Sameinuðu þjóðirnar til Íslands vegna sáttmála gegn spillingu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 9. maí 2016 07:00 Siðareglur alþingismanna taka gildi í upphafi nýs þings. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fulltrúar Fíkniefna- og sakamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, SÞ, eru væntanlegir hingað til lands síðar í þessum mánuði í tengslum við úttekt á því hvernig Sáttmáli SÞ gegn spillingu, sem Ísland er aðili að, endurspeglast í íslenskum lögum og framkvæmd þeirra. Það matsferli er gagnlegt fyrir stefnumótun og lagasetningu hér á landi, að því er kemur fram í skriflegu svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn um starf stýrihóps á vegum innanríkisráðherra, um eftirfylgni við innleiðingu á alþjóðlegum samningum gegn mútum og spillingu. Starf hópsins, sem starfað hefur í tæpt ár, hefur einkum snúist um að veita íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf og gera tillögur um viðbrögð við tilmælum alþjóðlegra stofnana á þessu sviði. Auk eftirfylgni frá SÞ hefur Ísland fengið tilmæli frá vinnuhópi OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, og GRECO, samtökum ríkja gegn spillingu innan Evrópuráðsins. Tilmæli GRECO í fjórðu skýrslunni um Ísland snerust um að fyrirbyggja spillingu og hagsmunaárekstra hjá alþingismönnum, dómurum og ákærendum. Helgi BernódusonÍsland hefur nú orðið að fullu við tvennum tilmælum GRECO og uppfyllt sex að hluta, þar með talin tilmæli um að alþingismenn setji sér siðareglur, að því er kemur fram í svari innanríkisráðuneytisins. Þar er bent á að siðareglur alþingismanna hafi verið samþykktar á Alþingi í mars skömmu eftir að skýrsla Íslands var formlega tekin fyrir hjá GRECO. Þess vegna hafi ekki verið tekin formleg afstaða til þeirra á þeim vettvangi. „Í siðareglunum er einnig að finna ákvæði sem ætti að koma til móts við tilmælin um að þingmenn upplýsi um mögulega hagsmunaárekstra við meðferð mála vegna persónulegra hagsmuna sem þeir kunna að hafa. Því má ætla að íslensk stjórnvöld hafi í raun uppfyllt fern tilmælanna. GRECO þarf þó að staðfesta þá niðurstöðu á fundi sínum síðar á þessu ári,“ segir jafnframt í svari ráðuneytisins. Tilmæli sem lúta að bættri skráningu á fjárhagsupplýsingum þingmanna hafa ekki verið uppfyllt að mati GRECO. Samkvæmt tilmælum GRECO skulu liggja fyrir upplýsingar um eignir þingmanna og framlög sem þeir hafa fengið ásamt upplýsingum um skuldir þeirra, að undanskildum húsnæðislánum og skammtímaskuldum innan eðlilegra marka. Þá eigi að taka til skoðunar að yfirlit um eignir nái einnig til maka og nánustu ættingja þó ekki þurfi nauðsynlega að gera þær upplýsingar opinberar. Alþingi tryggi trúverðugleika þessarar skráningar á fjárhagsupplýsingum með því að fylgja henni betur eftir. Það verði gert með auknu eftirliti, ráðgjöf til þingmanna og viðurlögum gagnvart þeim sem ekki fara eftir reglunum. Tilmælin eru nú til skoðunar hjá Alþingi, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra þingsins. „Uppi eru ýmis sjónarmið meðal þingmanna um hvort skrá eigi skuldir umfram húsnæðislán og skammtímaskuldir en ríkari andstaða gegn því að skrá hagsmuni maka og ættmenna. Mörgum þingmönnum finnst nóg á maka sína og ættmenni lagt með einni saman þátttöku í stjórnmálum.“ GRECO telur uppfyllt tilmæli um að fyrir hendi sé málsskot á ákvörðunum fyrsta stigs ákæruvalds vegna rannsóknar mála og einnig tilmæli um að ákvarðanir á fyrsta stigi ákæruvaldsins séu teknar með sjálfstæðum og hlutlægum hætti. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Fulltrúar Fíkniefna- og sakamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, SÞ, eru væntanlegir hingað til lands síðar í þessum mánuði í tengslum við úttekt á því hvernig Sáttmáli SÞ gegn spillingu, sem Ísland er aðili að, endurspeglast í íslenskum lögum og framkvæmd þeirra. Það matsferli er gagnlegt fyrir stefnumótun og lagasetningu hér á landi, að því er kemur fram í skriflegu svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn um starf stýrihóps á vegum innanríkisráðherra, um eftirfylgni við innleiðingu á alþjóðlegum samningum gegn mútum og spillingu. Starf hópsins, sem starfað hefur í tæpt ár, hefur einkum snúist um að veita íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf og gera tillögur um viðbrögð við tilmælum alþjóðlegra stofnana á þessu sviði. Auk eftirfylgni frá SÞ hefur Ísland fengið tilmæli frá vinnuhópi OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, og GRECO, samtökum ríkja gegn spillingu innan Evrópuráðsins. Tilmæli GRECO í fjórðu skýrslunni um Ísland snerust um að fyrirbyggja spillingu og hagsmunaárekstra hjá alþingismönnum, dómurum og ákærendum. Helgi BernódusonÍsland hefur nú orðið að fullu við tvennum tilmælum GRECO og uppfyllt sex að hluta, þar með talin tilmæli um að alþingismenn setji sér siðareglur, að því er kemur fram í svari innanríkisráðuneytisins. Þar er bent á að siðareglur alþingismanna hafi verið samþykktar á Alþingi í mars skömmu eftir að skýrsla Íslands var formlega tekin fyrir hjá GRECO. Þess vegna hafi ekki verið tekin formleg afstaða til þeirra á þeim vettvangi. „Í siðareglunum er einnig að finna ákvæði sem ætti að koma til móts við tilmælin um að þingmenn upplýsi um mögulega hagsmunaárekstra við meðferð mála vegna persónulegra hagsmuna sem þeir kunna að hafa. Því má ætla að íslensk stjórnvöld hafi í raun uppfyllt fern tilmælanna. GRECO þarf þó að staðfesta þá niðurstöðu á fundi sínum síðar á þessu ári,“ segir jafnframt í svari ráðuneytisins. Tilmæli sem lúta að bættri skráningu á fjárhagsupplýsingum þingmanna hafa ekki verið uppfyllt að mati GRECO. Samkvæmt tilmælum GRECO skulu liggja fyrir upplýsingar um eignir þingmanna og framlög sem þeir hafa fengið ásamt upplýsingum um skuldir þeirra, að undanskildum húsnæðislánum og skammtímaskuldum innan eðlilegra marka. Þá eigi að taka til skoðunar að yfirlit um eignir nái einnig til maka og nánustu ættingja þó ekki þurfi nauðsynlega að gera þær upplýsingar opinberar. Alþingi tryggi trúverðugleika þessarar skráningar á fjárhagsupplýsingum með því að fylgja henni betur eftir. Það verði gert með auknu eftirliti, ráðgjöf til þingmanna og viðurlögum gagnvart þeim sem ekki fara eftir reglunum. Tilmælin eru nú til skoðunar hjá Alþingi, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra þingsins. „Uppi eru ýmis sjónarmið meðal þingmanna um hvort skrá eigi skuldir umfram húsnæðislán og skammtímaskuldir en ríkari andstaða gegn því að skrá hagsmuni maka og ættmenna. Mörgum þingmönnum finnst nóg á maka sína og ættmenni lagt með einni saman þátttöku í stjórnmálum.“ GRECO telur uppfyllt tilmæli um að fyrir hendi sé málsskot á ákvörðunum fyrsta stigs ákæruvalds vegna rannsóknar mála og einnig tilmæli um að ákvarðanir á fyrsta stigi ákæruvaldsins séu teknar með sjálfstæðum og hlutlægum hætti.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira