Könnunarleiðangur í Ytri Rangá sýndi mikið líf Karl Lúðvíksson skrifar 30. apríl 2016 16:52 Flottur sjóbirtingur úr Ytri Rangá Mynd: JH Vorveiði hefur ekki verið stunduð í Ytri Rangá en frá og með morgundeginum verður möguleiki fyrir veiðimenn að komast í sjóbirting í ánni. Veiðimenn sem hafa veitt Ytri Rangá undanfarin ár hafa fengið þau tilmæli frá veiðiverði að sleppa öllum sjóbirting aftur í ánna og ástæðan fyrir því er einföld. Þetta er viðkvæmur stofn og hægvaxta fiskur sem er ótrúlega gaman að eiga við og með þessum tilmælum til veiðimanna er verið að gera tilraun til að stækka stofninn aftur í ánni en hann var á tímabili ofveiddur. Það er að færast í aukana í þeim ám þar sem sjóbirting er að finna að hafa skyldisleppingu á honum og það er að skila sér í stærri fiskum og fleiri fiskum sem gera veiðisvæðin eftirsótt hjá veiðimönnum. Jóhannes Hinrikson veiðivörður fór við annan mann í dag að kanna nokkra staði í ánni til að sjá hvort birtingurinn væri ekki komin í töku og það er óhætt að segja að það hafi svo sannarlega verið málið. Sett var í nokkra væna sjóbirtinga og fleiri sáust víða í ánni. Veiðifyrirkomulagið í vorveiðinni verður þannig að aðeins verður veitt á fjórar stangir og er áin öll inni frá Árbæjarfossi og niður að sjó. Skylduslepping er á öllum fiski og aðeins er leyft að veiða á flugu. Þeir sem hafa áhuga á að komast í þessa veiði geta sett sig í samband við Jóhannes hjá johannes@westranga.is Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði Mýveisla hjá silungnum í Elliðavatni Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði Fréttir úr Tungufljóti Veiði
Vorveiði hefur ekki verið stunduð í Ytri Rangá en frá og með morgundeginum verður möguleiki fyrir veiðimenn að komast í sjóbirting í ánni. Veiðimenn sem hafa veitt Ytri Rangá undanfarin ár hafa fengið þau tilmæli frá veiðiverði að sleppa öllum sjóbirting aftur í ánna og ástæðan fyrir því er einföld. Þetta er viðkvæmur stofn og hægvaxta fiskur sem er ótrúlega gaman að eiga við og með þessum tilmælum til veiðimanna er verið að gera tilraun til að stækka stofninn aftur í ánni en hann var á tímabili ofveiddur. Það er að færast í aukana í þeim ám þar sem sjóbirting er að finna að hafa skyldisleppingu á honum og það er að skila sér í stærri fiskum og fleiri fiskum sem gera veiðisvæðin eftirsótt hjá veiðimönnum. Jóhannes Hinrikson veiðivörður fór við annan mann í dag að kanna nokkra staði í ánni til að sjá hvort birtingurinn væri ekki komin í töku og það er óhætt að segja að það hafi svo sannarlega verið málið. Sett var í nokkra væna sjóbirtinga og fleiri sáust víða í ánni. Veiðifyrirkomulagið í vorveiðinni verður þannig að aðeins verður veitt á fjórar stangir og er áin öll inni frá Árbæjarfossi og niður að sjó. Skylduslepping er á öllum fiski og aðeins er leyft að veiða á flugu. Þeir sem hafa áhuga á að komast í þessa veiði geta sett sig í samband við Jóhannes hjá johannes@westranga.is
Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði Mýveisla hjá silungnum í Elliðavatni Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði Fréttir úr Tungufljóti Veiði