Kokteillinn Svartafell bar sigur úr bítum Stefán Árni Pálsson skrifar 25. apríl 2016 16:00 Frábær keppni sem Teitur vann. vísir Keppni í besta Brennivínskokteilnum 2016 var haldin í Tjarnabíó á þriðjudagskvöldið var. Þetta er í annað skiptið sem keppnin er haldin og hefur strax stimplað sig inn sem ein vinsælasta og skemmtilegasta kokteilakeppni landsins. Það var hann Teitur Schiöth frá Slippbarnum sem bar sigur úr bítum með kokteilinn Svartafell. „Eitt skipti kom stór og mikill maður að nafni Joe Fee til mín á barinn. Hann er semsagt eigandi ,Fee Brother's Bitters og var hann með stóran kassa fullan af alls konar „bitter-um” og bað mig um að búa til eitthvað gott fyrir sig úr því. Èg ákvað að nota brennivín með smá Ítalíu í mixið,“ segir Teitur aðspurður um söguna bak við vinningskokteilinn væri. „Montenegro sem er ítalskur Amaro líkjör. Èg notaði rabbabbara bitterinn hans Joe og hindberja sýróp til að binda þetta allt saman. Út kom góður drykkur sem èg nefndi Svartafell. Joe Fee er stór sem fjall og Brennivín er oft kallað Svarti dauði. Einnig þýðir Montenegro það sama á íslensku.”Byrjaði fyrir fjórum árum Teitur starfar sem barþjónn á Slippbarnum. Hann hóf feril sinn sem barþjónn á 101 Hótel fyrir fjórum árum og hefur einnig ferðast víða um heiminn og sótt námskeið í kokteilagerð á þeim tíma. Aðeins 11 keppendur komast að en hátt upp í 30 umsóknir bárust svo það komast sannarlega færri að en vilja. Sótt er um í keppnina með ítarlegri umsókn og keppendur þurfa að þreyta skriflegt próf ásamt því að fara í blindsmakk áður en þeir fara á svið. Einnig er svokallaður „Mistery basket”- dagskrárliður þar sem keppendur skoða hráefnið í körfunni, setja saman uppskrift að kokteil og svo þegar þeir fara á svið útbúa þeir þennan kokteil fyrir dómarana. Hver keppandi er með tvo aðstoðarmenn sem bera fram kokteilinn, sem er blandaður baksviðs, fyrir áhorfendur á meðan keppandinn blandar uppi á sviði þannig að áhorfendur fá að taka þátt með dómurunum og fá einstaka upplifun í leiðinni.Þétt setið Tjarnarbíó var þétt setið á miðvikudagskvöldið. Kvennakórinn Katla mætti í lokin og tók nokkur vel valin lög fyrir gesti á meðan dómnefndin var að skera úr um hver vann. Það kom svakalega vel út og hitti í mark hjá gestum. Hrefna Rósa Sætran, einn af dómurunum hafði þetta um sigurvegarann að segja: „Hann Teitur var mjög fagmannlegur í öllu ferlinu og líka skemmtilegur. Hann talaði í gegnum allt atriðið og útskýrði vel hvað hann var að gera. Maður hafði virkilega gaman af því að horfa á hann vinna og svo var vatnsbyssu atriðið í lokin líka frábært. Kokteillinn myndi sóma sér vel á hvaða bar sem er í bænum. Var fallegur og bragðgóður og brennivínið fékk vel að njóta sín. Var svona undirlyggjandi kúmen tónn í honum sem var mjög góður.” Í dómnefnd sátu: Ásgeir Már Björnsson Joe Spiegel (dreifingaraðili Brennivíns í Bandaríkjunum) Roy Roy (lenti í 2. sæti á Bar Summit 2015 ) Hrefna Sætran (kokkur, veitingahúsaeigandi og athafnakona) Kári Sigurðsson (sigurvegari keppninnar í fyrra) Valgeir Valgeirsson (vinnur að vöruþróun Brennivíns/bruggmeistari Borg Brugghúss) Verðlaunin eru ekki af verri endanum; allir þátttakendur fengu Brennivínsflösku og vinningshafinn fékk ferð á Tales of Cocktail sem verður haldin í New Orleans 19. – 24. júlí nk. Þetta kokteil festival var haldið fyrst árið 2002 og hefur stækkað með hverju árinu og er í dag eitt stærsta og virtasta kokteil festival heims. Hér að ofan ofan má sjá skemmtilegar myndir frá keppninni. Matur Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Keppni í besta Brennivínskokteilnum 2016 var haldin í Tjarnabíó á þriðjudagskvöldið var. Þetta er í annað skiptið sem keppnin er haldin og hefur strax stimplað sig inn sem ein vinsælasta og skemmtilegasta kokteilakeppni landsins. Það var hann Teitur Schiöth frá Slippbarnum sem bar sigur úr bítum með kokteilinn Svartafell. „Eitt skipti kom stór og mikill maður að nafni Joe Fee til mín á barinn. Hann er semsagt eigandi ,Fee Brother's Bitters og var hann með stóran kassa fullan af alls konar „bitter-um” og bað mig um að búa til eitthvað gott fyrir sig úr því. Èg ákvað að nota brennivín með smá Ítalíu í mixið,“ segir Teitur aðspurður um söguna bak við vinningskokteilinn væri. „Montenegro sem er ítalskur Amaro líkjör. Èg notaði rabbabbara bitterinn hans Joe og hindberja sýróp til að binda þetta allt saman. Út kom góður drykkur sem èg nefndi Svartafell. Joe Fee er stór sem fjall og Brennivín er oft kallað Svarti dauði. Einnig þýðir Montenegro það sama á íslensku.”Byrjaði fyrir fjórum árum Teitur starfar sem barþjónn á Slippbarnum. Hann hóf feril sinn sem barþjónn á 101 Hótel fyrir fjórum árum og hefur einnig ferðast víða um heiminn og sótt námskeið í kokteilagerð á þeim tíma. Aðeins 11 keppendur komast að en hátt upp í 30 umsóknir bárust svo það komast sannarlega færri að en vilja. Sótt er um í keppnina með ítarlegri umsókn og keppendur þurfa að þreyta skriflegt próf ásamt því að fara í blindsmakk áður en þeir fara á svið. Einnig er svokallaður „Mistery basket”- dagskrárliður þar sem keppendur skoða hráefnið í körfunni, setja saman uppskrift að kokteil og svo þegar þeir fara á svið útbúa þeir þennan kokteil fyrir dómarana. Hver keppandi er með tvo aðstoðarmenn sem bera fram kokteilinn, sem er blandaður baksviðs, fyrir áhorfendur á meðan keppandinn blandar uppi á sviði þannig að áhorfendur fá að taka þátt með dómurunum og fá einstaka upplifun í leiðinni.Þétt setið Tjarnarbíó var þétt setið á miðvikudagskvöldið. Kvennakórinn Katla mætti í lokin og tók nokkur vel valin lög fyrir gesti á meðan dómnefndin var að skera úr um hver vann. Það kom svakalega vel út og hitti í mark hjá gestum. Hrefna Rósa Sætran, einn af dómurunum hafði þetta um sigurvegarann að segja: „Hann Teitur var mjög fagmannlegur í öllu ferlinu og líka skemmtilegur. Hann talaði í gegnum allt atriðið og útskýrði vel hvað hann var að gera. Maður hafði virkilega gaman af því að horfa á hann vinna og svo var vatnsbyssu atriðið í lokin líka frábært. Kokteillinn myndi sóma sér vel á hvaða bar sem er í bænum. Var fallegur og bragðgóður og brennivínið fékk vel að njóta sín. Var svona undirlyggjandi kúmen tónn í honum sem var mjög góður.” Í dómnefnd sátu: Ásgeir Már Björnsson Joe Spiegel (dreifingaraðili Brennivíns í Bandaríkjunum) Roy Roy (lenti í 2. sæti á Bar Summit 2015 ) Hrefna Sætran (kokkur, veitingahúsaeigandi og athafnakona) Kári Sigurðsson (sigurvegari keppninnar í fyrra) Valgeir Valgeirsson (vinnur að vöruþróun Brennivíns/bruggmeistari Borg Brugghúss) Verðlaunin eru ekki af verri endanum; allir þátttakendur fengu Brennivínsflösku og vinningshafinn fékk ferð á Tales of Cocktail sem verður haldin í New Orleans 19. – 24. júlí nk. Þetta kokteil festival var haldið fyrst árið 2002 og hefur stækkað með hverju árinu og er í dag eitt stærsta og virtasta kokteil festival heims. Hér að ofan ofan má sjá skemmtilegar myndir frá keppninni.
Matur Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira