Haukur Heiðar Hauksson var á sínum stað í byrjunarliði AIK sem vann 2-1 sigur á Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Þetta var annar sigur AIK á tímabilinu en liðið er í 9. sæti deildarinnar með átta stig eftir fimm leiki.
Öll mörkin í leiknum komu í fyrri hálfleik. Alexander Isak kom AIK yfir á 14. mínútu en fimm mínútum síðar jafnaði Viktor Prodell metin fyrir Elfsborg. Það var svo Anton Salétros sem skoraði sigurmark AIK þegar mínúta var til hálfleiks.
Haukur hefur leikið alla fimm leiki AIK á tímabilinu, skorað eitt mark og átt eina stoðsendingu.
Haukur Heiðar lék allan leikinn í sigri AIK
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti



„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti


Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn


„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti
