Tugmilljarða fjárfestingar í heilbrigðiskerfi og innviðum Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2016 14:32 Ríkisstjórnin boðar stóraukin útgjöld til heilbrigðismála og fleiri málaflokka á næstu fimm árum í fyrstu fjármálaáætlun stjórnvalda sem lögð var fyrir Alþingi í gær. Fjármálaráðherra segir Íslendinga nú í kraftmiklu hagvaxtarskeiði enda hafi skuldir ríkissjóðs lækkað mikið undanfarin misseri. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu í gær fyrstu langtíma fjármálastefnu og fjármálaáætlun íslenskra stjórnvalda til fimm ára, sem unnið hefur verið að í tíð tveggja ríkisstjórna. Ráðherrarnir segja að batnandi þjóðarhagur að undanförnu með niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs, auknum kaupmætti heimilanna og hagstæðum ytri skilyrðum, geri ríkissjóði kleift að setja 42 milljarða í ýmis verkefni ráðuneyta og stofnana þeirra á næstu árum og um 75 milljarða í fjárfestingar, umfram það sem nú er. Í fjármálastefnunni eru tiltekin ýmis stór verkefni og munar þar mestu um þrjátíu milljarða hækkun framlaga til heilbrigðismála fram til ársins 2021 og verða framlögin þá komin í um 200 milljarða króna. Fjármálaráðherra segir að þessar áætlanir sýni að það sé svigrúm til þessara verkefna. „Á sama tíma og við skilum góðum afgangi og lækkandi skuldum. Við erum semsagt í inni í miðju mjög kraftmiklu hagvaxtarskeiði, við höfum tekið út mikinn kaupmátt á undanförnum árum og þurfum að tryggja að ríkisfjármálin og fjármál sveitarfélaganna styðji við þetta ástand þannig að við fáum svona mjúka lendingu og vaxandi lífskjör á breiðum grunni.“ Ráðherrann talar um „mjúka lendingu" sem var vinsælt hugtak í aðdraganda efnahagshrunsins en Bjarni varar líka við því að farið verði of geyst í málin vegna þenslueinkenna í hagkerfinu.Hvernig fer þetta saman?„Það má segja að það sé það góður gangur í hagkerfinu, heilt yfir, að ef við gætum okkar á að halda eftir um einu prósent af landsframleiðslunni í afkomu að þá mun skapast svigrúm vegna vaxandi tekna og vegna lægri vaxtagjalda til þess að gera betur mjög víða. En það má ekkert miklu muna, við erum háð því að hagvöxturinn haldi áfram.“ Ef menn gangi of hratt um gleðinnar dyr með of miklum útgjöldum sé auðvelt að missa málin úr höndum sér og breyting á ytri skilyrðum eins og á olíuverði geti breytt stöðunni. Miðað við spár geti ríkissjóður hins vegar í fyrsta sinn gert grein fyrir fjármögnun við byggingu Landsspítalans, þá verði fæðingarorlof hækkað um 130 þúsund krónur, 3,2 milljarðar settir í framhaldsskólana, framlög tryggð til þriggja nýrra hjúkrunarheimila, byggingar Húss íslenskra fræða og ýmislegt annarra verkefna á næstu fimm árum. „Við ætlum að vera með myndarlegan afgang, ríkið í samningum við sveitarfélögin hefur ákveðið að taka á sig það aðhald sem að þarf að vera í opinberum fjármálum. Sveitarfélögin hafa svona meira skjól enda er skuldastaðan aðeins verri þar og minna svigrúm. Ég tel að þetta sé mjög ábyrg en mjög gleðileg efnahagsáætlun sem við erum að kynna hér,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Ríkisstjórnin boðar stóraukin útgjöld til heilbrigðismála og fleiri málaflokka á næstu fimm árum í fyrstu fjármálaáætlun stjórnvalda sem lögð var fyrir Alþingi í gær. Fjármálaráðherra segir Íslendinga nú í kraftmiklu hagvaxtarskeiði enda hafi skuldir ríkissjóðs lækkað mikið undanfarin misseri. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu í gær fyrstu langtíma fjármálastefnu og fjármálaáætlun íslenskra stjórnvalda til fimm ára, sem unnið hefur verið að í tíð tveggja ríkisstjórna. Ráðherrarnir segja að batnandi þjóðarhagur að undanförnu með niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs, auknum kaupmætti heimilanna og hagstæðum ytri skilyrðum, geri ríkissjóði kleift að setja 42 milljarða í ýmis verkefni ráðuneyta og stofnana þeirra á næstu árum og um 75 milljarða í fjárfestingar, umfram það sem nú er. Í fjármálastefnunni eru tiltekin ýmis stór verkefni og munar þar mestu um þrjátíu milljarða hækkun framlaga til heilbrigðismála fram til ársins 2021 og verða framlögin þá komin í um 200 milljarða króna. Fjármálaráðherra segir að þessar áætlanir sýni að það sé svigrúm til þessara verkefna. „Á sama tíma og við skilum góðum afgangi og lækkandi skuldum. Við erum semsagt í inni í miðju mjög kraftmiklu hagvaxtarskeiði, við höfum tekið út mikinn kaupmátt á undanförnum árum og þurfum að tryggja að ríkisfjármálin og fjármál sveitarfélaganna styðji við þetta ástand þannig að við fáum svona mjúka lendingu og vaxandi lífskjör á breiðum grunni.“ Ráðherrann talar um „mjúka lendingu" sem var vinsælt hugtak í aðdraganda efnahagshrunsins en Bjarni varar líka við því að farið verði of geyst í málin vegna þenslueinkenna í hagkerfinu.Hvernig fer þetta saman?„Það má segja að það sé það góður gangur í hagkerfinu, heilt yfir, að ef við gætum okkar á að halda eftir um einu prósent af landsframleiðslunni í afkomu að þá mun skapast svigrúm vegna vaxandi tekna og vegna lægri vaxtagjalda til þess að gera betur mjög víða. En það má ekkert miklu muna, við erum háð því að hagvöxturinn haldi áfram.“ Ef menn gangi of hratt um gleðinnar dyr með of miklum útgjöldum sé auðvelt að missa málin úr höndum sér og breyting á ytri skilyrðum eins og á olíuverði geti breytt stöðunni. Miðað við spár geti ríkissjóður hins vegar í fyrsta sinn gert grein fyrir fjármögnun við byggingu Landsspítalans, þá verði fæðingarorlof hækkað um 130 þúsund krónur, 3,2 milljarðar settir í framhaldsskólana, framlög tryggð til þriggja nýrra hjúkrunarheimila, byggingar Húss íslenskra fræða og ýmislegt annarra verkefna á næstu fimm árum. „Við ætlum að vera með myndarlegan afgang, ríkið í samningum við sveitarfélögin hefur ákveðið að taka á sig það aðhald sem að þarf að vera í opinberum fjármálum. Sveitarfélögin hafa svona meira skjól enda er skuldastaðan aðeins verri þar og minna svigrúm. Ég tel að þetta sé mjög ábyrg en mjög gleðileg efnahagsáætlun sem við erum að kynna hér,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira