strax. Annars vegar frárennslismálin í Reykjahlíðinni og svo hinsvegar stórauka rannsóknir og vöktun á þessum mengunarþáttum sem eru í gangi í vatninu," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. „Það má engan tíma missa. Það er mjög aðkallandi að ráðast í þetta strax og ég hef fulla trú á að stjórnvöld muni grípa þarna inn í með skilvirkum og jákvæðum hætti," segir Guðmundur og vekur athygli á því að landsmenn geti sýnt áskoruninni stuðning með því að skrifa undir á vefsíðunni askorun.landvernd.is. Í sama streng tekur Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Ég lít á þetta eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir eins og þetta blasið við okkur núna. Og hefur í raun fengið að ganga allt og langt. Það hefði þurft að bregðast við fyrr," segir Jón „Ég held að ríkisstjórnir þurfi að koma þarna að verki. Fámennt sveitafélag ræður ekki við þetta verkefni og við þjóðin eigum að koma þarna að," segir Jón. „Mér er alveg sama hvort við erum að tala um 100 milljónir eða einn og hálfan milljarð. Við þurfum bara að klára þetta verkefni. Við erum að tala um mestu náttúruperlu landsins sem er þekkt á alheimsvísu. Við getum ekki brugðist ábyrgð okkar og látið þetta þróast með þessum hætti."
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira