Formaður framkvæmdaráðs Pírata ekki í Panama-skjölunum og segir því af sér Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. apríl 2016 13:03 Erna Ýr Öldudóttir nú fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata. Vísir/Stöð2 „Ég hef sagt af mér trúnaðarstörfum og þar með formennsku í framkvæmdaráði Pírata,“ segir Erna Ýr Öldudóttir. Ástæðuna segir hún vera þá að hvorki nafn hennar né félag í hennar eigu hafi komið fram í Panama-skjölunum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi framkvæmdaráði flokksins í gær. „Ég dreg mig í hlé til að koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Pírata og þau góðu störf sem þeir hafa unnið í tíð þessarar ríkisstjórnar, þar sem mér hefur ekki tekist að skipa mér á bekk með alvöru ræningjum, hverjir ránsfengi sína fela á sjóræningjaeyjum suður í höfum.“ Þá segir Erna aðrar ástæður vera fyrir hendi en sú sem fyrrgreind er og varða þær málefnalegan ágreining og þá „staðreynd að einstaka meðlimir framkvæmdaráðs hafa ekki sýnt þá samstöðu sem þarf til að takast á við mikilvæg verkefni eins og til dæmis tímanlega ráðningu framkvæmdastjóra í afar ört stækkandi flokki með óteljandi áskoranir framundan.“ Tilkynningu Ernu má sjá í heild sinni hér að neðan.Fimmtudagur, 28. apríl 2016Afhent á formlegum fundi framkvæmdaráðs PírataVegna þess að nafn mitt eða félaga í minni eigu hefur hvergi komið fram í hinum svokölluðu “Panamaskjölum”, hef ég ákveðið að segja mig frá trúnaðarstörfum fyrir Pírata og þar með formennsku í framkvæmdaráði flokksins.Ég dreg mig í hlé til að koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Pírata og þau góðu störf sem þeir hafa unnið í tíð þessarar ríkisstjórnar, þar sem mér hefur ekki tekist að skipa mér á bekk með alvöru ræningjum, hverjir ránsfengi sína fela á sjóræningjaeyjum suður í höfum.Aðrar mikilvægar ástæður eru málefnalegur ágreiningur og sú staðreynd að einstaka meðlimir framkvæmdaráðs hafa ekki sýnt þá samstöðu sem þarf til að takast á við mikilvæg verkefni eins og t.d. tímanlega ráðningu framkvæmdastjóra í afar ört stækkandi flokki með óteljandi áskoranir framundan. Því miður kemur fyrirséð annríki nú í veg fyrir að ég geti sinnt hlutverki mínu áfram af þeim krafti og þeirri alúð sem þarf til að ljúka þeim verkefnum sem liggja fyrir, m.a. vegna þess að framkvæmdastjóri hefur enn ekki verið ráðinn.Við þessi tímamót vil ég nota tækifærið og þakka fyrir að mestu gott og ánægjulegt samstarf þann tíma sem ég hef gegnt trúnaðarstörfum í sjálfboðavinnu fyrir flokkinn.Erna Ýr Öldudóttir Tengdar fréttir Píratar auglýsa eftir framkvæmdastjóra Vegna anna þarf flokkurinn að ráða metnaðarfullan einstakling sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni. 9. mars 2016 15:20 Pírata skortir fólk en ekki málefni Píratar reyna nú að bregðast við margfaldri fylgisaukningu flokksins með því að endurmóta stefnumálin. Þeir glíma hinsvegar við þann vanda að fleira fólk vantar til starfa. 5. mars 2016 18:48 Píratar vinna úr deilum sínum með hjálp vinnustaðasálfræðings „Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi.“ 29. febrúar 2016 20:16 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
„Ég hef sagt af mér trúnaðarstörfum og þar með formennsku í framkvæmdaráði Pírata,“ segir Erna Ýr Öldudóttir. Ástæðuna segir hún vera þá að hvorki nafn hennar né félag í hennar eigu hafi komið fram í Panama-skjölunum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi framkvæmdaráði flokksins í gær. „Ég dreg mig í hlé til að koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Pírata og þau góðu störf sem þeir hafa unnið í tíð þessarar ríkisstjórnar, þar sem mér hefur ekki tekist að skipa mér á bekk með alvöru ræningjum, hverjir ránsfengi sína fela á sjóræningjaeyjum suður í höfum.“ Þá segir Erna aðrar ástæður vera fyrir hendi en sú sem fyrrgreind er og varða þær málefnalegan ágreining og þá „staðreynd að einstaka meðlimir framkvæmdaráðs hafa ekki sýnt þá samstöðu sem þarf til að takast á við mikilvæg verkefni eins og til dæmis tímanlega ráðningu framkvæmdastjóra í afar ört stækkandi flokki með óteljandi áskoranir framundan.“ Tilkynningu Ernu má sjá í heild sinni hér að neðan.Fimmtudagur, 28. apríl 2016Afhent á formlegum fundi framkvæmdaráðs PírataVegna þess að nafn mitt eða félaga í minni eigu hefur hvergi komið fram í hinum svokölluðu “Panamaskjölum”, hef ég ákveðið að segja mig frá trúnaðarstörfum fyrir Pírata og þar með formennsku í framkvæmdaráði flokksins.Ég dreg mig í hlé til að koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Pírata og þau góðu störf sem þeir hafa unnið í tíð þessarar ríkisstjórnar, þar sem mér hefur ekki tekist að skipa mér á bekk með alvöru ræningjum, hverjir ránsfengi sína fela á sjóræningjaeyjum suður í höfum.Aðrar mikilvægar ástæður eru málefnalegur ágreiningur og sú staðreynd að einstaka meðlimir framkvæmdaráðs hafa ekki sýnt þá samstöðu sem þarf til að takast á við mikilvæg verkefni eins og t.d. tímanlega ráðningu framkvæmdastjóra í afar ört stækkandi flokki með óteljandi áskoranir framundan. Því miður kemur fyrirséð annríki nú í veg fyrir að ég geti sinnt hlutverki mínu áfram af þeim krafti og þeirri alúð sem þarf til að ljúka þeim verkefnum sem liggja fyrir, m.a. vegna þess að framkvæmdastjóri hefur enn ekki verið ráðinn.Við þessi tímamót vil ég nota tækifærið og þakka fyrir að mestu gott og ánægjulegt samstarf þann tíma sem ég hef gegnt trúnaðarstörfum í sjálfboðavinnu fyrir flokkinn.Erna Ýr Öldudóttir
Tengdar fréttir Píratar auglýsa eftir framkvæmdastjóra Vegna anna þarf flokkurinn að ráða metnaðarfullan einstakling sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni. 9. mars 2016 15:20 Pírata skortir fólk en ekki málefni Píratar reyna nú að bregðast við margfaldri fylgisaukningu flokksins með því að endurmóta stefnumálin. Þeir glíma hinsvegar við þann vanda að fleira fólk vantar til starfa. 5. mars 2016 18:48 Píratar vinna úr deilum sínum með hjálp vinnustaðasálfræðings „Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi.“ 29. febrúar 2016 20:16 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Píratar auglýsa eftir framkvæmdastjóra Vegna anna þarf flokkurinn að ráða metnaðarfullan einstakling sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni. 9. mars 2016 15:20
Pírata skortir fólk en ekki málefni Píratar reyna nú að bregðast við margfaldri fylgisaukningu flokksins með því að endurmóta stefnumálin. Þeir glíma hinsvegar við þann vanda að fleira fólk vantar til starfa. 5. mars 2016 18:48
Píratar vinna úr deilum sínum með hjálp vinnustaðasálfræðings „Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi.“ 29. febrúar 2016 20:16