Framsóknarmenn funda í dag Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2016 08:04 Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra. Vísir/Pjetur Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn í dag, þar sem fjallað verður um málefni Hrólfs Ölvissonar framkvæmdastjóra flokksins, vegna aflandsviðskipa hans í skattaskjólum. Flokkurinn kom saman til fundar í gær en eftir hann vildu þingmenn ekki tjá sig, en sögðust líklega gera það eftir fundinn í dag. Fjallað var um umfangsmikil viðskipti Hrólfs Ölvissonar framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins í gær. Í Panamaskjölunum kemur fram að hann stofnaði meðal annars aflandsfélag árið 2003 til að leyna fjárfestingum í dönsku fyrirtæki. Hrólfur var á þeim tíma stjórnarformaður Vinnumálastofnunar en hann hefur enn fremur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Innan Framsóknarflokksins hefur einnig hefur verið ákveðið að bjóða til miðstjórnarfundar flokksins 4. júní, þar sem tekin verður ákvörðun um hvort boðað verði til flokksþings. Þingflokkurinn ætlar einnig að funda með Hrólfi. „Eins og kom fram í þættinum eru þetta félög sem voru stofnuð til á þessum tíma sem að þetta var í gangi hér á Íslandi og eru löngu frágengin,“ sagði Sigurður Ingi eftir fund þingmanna flokksins í gær. „En það er eðlilegt að setjast niður með framkvæmdastjóranum og ræða við hann um þessi mál.“ Hann sagði málið ekki eingöngu óþægilegt fyrir Framsóknarflokkinn. Heldur væri þetta óþægilegt fyrir Ísland. Panamaskjölin sýndu hve óeðlilega mikill fjöldi Íslendinga hefði nýtt sér þessa þjónustu bankanna og það yrði að skoða. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði Panamaskjölin hafa sýnt fram á að hópur áhrifafólks í viðskiptum, pólitík og öðrum greinum hefði nýtt þessar leiðir til að fara með sitt fé. „Eðlilega mun þetta draga úr trausti í samfélaginu og það er áhyggjuefni fyrir okkur sem lýðræðisríki. Að þetta muni draga úr trausti á stofnunum samfélagsins ekki síst vegna þess að þarna hefur þessi fámenni hópur, í krafti sinna áhrifa, verið að njóta ákveðinnar forréttindastöðu til þess að höndla með sín fjármál,“ sagði Katrín. Hún sagði að það myndi reyna á okkur sem samfélag, hvernig við tækjumst á við málið. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í gær um málið. Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Sjá meira
Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn í dag, þar sem fjallað verður um málefni Hrólfs Ölvissonar framkvæmdastjóra flokksins, vegna aflandsviðskipa hans í skattaskjólum. Flokkurinn kom saman til fundar í gær en eftir hann vildu þingmenn ekki tjá sig, en sögðust líklega gera það eftir fundinn í dag. Fjallað var um umfangsmikil viðskipti Hrólfs Ölvissonar framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins í gær. Í Panamaskjölunum kemur fram að hann stofnaði meðal annars aflandsfélag árið 2003 til að leyna fjárfestingum í dönsku fyrirtæki. Hrólfur var á þeim tíma stjórnarformaður Vinnumálastofnunar en hann hefur enn fremur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Innan Framsóknarflokksins hefur einnig hefur verið ákveðið að bjóða til miðstjórnarfundar flokksins 4. júní, þar sem tekin verður ákvörðun um hvort boðað verði til flokksþings. Þingflokkurinn ætlar einnig að funda með Hrólfi. „Eins og kom fram í þættinum eru þetta félög sem voru stofnuð til á þessum tíma sem að þetta var í gangi hér á Íslandi og eru löngu frágengin,“ sagði Sigurður Ingi eftir fund þingmanna flokksins í gær. „En það er eðlilegt að setjast niður með framkvæmdastjóranum og ræða við hann um þessi mál.“ Hann sagði málið ekki eingöngu óþægilegt fyrir Framsóknarflokkinn. Heldur væri þetta óþægilegt fyrir Ísland. Panamaskjölin sýndu hve óeðlilega mikill fjöldi Íslendinga hefði nýtt sér þessa þjónustu bankanna og það yrði að skoða. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði Panamaskjölin hafa sýnt fram á að hópur áhrifafólks í viðskiptum, pólitík og öðrum greinum hefði nýtt þessar leiðir til að fara með sitt fé. „Eðlilega mun þetta draga úr trausti í samfélaginu og það er áhyggjuefni fyrir okkur sem lýðræðisríki. Að þetta muni draga úr trausti á stofnunum samfélagsins ekki síst vegna þess að þarna hefur þessi fámenni hópur, í krafti sinna áhrifa, verið að njóta ákveðinnar forréttindastöðu til þess að höndla með sín fjármál,“ sagði Katrín. Hún sagði að það myndi reyna á okkur sem samfélag, hvernig við tækjumst á við málið. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í gær um málið.
Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum