Bæring undir feld: Segir ákvörðun Ólafs „fíflalega“ Bjarki Ármannsson skrifar 9. maí 2016 13:06 Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Coca-Cola International, segist kominn undir feld á ný. Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Coca-Cola International, segist kominn undir feld á ný eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti tilkynnti að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Bæring var einn þeirra sem buðu sig fram til forseta eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla að hætta eftir þetta kjörtímabil en dró framboð sitt til baka eftir að forsetinn gaf kost á sér að nýju í apríl. „Ég er hugsanlega að hugsa um að hætta við að hætta,“ segir Bæring. „Ég fer bara undir feld núna, í nokkra tíma.“ Aðspurður hvernig ákvörðun Ólafs Ragnars leggist í hann, segir Bæring hana „fíflalega.“ „Þeir hafa greinilega brallað þetta saman, hann og Davíð,“ segir hann, og á þar við Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem tilkynnti um framboð sitt í gær. „Hann kemur fram og hinn hættir við og þeir segjast ekki hafa talast neitt við. Þetta eru bara einhverjar pólitískar hræringar.“Óbreytt staða annarra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Hrannar Pétursson drógu báðir forsetaframboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla fram að nýju en þeir hyggjast ekki endurskoða það í ljósi tíðinda dagsins. Hrannar segir í samtali við Viðskiptablaðið að staðan sé óbreytt og Vigfús Bjarni sömuleiðis í samtali við Vísi. „Ég er maður orða minna,“ segir Vigfús Bjarni, sem vildi þó ekkert tjá sig frekar um ákvörðun Ólafs Ragnars. Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, voru bæði komin langt með að undirbúa forsetaframboð en hættu við eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla fram að nýju. Ekki náðist í Eirík við vinnslu þessarar fréttar en Guðrún segist ekkert hafa hugleitt stöðu sína frá því að tíðindi dagsins bárust. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Coca-Cola International, segist kominn undir feld á ný eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti tilkynnti að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Bæring var einn þeirra sem buðu sig fram til forseta eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla að hætta eftir þetta kjörtímabil en dró framboð sitt til baka eftir að forsetinn gaf kost á sér að nýju í apríl. „Ég er hugsanlega að hugsa um að hætta við að hætta,“ segir Bæring. „Ég fer bara undir feld núna, í nokkra tíma.“ Aðspurður hvernig ákvörðun Ólafs Ragnars leggist í hann, segir Bæring hana „fíflalega.“ „Þeir hafa greinilega brallað þetta saman, hann og Davíð,“ segir hann, og á þar við Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem tilkynnti um framboð sitt í gær. „Hann kemur fram og hinn hættir við og þeir segjast ekki hafa talast neitt við. Þetta eru bara einhverjar pólitískar hræringar.“Óbreytt staða annarra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Hrannar Pétursson drógu báðir forsetaframboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla fram að nýju en þeir hyggjast ekki endurskoða það í ljósi tíðinda dagsins. Hrannar segir í samtali við Viðskiptablaðið að staðan sé óbreytt og Vigfús Bjarni sömuleiðis í samtali við Vísi. „Ég er maður orða minna,“ segir Vigfús Bjarni, sem vildi þó ekkert tjá sig frekar um ákvörðun Ólafs Ragnars. Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, voru bæði komin langt með að undirbúa forsetaframboð en hættu við eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla fram að nýju. Ekki náðist í Eirík við vinnslu þessarar fréttar en Guðrún segist ekkert hafa hugleitt stöðu sína frá því að tíðindi dagsins bárust.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira