Lífið

Frábær stemning í hópnum fyrir dómararennslið mikilvæga - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Greta er virkilega brött.
Greta er virkilega brött. vísir
Nú styttist óðfluga í Eurovision-keppnina sem í ár er haldin í Stokkhólmi í Svíþjóð. Fyrra undanúrslitakvöldið verður annað kvöld og ræðst það hvort fulltrúi Íslendinga, Greta Salóme, komist áfram í úrslitin á laugardag.

Í dag mun Greta taka dómararennsli og flytja lagið Hear Them Calling fyrir framan dómnefnd. Gríðarlega mikilvægt er að hún standi sig vel þar sem vægi dómaranna er 50% á móti atkvæðagreiðslunni.

Á dómararennslinu ákveða dómararnir sinn hug og því er mikið undir hjá okkar konu í Stokkhólmi í dag.

Hér að neðan má sjá viðtal við Gretu og hópinn og það má greinilega sjá að stressið er ekkert að plaga hópinn. Vonandi fer þetta allt saman vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×