Hermann hefur bullandi trú á oddaleik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2016 06:00 Pavel Ermolinskij fer hér framhjá Haukamanninum Emil Barja. Vísir/Ernir Eftir að hafa lent 2-0 undir í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla bitu Haukarnir frá sér. Það gerðu þeir meira að segja án síns besta manns, Kára Jónssonar, og eru aftur komnir inn í einvígið. Haukarnir eiga heimaleik í kvöld gegn ríkjandi meisturum og geta komið einvíginu í oddaleik með sigri í kvöld. Það mátti líklega telja þá á fingrum annarrar handar sem höfðu trú á sigri Hauka í síðustu leik en Haukarnir sýndu hvað í þeim býr. Þeir eru komnir með blóð á tennurnar og skildi enginn afskrifa Hafnarfjarðarliðið.Hugarfar Haukanna breyttist „Mér fannst hugarfarið breytast hjá Haukunum. Þeir höfðu meiri trú á verkefninu en í hinum leikjunum. Pressan var líka af þeim og þeir gátu komið algjörlega æðrulausir í leikinn með allt að vinna en engu að tapa. Nú settu þeir líka niður stóru skotin ólíkt því sem var í leik tvö,“ segir Hermann Hauksson, sérfræðingur hjá Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. „Ég hef trú á þeim núna. Það er byr með þeim og þeir verða að halda í trúna enda hafa þeir nú séð að þeir geta vel unnið KR. Það verður fullt hús og stemning. Ég hef bullandi trú á því að þeir komi þessu í oddaleik.“ Síðasti leikur liðanna var heldur betur dramatískur þar sem Finnur Atli Magnússon tryggði Haukum framlengingu með ævintýralegri þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út. „Finnur var flottur. Emil Barja var traustur allan leikinn sem og Brandon Mobley. Eini maðurinn sem spilaði ekki vel hjá Haukum var Haukur Óskarsson en hann átti afleitan leik. Það sem gerist þegar Kári Jónsson dettur út er að sóknarleikurinn laskast mikið. Fjarvera hans hefur lítil áhrif á vörnina enda Kári ekki sterkur varnarmaður. Það þurfa fleiri að stíga upp í sókninni og það hafa Emil og Kristinn Marinósson meðal annars gert,“ segir Hermann en innkoma Guðna Valentínusarsonar hefur einnig fært Haukum mikið. „Hann kom þeim inn í leik tvö og stoppar Craion. Hann nær að halda honum frá körfunni og lætur ekki gabba sig. Svo fær hann mígreniskast og getur ekki spilað meira sem er leiðinlegt. Þetta er reyndur strákur sem hefur spilað í Hólminum og Danmörku og kann alveg leikinn. Haukanna vegna vona ég að hann verði heill heilsu í þessum leik. Þeir þurfa á honum að halda.“Finnur Atli Magnússon sækir að Pavel í síðasta leik.Vísir/ErnirKR-ingar gerðu röð mistaka Það héldu nánast allir að KR-ingar myndu sópa Haukunum auðveldlega í síðasta leik en hvað klikkar eiginlega hjá þeim? „KR-ingarnir gerðu röð mistaka og sáu til þess sjálfir að þeir unnu ekki leikinn. Þeir eru stigi yfir og Haukar verða að brjóta. Þá eiga menn eins og Craion og Snorri að fara langt upp völlinn og frá boltanum. Brynjar, Helgi og Bjössi eiga að fá boltann. Hin mistökin eru að gefa Haukum séns á lokaskotinu. Þeir hefðu átt að brjóta og senda Haukana á línuna. Sérstaklega þegar Haukur fékk boltann því hann vildi aldrei fara á línuna. Hann var svo stressaður. KR-ingarnir voru ekki tengdir síðustu mínútur leiksins,“ segir Hermann en meistararnir eru ekki alltaf upp á sitt besta í lok jafnra leikja. „Það er munstur sem við höfum séð og kemur á óvart. Þetta er eitt reynslumesta úrslitaeinvígislið sem hefur komið fram. Þeir þekkja þetta allt flestir. Nú sjáum við í þessum leik úr hverju liðin eru gerð en ég held að þetta verði magnaður leikur. Jafn og skemmtilegur í flottri stemningu.“Hafði ekki trú á leik fjögur Þó að Hermann hafi trú á oddaleik þá sér hann það samt ekki gerast að KR tapi þremur leikjum í röð. „Ég hafði ekki trú á leik fjögur eftir leik tvö. Ég hef trú á oddaleik en sé ekki fyrir mér að KR tapi þar. Ég verð í settinu með Kidda Friðriks á þessum leik og við skoruðum á Haukana eftir leik tvö að ef þeir vildu sjá okkur aftur þar yrðu þeir að taka leik þrjú. Þeir tóku þeirri áskorun. Auðvitað vildu þeir sjá okkur sykurkoddana aftur á skjánum. Hver vill það ekki?“ segir Hermann léttur. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Eftir að hafa lent 2-0 undir í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla bitu Haukarnir frá sér. Það gerðu þeir meira að segja án síns besta manns, Kára Jónssonar, og eru aftur komnir inn í einvígið. Haukarnir eiga heimaleik í kvöld gegn ríkjandi meisturum og geta komið einvíginu í oddaleik með sigri í kvöld. Það mátti líklega telja þá á fingrum annarrar handar sem höfðu trú á sigri Hauka í síðustu leik en Haukarnir sýndu hvað í þeim býr. Þeir eru komnir með blóð á tennurnar og skildi enginn afskrifa Hafnarfjarðarliðið.Hugarfar Haukanna breyttist „Mér fannst hugarfarið breytast hjá Haukunum. Þeir höfðu meiri trú á verkefninu en í hinum leikjunum. Pressan var líka af þeim og þeir gátu komið algjörlega æðrulausir í leikinn með allt að vinna en engu að tapa. Nú settu þeir líka niður stóru skotin ólíkt því sem var í leik tvö,“ segir Hermann Hauksson, sérfræðingur hjá Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. „Ég hef trú á þeim núna. Það er byr með þeim og þeir verða að halda í trúna enda hafa þeir nú séð að þeir geta vel unnið KR. Það verður fullt hús og stemning. Ég hef bullandi trú á því að þeir komi þessu í oddaleik.“ Síðasti leikur liðanna var heldur betur dramatískur þar sem Finnur Atli Magnússon tryggði Haukum framlengingu með ævintýralegri þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út. „Finnur var flottur. Emil Barja var traustur allan leikinn sem og Brandon Mobley. Eini maðurinn sem spilaði ekki vel hjá Haukum var Haukur Óskarsson en hann átti afleitan leik. Það sem gerist þegar Kári Jónsson dettur út er að sóknarleikurinn laskast mikið. Fjarvera hans hefur lítil áhrif á vörnina enda Kári ekki sterkur varnarmaður. Það þurfa fleiri að stíga upp í sókninni og það hafa Emil og Kristinn Marinósson meðal annars gert,“ segir Hermann en innkoma Guðna Valentínusarsonar hefur einnig fært Haukum mikið. „Hann kom þeim inn í leik tvö og stoppar Craion. Hann nær að halda honum frá körfunni og lætur ekki gabba sig. Svo fær hann mígreniskast og getur ekki spilað meira sem er leiðinlegt. Þetta er reyndur strákur sem hefur spilað í Hólminum og Danmörku og kann alveg leikinn. Haukanna vegna vona ég að hann verði heill heilsu í þessum leik. Þeir þurfa á honum að halda.“Finnur Atli Magnússon sækir að Pavel í síðasta leik.Vísir/ErnirKR-ingar gerðu röð mistaka Það héldu nánast allir að KR-ingar myndu sópa Haukunum auðveldlega í síðasta leik en hvað klikkar eiginlega hjá þeim? „KR-ingarnir gerðu röð mistaka og sáu til þess sjálfir að þeir unnu ekki leikinn. Þeir eru stigi yfir og Haukar verða að brjóta. Þá eiga menn eins og Craion og Snorri að fara langt upp völlinn og frá boltanum. Brynjar, Helgi og Bjössi eiga að fá boltann. Hin mistökin eru að gefa Haukum séns á lokaskotinu. Þeir hefðu átt að brjóta og senda Haukana á línuna. Sérstaklega þegar Haukur fékk boltann því hann vildi aldrei fara á línuna. Hann var svo stressaður. KR-ingarnir voru ekki tengdir síðustu mínútur leiksins,“ segir Hermann en meistararnir eru ekki alltaf upp á sitt besta í lok jafnra leikja. „Það er munstur sem við höfum séð og kemur á óvart. Þetta er eitt reynslumesta úrslitaeinvígislið sem hefur komið fram. Þeir þekkja þetta allt flestir. Nú sjáum við í þessum leik úr hverju liðin eru gerð en ég held að þetta verði magnaður leikur. Jafn og skemmtilegur í flottri stemningu.“Hafði ekki trú á leik fjögur Þó að Hermann hafi trú á oddaleik þá sér hann það samt ekki gerast að KR tapi þremur leikjum í röð. „Ég hafði ekki trú á leik fjögur eftir leik tvö. Ég hef trú á oddaleik en sé ekki fyrir mér að KR tapi þar. Ég verð í settinu með Kidda Friðriks á þessum leik og við skoruðum á Haukana eftir leik tvö að ef þeir vildu sjá okkur aftur þar yrðu þeir að taka leik þrjú. Þeir tóku þeirri áskorun. Auðvitað vildu þeir sjá okkur sykurkoddana aftur á skjánum. Hver vill það ekki?“ segir Hermann léttur.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira