Heilbrigðiskerfið verði aðalkosningamálið Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. apríl 2016 07:00 Kári Stefánsson afhendir í dag undirskriftir yfir 85 þúsund Íslendinga sem krefjast hærri framlaga til heilbrigðiskerfisins. Stjórnvöld fá í dag afhentar undirskriftir meira en 85 þúsund Íslendinga sem krefjast þess að Alþingi verji árlega 11 prósentum af vergri landsframleiðslu til rekstur heilbrigðiskerfisins. Það er Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem hefur haft veg og vanda af söfnun undirskriftanna. Kári segir þörfina á betrumbótum vera úti um allt í heilbrigðiskerfinu og vill að umræðunni verði haldið áfram. „Ég ætla að gera mitt besta til þess að sjá til þess að þetta verði aðalkosningamálið,“ segir Kári. En eins og fram hefur komið er ráðgert að kosningar fari fram í haust. Kári segir fólk þó verða mest vart við þörfina á betrumbótum á Landspítalanum. „Hann er fámenntur, hann er illa tækjum búinn, hann verður að ströggla við það að kaupa nýjustu lyfin og hann er illa hýstur,“ segir Kári. Til viðbótar við þetta segir Kári að greiðsluþátttaka sjúklinga sé gjörsamlega óásættanleg. „Heilbrigðisþjónusta á Íslandi á að vera ókeypis. Við viljum að það sé hlúð að lösnu og meiddu fólki í landinu,“ segir Kári og bætir við að aldrað fólk hafi meiri tilhneigingu til þess að vera lasið en ungt fólk. Eldra fólk hafi líka að jafnaði lægri tekjur en þeir sem yngri eru. „Þannig að greiðsluþátttakan lendir líklega mest á þeim sem síst skyldi. Það eru þó ekki nema rétt rúmir sex milljarðar sem myndi kosta að gera heilbrigðisþjónustu ókeypis og mér fyndist sex milljörðum ekki betur varið í nokkurn skapaðan hlut í okkar þjóðfélagi,“ segir Kári. Kári segir að dagskráin í dag, þar sem undirskriftirnar verða afhentar, verði einföld. Fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna hafi boðað komu sína og formenn flestra þeirra. „Þannig að menn virðast vera að bregðast á jákvæðan hátt við þessu. Ég ætla að líta á það ósköp einfaldlega sem merki þess að stjórnmálamennirnir skilji að þetta skipti fólkið í landinu máli,“ segir Kári. Í erindi sem Kári birti á vefnum endurreisn.is, þar sem undirskriftanna var safnað, kemur fram að Íslendingar eyði því sem nemur 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál og það sé langt undir meðaltali á Norðurlöndum. Á síðasta aldarfjórðungi hafi stjórnvöld vannært íslenskt heilbrigðiskerfi, að því marki að það sé ekki lengur þess megnugt að sinna hlutverki sínu sem skyldi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 30. apríl. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45 Kári slær Íslandsmetið í undirskriftasöfnun Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskar erfðagreiningar, á vefsíðunni Endurreisn.is er orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. 12. mars 2016 15:13 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira
Stjórnvöld fá í dag afhentar undirskriftir meira en 85 þúsund Íslendinga sem krefjast þess að Alþingi verji árlega 11 prósentum af vergri landsframleiðslu til rekstur heilbrigðiskerfisins. Það er Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem hefur haft veg og vanda af söfnun undirskriftanna. Kári segir þörfina á betrumbótum vera úti um allt í heilbrigðiskerfinu og vill að umræðunni verði haldið áfram. „Ég ætla að gera mitt besta til þess að sjá til þess að þetta verði aðalkosningamálið,“ segir Kári. En eins og fram hefur komið er ráðgert að kosningar fari fram í haust. Kári segir fólk þó verða mest vart við þörfina á betrumbótum á Landspítalanum. „Hann er fámenntur, hann er illa tækjum búinn, hann verður að ströggla við það að kaupa nýjustu lyfin og hann er illa hýstur,“ segir Kári. Til viðbótar við þetta segir Kári að greiðsluþátttaka sjúklinga sé gjörsamlega óásættanleg. „Heilbrigðisþjónusta á Íslandi á að vera ókeypis. Við viljum að það sé hlúð að lösnu og meiddu fólki í landinu,“ segir Kári og bætir við að aldrað fólk hafi meiri tilhneigingu til þess að vera lasið en ungt fólk. Eldra fólk hafi líka að jafnaði lægri tekjur en þeir sem yngri eru. „Þannig að greiðsluþátttakan lendir líklega mest á þeim sem síst skyldi. Það eru þó ekki nema rétt rúmir sex milljarðar sem myndi kosta að gera heilbrigðisþjónustu ókeypis og mér fyndist sex milljörðum ekki betur varið í nokkurn skapaðan hlut í okkar þjóðfélagi,“ segir Kári. Kári segir að dagskráin í dag, þar sem undirskriftirnar verða afhentar, verði einföld. Fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna hafi boðað komu sína og formenn flestra þeirra. „Þannig að menn virðast vera að bregðast á jákvæðan hátt við þessu. Ég ætla að líta á það ósköp einfaldlega sem merki þess að stjórnmálamennirnir skilji að þetta skipti fólkið í landinu máli,“ segir Kári. Í erindi sem Kári birti á vefnum endurreisn.is, þar sem undirskriftanna var safnað, kemur fram að Íslendingar eyði því sem nemur 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál og það sé langt undir meðaltali á Norðurlöndum. Á síðasta aldarfjórðungi hafi stjórnvöld vannært íslenskt heilbrigðiskerfi, að því marki að það sé ekki lengur þess megnugt að sinna hlutverki sínu sem skyldi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 30. apríl.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45 Kári slær Íslandsmetið í undirskriftasöfnun Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskar erfðagreiningar, á vefsíðunni Endurreisn.is er orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. 12. mars 2016 15:13 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira
Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45
Kári slær Íslandsmetið í undirskriftasöfnun Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskar erfðagreiningar, á vefsíðunni Endurreisn.is er orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. 12. mars 2016 15:13