Forsetinn segist hafa verið að tala um fjölskyldu sína á Íslandi þegar hann svaraði CNN Birgir Olgeirsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 7. maí 2016 12:35 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur fjölmiðlaumfjöllun erlendis um aflandseign eiginkonu hans Dorrit Moussaieff ekki hafa skaðað ímynd Íslands. Þetta sagði Ólafur Ragnar í hádegisfréttum Bylgjunnar sem heyra má hér fyrir ofan. Þar var hann spurður hvers vegna hann neitaði aðkomu Dorritar að aflandsfélögum í viðtali við CNN í apríl síðastliðnum þrátt fyrir að hafa fullyrt á seinni stigum málsins að hafa aldrei haft upplýsingar um fjármál Dorrit. „Þegar ég svaraði þeirri spurningu og hún nefndi fjölskyldu mína þá átti ég nú við fjölskyldu mína á Íslandi vegna þess að þannig skil ég það orðalag,“ sagði Ólafur. „Og varðandi Dorrit þá hafði ég engar upplýsingar um það og það hafði aldrei borist í tal milli okkar en það hefur komið á daginn að þessar upplýsingar sem voru birtar í upphafi þessarar viku í raun og veru eru ekki mótsögn við það sem ég sagði vegna þess að ef að við skoðum það sem birtist í byrjun þessarar viku þá er það í fyrsta lagi að það séu bankareikningar í Sviss, sem eru notaðir í virtum banka í Sviss, og það er alveg rétt að foreldrar Dorritar og aðrir í fjölskyldunni hafa notað þennan banka enda hafa þau stundað verslun og viðskipti í Sviss í áratugi, en Dorrit hefur aldrei átt neinn reikning eða stundað nein viðskipti við þennan banka og hvað snertir Jaywick, sem hefur verið nefnt í þessu sambandi, þá hefur hún aldrei komið að því félagi og vissi ekkert um það og á enga hagsmuni þar að gæta. Og annað sem þarna hefur komið fram eru fyrirkomulag erfðamála sem foreldrar hennar gerðu og taka ekki gildi fyrr en þau eru bæði látin,“ sagði Ólafur. Taldi spurninguna ekki snúast um foreldra Dorritar Þarna hafði Ólafur svarað því að hann taldi spurningu fréttamanns CNN hafa snúið að fjölskyldu sinni á Íslandi en fréttamaður CNN spurði Ólaf einmitt að því hvort eiginkona hans ætti einhverjar aflandseignir. Var hann því spurður í hádegisfréttum Bylgjunnar hvort hann liti ekki á Dorrit sem fjölskyldu sína? „Jú, jú, ég geri það vissulega. En hvað snertir foreldra Dorritar þá voru þau um sjötugt þegar ég hitti þau og hef í sjálfu sér ekki haft mikil samskipti við þau þó ég beri miklar virðingu fyrir þeim og Shlomo (Moussaieff, faðir Dorritar) nýtur mikillar virðingar í heimi safnara á fornmunum og sama gildir um konu hans. En ég hef aldrei litið á þau sem fjölskyldu með sama hætti og Döllu og Tinnu og fjölskyldur þeirra og hér á Íslandi. Ég hitti þau kannski einu sinni til tvisvar, þrisvar á ári. Þau lifa sínu sjálfstæða lífi og voru þegar orðin öldruð þegar ég hitti þau. Þannig að þegar ég er spurður um fjölskyldu mína, hvort sem það er af þér eða Christiane Amanpour , þá skil ég þá spurningu sem ég og Dorrit og dætur mínar og fólk þeirra hér á Íslandi.“En þarna varstu einmitt spurður um Dorrit og hún hefur tengsl við aflandsfélög?„Einu tengslin sem þarna voru komin fram snerta það að foreldrar hennar hafa ákveðið að hún og systur hennar fái arf að þeim látnum.“Segir málið hvorki hafa skaðað embættið né ímynd ÍslandsSpurður hvort þetta mál hafi skaðað forsetaembættið svaraði hann því neitandi. „Ég hef ekki séð neinn vitnisburð um það að það hafi skaðað forsetaembættið og eins og ég sagði við þig á áðan að ef þú tekur þessa grein í Guardian, sem var fjórðungur úr síðu eða svo, þá veit ég ekki til þess að það hafi verið nein umfjöllun um þetta mál í breskum fjölmiðlum að öðru leyti, þetta hefur verið mikil umræða um það hér. Hún hefur auðvitað verið að miklu leyti knúin áfram af ákveðnum tilfinningum eða í samhengi við það sem var að gerast hér í íslensku hagkerfi. En ég hef ekki séð neinn vitnisburð um það hafi skaðað forsetaembættið,“ svaraði Ólafur og taldi einnig að þessi umfjöllun hefði ekki skaðað ímynd Íslands. Hefur ekki áhrif á ákvörðun hans um framboðSpurður hvort þetta hefði haft áhrif á ákvörðun hans um að bjóða sig fram svaraði hann því einnig neitandi. „Það hefur ekki haft nein áhrif á það vegna þess að þegar ég tek ákvarðanir þá tek ég ákvarðanir út frá þeim grundvelli hvernig hlutirnir eru í raun og veru en ekki eftir hasarnum. Og hvað mér finnst í mínu hjarta og í mínum huga.“Nánar verður rætt við Ólaf Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Orð forsetans á blaðamannafundinum á Bessastöðum komin í annað samhengi „Höldum við reisn okkar í alþjóðlegu samfélagi?“ spurði Ólafur Ragnar þegar hann sagði Ísland þurfa öflugan talsmann til að vernda orðspor Íslendinga. 4. maí 2016 13:15 Ólafur og Dorrit skráð hjá Þjóðskrá að þau hafi slitið samvistum Skilyrði þess að hjón hafi lögheimili á sitt hvorum staðnum er að þau séu skráð þannig að þau hafi slitið samvistum. Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson eru skráð með þessum hætti hjá Þjóðskrá Íslands. Þrjú hundruð íslensk hjón eru í sömu sporum. 4. maí 2016 19:00 Dorrit takmarkar skattbyrði sína með því að vera „utan lögheimilis“ Dorrit Moussaieff forsetafrú ber takmarkaða skattskyldu á Bretlandi og er skráð með fasta búsetu en „utan lögheimilis“ þar. Hún borgar samt enga skatta á Íslandi vegna þess að hún er ekki með lögheimili hér á landi. 3. maí 2016 19:45 Dorrit Moussaieff með heimilisfesti í Ísrael Dorrit er með þrefalt ríkisfang, íslenskt, breskt og ísraelskt. Heimilisfesti hennar er í fæðingarlandi hennar, Ísrael. 4. maí 2016 07:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur fjölmiðlaumfjöllun erlendis um aflandseign eiginkonu hans Dorrit Moussaieff ekki hafa skaðað ímynd Íslands. Þetta sagði Ólafur Ragnar í hádegisfréttum Bylgjunnar sem heyra má hér fyrir ofan. Þar var hann spurður hvers vegna hann neitaði aðkomu Dorritar að aflandsfélögum í viðtali við CNN í apríl síðastliðnum þrátt fyrir að hafa fullyrt á seinni stigum málsins að hafa aldrei haft upplýsingar um fjármál Dorrit. „Þegar ég svaraði þeirri spurningu og hún nefndi fjölskyldu mína þá átti ég nú við fjölskyldu mína á Íslandi vegna þess að þannig skil ég það orðalag,“ sagði Ólafur. „Og varðandi Dorrit þá hafði ég engar upplýsingar um það og það hafði aldrei borist í tal milli okkar en það hefur komið á daginn að þessar upplýsingar sem voru birtar í upphafi þessarar viku í raun og veru eru ekki mótsögn við það sem ég sagði vegna þess að ef að við skoðum það sem birtist í byrjun þessarar viku þá er það í fyrsta lagi að það séu bankareikningar í Sviss, sem eru notaðir í virtum banka í Sviss, og það er alveg rétt að foreldrar Dorritar og aðrir í fjölskyldunni hafa notað þennan banka enda hafa þau stundað verslun og viðskipti í Sviss í áratugi, en Dorrit hefur aldrei átt neinn reikning eða stundað nein viðskipti við þennan banka og hvað snertir Jaywick, sem hefur verið nefnt í þessu sambandi, þá hefur hún aldrei komið að því félagi og vissi ekkert um það og á enga hagsmuni þar að gæta. Og annað sem þarna hefur komið fram eru fyrirkomulag erfðamála sem foreldrar hennar gerðu og taka ekki gildi fyrr en þau eru bæði látin,“ sagði Ólafur. Taldi spurninguna ekki snúast um foreldra Dorritar Þarna hafði Ólafur svarað því að hann taldi spurningu fréttamanns CNN hafa snúið að fjölskyldu sinni á Íslandi en fréttamaður CNN spurði Ólaf einmitt að því hvort eiginkona hans ætti einhverjar aflandseignir. Var hann því spurður í hádegisfréttum Bylgjunnar hvort hann liti ekki á Dorrit sem fjölskyldu sína? „Jú, jú, ég geri það vissulega. En hvað snertir foreldra Dorritar þá voru þau um sjötugt þegar ég hitti þau og hef í sjálfu sér ekki haft mikil samskipti við þau þó ég beri miklar virðingu fyrir þeim og Shlomo (Moussaieff, faðir Dorritar) nýtur mikillar virðingar í heimi safnara á fornmunum og sama gildir um konu hans. En ég hef aldrei litið á þau sem fjölskyldu með sama hætti og Döllu og Tinnu og fjölskyldur þeirra og hér á Íslandi. Ég hitti þau kannski einu sinni til tvisvar, þrisvar á ári. Þau lifa sínu sjálfstæða lífi og voru þegar orðin öldruð þegar ég hitti þau. Þannig að þegar ég er spurður um fjölskyldu mína, hvort sem það er af þér eða Christiane Amanpour , þá skil ég þá spurningu sem ég og Dorrit og dætur mínar og fólk þeirra hér á Íslandi.“En þarna varstu einmitt spurður um Dorrit og hún hefur tengsl við aflandsfélög?„Einu tengslin sem þarna voru komin fram snerta það að foreldrar hennar hafa ákveðið að hún og systur hennar fái arf að þeim látnum.“Segir málið hvorki hafa skaðað embættið né ímynd ÍslandsSpurður hvort þetta mál hafi skaðað forsetaembættið svaraði hann því neitandi. „Ég hef ekki séð neinn vitnisburð um það að það hafi skaðað forsetaembættið og eins og ég sagði við þig á áðan að ef þú tekur þessa grein í Guardian, sem var fjórðungur úr síðu eða svo, þá veit ég ekki til þess að það hafi verið nein umfjöllun um þetta mál í breskum fjölmiðlum að öðru leyti, þetta hefur verið mikil umræða um það hér. Hún hefur auðvitað verið að miklu leyti knúin áfram af ákveðnum tilfinningum eða í samhengi við það sem var að gerast hér í íslensku hagkerfi. En ég hef ekki séð neinn vitnisburð um það hafi skaðað forsetaembættið,“ svaraði Ólafur og taldi einnig að þessi umfjöllun hefði ekki skaðað ímynd Íslands. Hefur ekki áhrif á ákvörðun hans um framboðSpurður hvort þetta hefði haft áhrif á ákvörðun hans um að bjóða sig fram svaraði hann því einnig neitandi. „Það hefur ekki haft nein áhrif á það vegna þess að þegar ég tek ákvarðanir þá tek ég ákvarðanir út frá þeim grundvelli hvernig hlutirnir eru í raun og veru en ekki eftir hasarnum. Og hvað mér finnst í mínu hjarta og í mínum huga.“Nánar verður rætt við Ólaf Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Orð forsetans á blaðamannafundinum á Bessastöðum komin í annað samhengi „Höldum við reisn okkar í alþjóðlegu samfélagi?“ spurði Ólafur Ragnar þegar hann sagði Ísland þurfa öflugan talsmann til að vernda orðspor Íslendinga. 4. maí 2016 13:15 Ólafur og Dorrit skráð hjá Þjóðskrá að þau hafi slitið samvistum Skilyrði þess að hjón hafi lögheimili á sitt hvorum staðnum er að þau séu skráð þannig að þau hafi slitið samvistum. Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson eru skráð með þessum hætti hjá Þjóðskrá Íslands. Þrjú hundruð íslensk hjón eru í sömu sporum. 4. maí 2016 19:00 Dorrit takmarkar skattbyrði sína með því að vera „utan lögheimilis“ Dorrit Moussaieff forsetafrú ber takmarkaða skattskyldu á Bretlandi og er skráð með fasta búsetu en „utan lögheimilis“ þar. Hún borgar samt enga skatta á Íslandi vegna þess að hún er ekki með lögheimili hér á landi. 3. maí 2016 19:45 Dorrit Moussaieff með heimilisfesti í Ísrael Dorrit er með þrefalt ríkisfang, íslenskt, breskt og ísraelskt. Heimilisfesti hennar er í fæðingarlandi hennar, Ísrael. 4. maí 2016 07:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Sjá meira
Orð forsetans á blaðamannafundinum á Bessastöðum komin í annað samhengi „Höldum við reisn okkar í alþjóðlegu samfélagi?“ spurði Ólafur Ragnar þegar hann sagði Ísland þurfa öflugan talsmann til að vernda orðspor Íslendinga. 4. maí 2016 13:15
Ólafur og Dorrit skráð hjá Þjóðskrá að þau hafi slitið samvistum Skilyrði þess að hjón hafi lögheimili á sitt hvorum staðnum er að þau séu skráð þannig að þau hafi slitið samvistum. Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson eru skráð með þessum hætti hjá Þjóðskrá Íslands. Þrjú hundruð íslensk hjón eru í sömu sporum. 4. maí 2016 19:00
Dorrit takmarkar skattbyrði sína með því að vera „utan lögheimilis“ Dorrit Moussaieff forsetafrú ber takmarkaða skattskyldu á Bretlandi og er skráð með fasta búsetu en „utan lögheimilis“ þar. Hún borgar samt enga skatta á Íslandi vegna þess að hún er ekki með lögheimili hér á landi. 3. maí 2016 19:45
Dorrit Moussaieff með heimilisfesti í Ísrael Dorrit er með þrefalt ríkisfang, íslenskt, breskt og ísraelskt. Heimilisfesti hennar er í fæðingarlandi hennar, Ísrael. 4. maí 2016 07:00