Fyrrum NFL-varnarmaðurinn Ron Brace er látinn aðeins 29 ára að aldri.
Verið er að rannsaka af hverju Brace lést en ekki er grunur um að hann hafi verið myrtur.
Hinn stóri og stæðilega Brace lék með New England Patriots á árunum 2009 til 2012. Alls spilaði hann 39 leiki fyrir félagið og var sjö sinnum í byrjunarliðinu.
Er hann fór frá Patriots árið 2012 samdi hann við Washington Redskins en náði aldrei að spila leik fyrir félagið.
