Óljós dagskrá þingfunda næstu daga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2016 10:30 Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar á ríkisráðsfundi á Bessastöðum síðastliðinn fimmtudag þegar hún tók við völdum. Vísir/Anton Brink Þingflokksfundadagur er á Alþingi í dag og er það samkvæmt starfsáætlun þingsins en klukkan 11 munu þingflokksformenn funda með Einari K. Guðfinnssyni, forseta þingsins. Á vef Alþingis kemur fram að næsti þingfundur verði á morgun en að sögn Einars liggur ekki fyrir hvað verði þá á dagskrá. Það ætti að skýrast í dag en eins og venjulega á þirðjudögum mun fundurinnar hefjast klukkan 13:30. Eins og kunnugt er tók ný ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks við síðastliðinn fimmtudag en stefna hennar byggir á stjórnarsáttmála sömu flokka sem undirritaður var snemmsumars 2013 þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, tók við völdum. Ljóst er að núverandi ríkisstjórn, með Sigurð Inga Jóhannasson, forsætisráðherra, í broddi fylkingar þarf að setja ákveðin mál í forgang ef stjórnarflokkarnir hyggjast standa við yfirlýsingar um að boða til kosninga í haust. Ef marka má orð Sigurðar Inga og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, er losun fjármagnshafta efst á forgangslistanum en önnur mál sem lögð verður áhersla á eru húsnæðismál, heilbrigðismál og verðtryggingin. Leiða má líkur að því að ríkisstjórnin þurfi að ræða við stjórnarandstöðuna og komast að samkomulagi við hana um að greiða götu ákveðinna mála í þinginu á næstu vikum og mánuðum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að ekki hafi verið rætt við stjórnarandstöðuna um að setjast niður og fara yfir þessi mál. Hún segir að stjórnarandstaðan leggi megináherslu á að fá tvo hluti á hreint, annars vegar það hvenær þingkosningar eigi að fara hér fram og hins vegar hver málalisti nýrrar ríkisstjórnar verði. Alþingi Tengdar fréttir Ekki tímabært að ákveða kjördag Fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ákveða kjördag í haust. Málið muni skýrast á næstu vikum og velta á framgangi þingmála. Þá útilokar hann ekki sumarþing til hægt verði að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára. 10. apríl 2016 18:38 Kynna jafnvel fjárlög fyrir kosningar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman í Valhöll í gær í framhaldi af nýju stjórnarsamstarfi þar sem farið var yfir aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar og framhaldið rætt. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur koma til álita að kynna frumvarp til fjárlaga í haust og ganga síðan til kosninga. 11. apríl 2016 07:00 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þingflokksfundadagur er á Alþingi í dag og er það samkvæmt starfsáætlun þingsins en klukkan 11 munu þingflokksformenn funda með Einari K. Guðfinnssyni, forseta þingsins. Á vef Alþingis kemur fram að næsti þingfundur verði á morgun en að sögn Einars liggur ekki fyrir hvað verði þá á dagskrá. Það ætti að skýrast í dag en eins og venjulega á þirðjudögum mun fundurinnar hefjast klukkan 13:30. Eins og kunnugt er tók ný ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks við síðastliðinn fimmtudag en stefna hennar byggir á stjórnarsáttmála sömu flokka sem undirritaður var snemmsumars 2013 þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, tók við völdum. Ljóst er að núverandi ríkisstjórn, með Sigurð Inga Jóhannasson, forsætisráðherra, í broddi fylkingar þarf að setja ákveðin mál í forgang ef stjórnarflokkarnir hyggjast standa við yfirlýsingar um að boða til kosninga í haust. Ef marka má orð Sigurðar Inga og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, er losun fjármagnshafta efst á forgangslistanum en önnur mál sem lögð verður áhersla á eru húsnæðismál, heilbrigðismál og verðtryggingin. Leiða má líkur að því að ríkisstjórnin þurfi að ræða við stjórnarandstöðuna og komast að samkomulagi við hana um að greiða götu ákveðinna mála í þinginu á næstu vikum og mánuðum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að ekki hafi verið rætt við stjórnarandstöðuna um að setjast niður og fara yfir þessi mál. Hún segir að stjórnarandstaðan leggi megináherslu á að fá tvo hluti á hreint, annars vegar það hvenær þingkosningar eigi að fara hér fram og hins vegar hver málalisti nýrrar ríkisstjórnar verði.
Alþingi Tengdar fréttir Ekki tímabært að ákveða kjördag Fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ákveða kjördag í haust. Málið muni skýrast á næstu vikum og velta á framgangi þingmála. Þá útilokar hann ekki sumarþing til hægt verði að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára. 10. apríl 2016 18:38 Kynna jafnvel fjárlög fyrir kosningar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman í Valhöll í gær í framhaldi af nýju stjórnarsamstarfi þar sem farið var yfir aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar og framhaldið rætt. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur koma til álita að kynna frumvarp til fjárlaga í haust og ganga síðan til kosninga. 11. apríl 2016 07:00 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ekki tímabært að ákveða kjördag Fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ákveða kjördag í haust. Málið muni skýrast á næstu vikum og velta á framgangi þingmála. Þá útilokar hann ekki sumarþing til hægt verði að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára. 10. apríl 2016 18:38
Kynna jafnvel fjárlög fyrir kosningar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman í Valhöll í gær í framhaldi af nýju stjórnarsamstarfi þar sem farið var yfir aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar og framhaldið rætt. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur koma til álita að kynna frumvarp til fjárlaga í haust og ganga síðan til kosninga. 11. apríl 2016 07:00