Skattsvikamálið: Fastagestir hjá gjaldkerum tóku út hundruð milljóna sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 27. apríl 2016 13:30 Málið er eitt það umfangsmesta sinnar tegundar hér á landi, en einn ákærðu er fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra. Hann er sagður hafa gegnt lykilhlutverki í málinu. vísir Virðisaukaskattsvik áttmenninganna sem ákærðir hafa verið fyrir stórfelld skattalagabrot á árunum 2009 til 2010 fóru fram í nafni tveggja félaga, H94 ehf. og Ólafsson heildverslunar. Um var að ræða eins konar sýndarfyrirtæki sem stofnuð voru í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu, en fólkinu tókst að svíkja út tæplega 300 milljónir króna af hinu opinbera. Um er að ræða sex karla og tvær konur. Brotavilji þeirra virðist hafa verið einbeittur, ef marka má ákæru sem gefin var út fyrr í þessum mánuði og Vísir hefur undir höndum. Svikin voru skipulögð af Steingrími Þór Ólafssyni og urðu að veruleika með aðstoð fyrrverandi starfsmanns Ríkisskattstjóra. Hin sex sáu meðal annars um að taka féð út úr banka og millifæra það á milli félaganna tveggja. Þau fóru á níu mánaða tímabili, frá október 2009 til júlí 2010, hátt í 200 sinnum í útibú Arion banka og Íslandsbanka til að taka út 277 milljónir króna í reiðufé. Peningarnir hafa aldrei fundist, samkvæmt heimildum fréttastofu.Blekkti samstarfskonu sína Fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra er ákærður fyrir fjársvik í opinberu starfi og peningaþvætti. Hann er sagður hafa samþykkt umsóknir félaganna tveggja um sérstaka skráningu á virðisaukaskattskrá gegn betri vitund, enda hafi verið um tilhæfulausar umsóknir að ræða. Umrædd félög höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að fyrrnefndum starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé vegna byggingar þriggja húsa, sem aldrei voru reist, og aldrei stóð til að reisa. Á þeim tíma gátu fyrirtæki fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan uppbyggingu stóð. Maðurinn er sagður hafa blekkt samstarfskonu sína, sem sá um skráningar í virðisaukaskattskerfið, til þess að skrá inn í tölvukerfið tilhæfulausar tryggingar upp á hundruð milljóna. Þá móttók hann til afgreiðslu tilhæfulausar virðisaukaskattskýrslur þar sem innskattur var oftar en ekki ranglega tilgreindur. Þannig myndaðist inneign sem félögin gátu tekið út hjá Tollstjóra. Þá er maðurinn sakaður um peningaþvætti með því að hafa frá október 2009 til lok ágústmánaðar 2010 tekið við frá óþekktum aðilum rúmum 9,6 milljónum króna, sem hann nýtti sér í eigin þágu og fjölskyldu sinnar. „Fjármunirnir sem ákærði tók við voru hluti af ólögmætum ávinningi af auðgunarbrotum hans í opinberu starfi,“ segir í ákærunni. Maðurinn hætti störfum hjá Ríkisskattstjóra eftir að málið komst upp.Steingrímur Þór Ólafsson hélt af landi brott til Suður-Ameríku nokkrum dögum áður en upp komst um svikin og handtökurnar fóru fram.Greiddi fólki fyrir að taka þátt Steingrímur Þór Ólafsson er sagður hafa skipulagt svikin. Skömmu áður en upp komst um brotin í september 2010 hélt hann af landi brott til Venesúela, og var framseldur þaðan til Íslands eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi um nokkurt skeið. Þá hafði verið lýst eftir honum af alþjóðadeild embættis ríkislögreglustjóra og Interpol. Fjölmiðlar í Venesúela sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum. Steingrímur fékk, að því er segir í ákæru, sex meðákærðu til þess að gerast prókúruhafar í félögunum tveimur gegn þóknun. Greiddi hann fólkinu frá 100 þúsund krónum upp í 3,5 milljónir króna til þess að taka þátt í fjársvikunum. Þá fékk hann það jafnframt til þess að fara í banka og ýmist taka út reiðufé eða millifæra það á aðra reikninga. Hann er sagður hafa, á tímabilinu 6. október 2009 til lok júlímánaðar 2010, hafa tekið við frá meðákærðu tæplega 278 milljónum króna í reiðufé. Í ákærunni er Steingrímur sagður hafa geymt fjármunina um stund og afhent þá loks ótilgreindum aðila.Tveir ákærðu hittust á indverskum veitingastað í Kópavogi í júlí 2010 þar sem annar þeirra tók við samtals 17 milljónum króna.vísir/vilhelmAfhenti peningana á indverskum veitingastað Rúmlega fertugur karlmaður, sem er ákærður fyrir peningaþvætti, er sakaður um að hafa tekið við poka sem innihélt 17 milljónir króna í reiðufé frá einum meðákærðu og nýtt sér féð í eigin þágu og fjölskyldu sinnar. Hann tók við pokanum á veitingastaðnum Austurlandahraðlestinni í Kópavogi í júlí 2010. Fjármunirnir voru ólögmætur ávinningur af auðgunarbrotum starfsmanns Ríkisskattstjóra. Maðurinn er með einn dóm á bakinu en hann var árið 2010 dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. Honum var meðal annars gefið að sök að hafa sett upp ræktunarstöð fyrir allt að sex hundruð plöntur á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd.Tók út 133 milljónir Kona sem ákærð er í málinu gerðist prókúruhafi, að beiðni Steingríms, fyrir 3,5 milljóna króna greiðslu. Hún er sögð hafa að minnsta kosti 83 sinnum farið í útibú Íslandsbanka og tekið út fé af bankareikningi Ólafsson heildverslunar, rúmlega 133 milljónir króna. Þá hafi hún haldið fjármununum í eigin vörslum uns hún afhenti meðákærða þá, að undanskildum 9,4 milljónum króna. Hin fjögur eru jafnframt ákærð fyrir fjársvik og peningaþvætti en þau gerðust einnig prókúruhafar gegn þóknun. Þau fóru, þegar ferðir þeirra eru lagðar saman, á annað hundrað sinnum í útibú Arion banka og Íslandsbanka, millifærðu peningana á milli reikninga, og héldu fjármunum í eigin vörslu.Grunuð um stórfellt fíkniefnalagabrot Þá eru þrjú þeirra, Steingrímur, ásamt pari, ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Steingrími er gefið að sök að hafa farið inn á heimili parsins árið 2009 með rúm ellefu kíló af hassi, sem ætluð voru til söludreifingar í ágóðaskyni, og beðið parið um að geyma töskuna og fíkniefnin í ótilgreindan tíma. Parið er ákært fyrir að hafa haft fíkniefnin í vörslum sínum. Rannsókn lögreglu var viðamikil og var húsleit gerð víða á meðan henni stóð. Að minnsta kosti níu voru handteknir í tengslum við málið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lauk rannsókninni árið 2013 og fór málið í kjölfarið á borð ríkissaksóknara. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í næsta mánuði. VSK-málið Tengdar fréttir Milljónirnar 270 ófundnar Átta sæta ákæru ríkissaksóknara vegna skattsvika af sjaldséðri stærðargráðu. 26. apríl 2016 15:07 Átta ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 300 milljónir úr ríkinu Eitt umfangsmesta skattsvikamál Íslandssögunnar. 26. apríl 2016 09:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira
Virðisaukaskattsvik áttmenninganna sem ákærðir hafa verið fyrir stórfelld skattalagabrot á árunum 2009 til 2010 fóru fram í nafni tveggja félaga, H94 ehf. og Ólafsson heildverslunar. Um var að ræða eins konar sýndarfyrirtæki sem stofnuð voru í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu, en fólkinu tókst að svíkja út tæplega 300 milljónir króna af hinu opinbera. Um er að ræða sex karla og tvær konur. Brotavilji þeirra virðist hafa verið einbeittur, ef marka má ákæru sem gefin var út fyrr í þessum mánuði og Vísir hefur undir höndum. Svikin voru skipulögð af Steingrími Þór Ólafssyni og urðu að veruleika með aðstoð fyrrverandi starfsmanns Ríkisskattstjóra. Hin sex sáu meðal annars um að taka féð út úr banka og millifæra það á milli félaganna tveggja. Þau fóru á níu mánaða tímabili, frá október 2009 til júlí 2010, hátt í 200 sinnum í útibú Arion banka og Íslandsbanka til að taka út 277 milljónir króna í reiðufé. Peningarnir hafa aldrei fundist, samkvæmt heimildum fréttastofu.Blekkti samstarfskonu sína Fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra er ákærður fyrir fjársvik í opinberu starfi og peningaþvætti. Hann er sagður hafa samþykkt umsóknir félaganna tveggja um sérstaka skráningu á virðisaukaskattskrá gegn betri vitund, enda hafi verið um tilhæfulausar umsóknir að ræða. Umrædd félög höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að fyrrnefndum starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé vegna byggingar þriggja húsa, sem aldrei voru reist, og aldrei stóð til að reisa. Á þeim tíma gátu fyrirtæki fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan uppbyggingu stóð. Maðurinn er sagður hafa blekkt samstarfskonu sína, sem sá um skráningar í virðisaukaskattskerfið, til þess að skrá inn í tölvukerfið tilhæfulausar tryggingar upp á hundruð milljóna. Þá móttók hann til afgreiðslu tilhæfulausar virðisaukaskattskýrslur þar sem innskattur var oftar en ekki ranglega tilgreindur. Þannig myndaðist inneign sem félögin gátu tekið út hjá Tollstjóra. Þá er maðurinn sakaður um peningaþvætti með því að hafa frá október 2009 til lok ágústmánaðar 2010 tekið við frá óþekktum aðilum rúmum 9,6 milljónum króna, sem hann nýtti sér í eigin þágu og fjölskyldu sinnar. „Fjármunirnir sem ákærði tók við voru hluti af ólögmætum ávinningi af auðgunarbrotum hans í opinberu starfi,“ segir í ákærunni. Maðurinn hætti störfum hjá Ríkisskattstjóra eftir að málið komst upp.Steingrímur Þór Ólafsson hélt af landi brott til Suður-Ameríku nokkrum dögum áður en upp komst um svikin og handtökurnar fóru fram.Greiddi fólki fyrir að taka þátt Steingrímur Þór Ólafsson er sagður hafa skipulagt svikin. Skömmu áður en upp komst um brotin í september 2010 hélt hann af landi brott til Venesúela, og var framseldur þaðan til Íslands eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi um nokkurt skeið. Þá hafði verið lýst eftir honum af alþjóðadeild embættis ríkislögreglustjóra og Interpol. Fjölmiðlar í Venesúela sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum. Steingrímur fékk, að því er segir í ákæru, sex meðákærðu til þess að gerast prókúruhafar í félögunum tveimur gegn þóknun. Greiddi hann fólkinu frá 100 þúsund krónum upp í 3,5 milljónir króna til þess að taka þátt í fjársvikunum. Þá fékk hann það jafnframt til þess að fara í banka og ýmist taka út reiðufé eða millifæra það á aðra reikninga. Hann er sagður hafa, á tímabilinu 6. október 2009 til lok júlímánaðar 2010, hafa tekið við frá meðákærðu tæplega 278 milljónum króna í reiðufé. Í ákærunni er Steingrímur sagður hafa geymt fjármunina um stund og afhent þá loks ótilgreindum aðila.Tveir ákærðu hittust á indverskum veitingastað í Kópavogi í júlí 2010 þar sem annar þeirra tók við samtals 17 milljónum króna.vísir/vilhelmAfhenti peningana á indverskum veitingastað Rúmlega fertugur karlmaður, sem er ákærður fyrir peningaþvætti, er sakaður um að hafa tekið við poka sem innihélt 17 milljónir króna í reiðufé frá einum meðákærðu og nýtt sér féð í eigin þágu og fjölskyldu sinnar. Hann tók við pokanum á veitingastaðnum Austurlandahraðlestinni í Kópavogi í júlí 2010. Fjármunirnir voru ólögmætur ávinningur af auðgunarbrotum starfsmanns Ríkisskattstjóra. Maðurinn er með einn dóm á bakinu en hann var árið 2010 dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. Honum var meðal annars gefið að sök að hafa sett upp ræktunarstöð fyrir allt að sex hundruð plöntur á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd.Tók út 133 milljónir Kona sem ákærð er í málinu gerðist prókúruhafi, að beiðni Steingríms, fyrir 3,5 milljóna króna greiðslu. Hún er sögð hafa að minnsta kosti 83 sinnum farið í útibú Íslandsbanka og tekið út fé af bankareikningi Ólafsson heildverslunar, rúmlega 133 milljónir króna. Þá hafi hún haldið fjármununum í eigin vörslum uns hún afhenti meðákærða þá, að undanskildum 9,4 milljónum króna. Hin fjögur eru jafnframt ákærð fyrir fjársvik og peningaþvætti en þau gerðust einnig prókúruhafar gegn þóknun. Þau fóru, þegar ferðir þeirra eru lagðar saman, á annað hundrað sinnum í útibú Arion banka og Íslandsbanka, millifærðu peningana á milli reikninga, og héldu fjármunum í eigin vörslu.Grunuð um stórfellt fíkniefnalagabrot Þá eru þrjú þeirra, Steingrímur, ásamt pari, ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Steingrími er gefið að sök að hafa farið inn á heimili parsins árið 2009 með rúm ellefu kíló af hassi, sem ætluð voru til söludreifingar í ágóðaskyni, og beðið parið um að geyma töskuna og fíkniefnin í ótilgreindan tíma. Parið er ákært fyrir að hafa haft fíkniefnin í vörslum sínum. Rannsókn lögreglu var viðamikil og var húsleit gerð víða á meðan henni stóð. Að minnsta kosti níu voru handteknir í tengslum við málið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lauk rannsókninni árið 2013 og fór málið í kjölfarið á borð ríkissaksóknara. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í næsta mánuði.
VSK-málið Tengdar fréttir Milljónirnar 270 ófundnar Átta sæta ákæru ríkissaksóknara vegna skattsvika af sjaldséðri stærðargráðu. 26. apríl 2016 15:07 Átta ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 300 milljónir úr ríkinu Eitt umfangsmesta skattsvikamál Íslandssögunnar. 26. apríl 2016 09:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira
Milljónirnar 270 ófundnar Átta sæta ákæru ríkissaksóknara vegna skattsvika af sjaldséðri stærðargráðu. 26. apríl 2016 15:07
Átta ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 300 milljónir úr ríkinu Eitt umfangsmesta skattsvikamál Íslandssögunnar. 26. apríl 2016 09:00