Hammarby vann auðveldan sigur á Helsingborg, 5-1, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Helsingborg komst yfir í leiknum á fjórðu mínútu en þá var þátttöku þeirra í leiknum lokið.
Birkir Már Sævarsson var í byrjunarliði Hammarby og lagði hann upp eitt mark í leiknum.
Ögmundur Kristinsson var að vana í rammanum hjá Hammarby. Erik Israelsson skoraði þrennu fyrir heimamenn í leiknum og Alex og Måns Söderqvist sitt markið hvor. Ögmundur, Birkir og Arnór Smárason léku allan leikinn fyrir Hammarby í dag.
Hammarby er í sjötta sæti deildarinnar með fjögur stig en Helsingborg er með eitt stig.
Auðvelt hjá Íslendingaliðinu
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið





Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn


„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn