Geta ekki borgað gjald en þurfa sárlega aðstoð Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 7. maí 2016 07:00 Geðlæknar segja sjúklinga sína veigra sér við að leita sér aðstoðar í núverandi kerfi vegna kostnaðar. Verði frumvarpið að lögum verði vandi þeirra enn meiri með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Fréttablaðið/Vilhelm „Sumt er réttmætt, sem kemur fram í umsögnum um frumvarpið en annað er byggt á misskilningi og er rangt,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra um gagnrýni í umsögnum við frumvarp um breytingar á lögum um sjúkratryggingar. Geðlæknar, Geðlæknafélag Íslands og Geðhjálp gera alvarlegar athugasemdir við hækkun kostnaðar hjá viðkvæmum hópi sjúklinga og segja kostnað við fyrsta viðtal hækka hjá almennum sjúklingi um meira en 10.000 krónur og um 6.000 krónur fyrir öryrkja verði frumvarpið að lögum. „Margir munu ekki geta greitt þetta gjald með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir Tómas Zoëga geðlæknir sem ritar umsögn um frumvarpið. Hann segir geðlækna finna fyrir því að margir með langvinna geðsjúkdóma eigi í erfiðleikum með að greiða fyrir þjónustuna í núverandi kerfi og er uggandi um hvað verður eftir kostnaðarhækkunina. „Eftir breytingarnar getur öryrki þurft að greiða meira en þrefalt meira fyrir komur til geðlækna. Þetta er mikil hindrun fyrir þá sem eru í þessum viðkvæma hópi, sem mjög mikilvægt er að leiti sér læknisaðstoðar,“ bendir Tómas á.Tómas Zoega sérfræðingur í geðlækningum hefur áhyggjur af kostnaðarþátttöku sjúklinga með geðsjúkdóma.Fréttablaðið/EinarKristján Þór segir mikilvægt að halda til haga að engin reglugerð eða gjaldskrá hafi verið sett og að frumvarpið geti vel tekið breytingum, ákveði Alþingi það. Einnig að við gildistöku laganna verði tekið tillit til fyrri greiðslusögu sjúkratryggðra. Greiðslur safnist upp í svokallaðan afsláttarstofn sem síðan sé notaður til að reikna út greiðsluþátttöku sjúkratryggðs. „Við erum að fara yfir umsagnirnar með sérfræðingum í ráðuneytinu,“ segir Kristján Þór sem kveður þarft að ræða kostnaðardreifinguna. „Ég hef ekki fjárveitingarvaldið. Ég fer í þetta verkefni fyrst og fremst út frá því að draga úr kostnaðarþátttöku þeirra sem þyngstar bera byrðarnar. Í því verkefni er ég að vinna eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hefur skammtað. Næsta skref er að ræða hvort menn vilja dreifa kostnaði með öðrum hætti en hefur verið gert,“ segir Kristján Þór. Gagnrýni á frumvarpið snýr einnig að því að sálfræðiþjónusta sé ekki tekin með í greiðsluþátttöku, eða tannlæknaþjónusta. Kristján Þór bendir á að fram undan sé stórátak í því að bæta sálfræðiþjónustu í heilsugæsluna. „Ég er að bæta í sálfræðiþjónustuna með öflugum hætti, við erum að gera það eftir bresku módeli. Til stendur að manna heilsugæsluna með sálfræðingum, þetta er tveggja til þriggja ára verkefni sem er hafið,“ segir heilbrigðsráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
„Sumt er réttmætt, sem kemur fram í umsögnum um frumvarpið en annað er byggt á misskilningi og er rangt,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra um gagnrýni í umsögnum við frumvarp um breytingar á lögum um sjúkratryggingar. Geðlæknar, Geðlæknafélag Íslands og Geðhjálp gera alvarlegar athugasemdir við hækkun kostnaðar hjá viðkvæmum hópi sjúklinga og segja kostnað við fyrsta viðtal hækka hjá almennum sjúklingi um meira en 10.000 krónur og um 6.000 krónur fyrir öryrkja verði frumvarpið að lögum. „Margir munu ekki geta greitt þetta gjald með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir Tómas Zoëga geðlæknir sem ritar umsögn um frumvarpið. Hann segir geðlækna finna fyrir því að margir með langvinna geðsjúkdóma eigi í erfiðleikum með að greiða fyrir þjónustuna í núverandi kerfi og er uggandi um hvað verður eftir kostnaðarhækkunina. „Eftir breytingarnar getur öryrki þurft að greiða meira en þrefalt meira fyrir komur til geðlækna. Þetta er mikil hindrun fyrir þá sem eru í þessum viðkvæma hópi, sem mjög mikilvægt er að leiti sér læknisaðstoðar,“ bendir Tómas á.Tómas Zoega sérfræðingur í geðlækningum hefur áhyggjur af kostnaðarþátttöku sjúklinga með geðsjúkdóma.Fréttablaðið/EinarKristján Þór segir mikilvægt að halda til haga að engin reglugerð eða gjaldskrá hafi verið sett og að frumvarpið geti vel tekið breytingum, ákveði Alþingi það. Einnig að við gildistöku laganna verði tekið tillit til fyrri greiðslusögu sjúkratryggðra. Greiðslur safnist upp í svokallaðan afsláttarstofn sem síðan sé notaður til að reikna út greiðsluþátttöku sjúkratryggðs. „Við erum að fara yfir umsagnirnar með sérfræðingum í ráðuneytinu,“ segir Kristján Þór sem kveður þarft að ræða kostnaðardreifinguna. „Ég hef ekki fjárveitingarvaldið. Ég fer í þetta verkefni fyrst og fremst út frá því að draga úr kostnaðarþátttöku þeirra sem þyngstar bera byrðarnar. Í því verkefni er ég að vinna eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hefur skammtað. Næsta skref er að ræða hvort menn vilja dreifa kostnaði með öðrum hætti en hefur verið gert,“ segir Kristján Þór. Gagnrýni á frumvarpið snýr einnig að því að sálfræðiþjónusta sé ekki tekin með í greiðsluþátttöku, eða tannlæknaþjónusta. Kristján Þór bendir á að fram undan sé stórátak í því að bæta sálfræðiþjónustu í heilsugæsluna. „Ég er að bæta í sálfræðiþjónustuna með öflugum hætti, við erum að gera það eftir bresku módeli. Til stendur að manna heilsugæsluna með sálfræðingum, þetta er tveggja til þriggja ára verkefni sem er hafið,“ segir heilbrigðsráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira