Metleikur á öðrum fætinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2016 08:00 Helena Sverrisdóttir hefur skorað 62 stig á 68 mínútum í úrslitaeinvíginu og Haukar hafa unnið með 21 stigi þegar hún er á vellinum. Fréttablaðið/Anton Haukakonur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Stykkishólmi á morgun og með því hreinlega sótt bikarinn í Hólminn þar sem hann hefur verið með heimili undanfarin tvö ár. Aðalástæða þess er mögnuð frammistaða Helenu Sverrisdóttur í leik þrjú þar sem hún neitaði að tapa leiknum þrátt fyrir að spila nánast á öðrum fætinum. Helena skoraði 45 stig á 44 mínútum og 50 sekúndum eða meira en stig á mínútu. Hún skoraði tíu stigum meira en næststigahæsti leikmaður Haukaliðsins.Algjörlega andsetin „Svo ég vitni í Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfara þá var Helena algjörlega andsetin inni á vellinum,“ sagði þjálfarinn Ingvar Þór Guðjónsson við Vísi eftir leikinn. Helena meiddist á kálfa í leik eitt og missti af síðustu fimmtán mínútum leiksins. Haukar voru 40-25 yfir þegar Helena fór af velli en Snæfellskonur unnu síðustu fimmtán mínúturnar 39-25 og svo annan leikinn 69-54 þar sem Helena var ekki með. Helena kom hins vegar til baka í gær og leiddi sitt lið til sigurs. Hún hélt Haukum inn í leiknum í fyrri hálfleik með því að skora 17 af 26 stigum liðsins í fyrri hálfleik (65 prósent). Helena skoraði síðan 22 stig á síðustu átta mínútum og í framlengingu þar sem Haukaliðið vann upp tíu stiga forskot Snæfells. Helena skoraði jöfnunarkörfuna tæpum þremur sekúndum fyrir leikslok og gerði síðan 7 af 13 stigum Hauka í framlengingunni. Hanna átti metið Helena bætti 23 ára gamalt met Hönnu Bjargar Kjartansdóttur sem hafði allt frá 23. mars 1993 verið sú íslenska kona sem hafði skorað mest í einum leik í lokaúrslitum kvenna. Hanna skoraði 34 stig í leiknum þegar Keflavík varð fyrsta liðið til að vinna Íslandsmeistaratitil kvenna í úrslitakeppni. Helena var meira að segja farin að nálgast stigamet hinnar bandarísku Penny Peppas sem er nú sú eina sem hefur skorað meira í einum leik í lokaúrslitum kvenna. Peppas skoraði 49 stig í sigri Blika í fyrsta leik lokaúrslitanna 1995. Blikar unnu einvígið 3-0 og tryggðu sér sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil.48 stiga sveifla Mikilvægi Helenu fyrir Hauka í þessu úrslitaeinvígi sést ekki síst á því að hún er búin að skora 62 stig á 68 mínútum í einvíginu og Haukaliðið er búið að vinna með 21 stigi þegar hún er inni á vellinum en tapa með 27 stigum þegar hún er utan vallar. Fjórði leikur liðanna fer fram í Stykkishólmi annað kvöld. Þar geta Haukar tryggt sér Íslandsmeistaratitil kvenna í fjórða sinn. „Þær eru ekki búnar að tapa þarna í tvö ár og hversu sætt væri að vinna Íslandsmeistaratitilinn á þeirra heimavelli. Núna ætla ég bara að njóta þess að hafa unnið þennan leik í kvöld. Mig langar bara að spila aftur núna, þetta er svo skemmtilegt," sagði Helena við Stöð 2 Sport eftir leikinn. Dominos-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Haukakonur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Stykkishólmi á morgun og með því hreinlega sótt bikarinn í Hólminn þar sem hann hefur verið með heimili undanfarin tvö ár. Aðalástæða þess er mögnuð frammistaða Helenu Sverrisdóttur í leik þrjú þar sem hún neitaði að tapa leiknum þrátt fyrir að spila nánast á öðrum fætinum. Helena skoraði 45 stig á 44 mínútum og 50 sekúndum eða meira en stig á mínútu. Hún skoraði tíu stigum meira en næststigahæsti leikmaður Haukaliðsins.Algjörlega andsetin „Svo ég vitni í Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfara þá var Helena algjörlega andsetin inni á vellinum,“ sagði þjálfarinn Ingvar Þór Guðjónsson við Vísi eftir leikinn. Helena meiddist á kálfa í leik eitt og missti af síðustu fimmtán mínútum leiksins. Haukar voru 40-25 yfir þegar Helena fór af velli en Snæfellskonur unnu síðustu fimmtán mínúturnar 39-25 og svo annan leikinn 69-54 þar sem Helena var ekki með. Helena kom hins vegar til baka í gær og leiddi sitt lið til sigurs. Hún hélt Haukum inn í leiknum í fyrri hálfleik með því að skora 17 af 26 stigum liðsins í fyrri hálfleik (65 prósent). Helena skoraði síðan 22 stig á síðustu átta mínútum og í framlengingu þar sem Haukaliðið vann upp tíu stiga forskot Snæfells. Helena skoraði jöfnunarkörfuna tæpum þremur sekúndum fyrir leikslok og gerði síðan 7 af 13 stigum Hauka í framlengingunni. Hanna átti metið Helena bætti 23 ára gamalt met Hönnu Bjargar Kjartansdóttur sem hafði allt frá 23. mars 1993 verið sú íslenska kona sem hafði skorað mest í einum leik í lokaúrslitum kvenna. Hanna skoraði 34 stig í leiknum þegar Keflavík varð fyrsta liðið til að vinna Íslandsmeistaratitil kvenna í úrslitakeppni. Helena var meira að segja farin að nálgast stigamet hinnar bandarísku Penny Peppas sem er nú sú eina sem hefur skorað meira í einum leik í lokaúrslitum kvenna. Peppas skoraði 49 stig í sigri Blika í fyrsta leik lokaúrslitanna 1995. Blikar unnu einvígið 3-0 og tryggðu sér sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil.48 stiga sveifla Mikilvægi Helenu fyrir Hauka í þessu úrslitaeinvígi sést ekki síst á því að hún er búin að skora 62 stig á 68 mínútum í einvíginu og Haukaliðið er búið að vinna með 21 stigi þegar hún er inni á vellinum en tapa með 27 stigum þegar hún er utan vallar. Fjórði leikur liðanna fer fram í Stykkishólmi annað kvöld. Þar geta Haukar tryggt sér Íslandsmeistaratitil kvenna í fjórða sinn. „Þær eru ekki búnar að tapa þarna í tvö ár og hversu sætt væri að vinna Íslandsmeistaratitilinn á þeirra heimavelli. Núna ætla ég bara að njóta þess að hafa unnið þennan leik í kvöld. Mig langar bara að spila aftur núna, þetta er svo skemmtilegt," sagði Helena við Stöð 2 Sport eftir leikinn.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum