Lögreglan misreiknaði fjölda mótmælenda Birgir Örn Steinarsson skrifar 11. apríl 2016 13:26 Lögreglan og skipuleggjendur styðjast við ólíkar aðferðir við fjöldamat á mótmælum. Vísir Margir hafa tekið eftir því síðustu daga hversu miklu skeikar á tölum lögreglunnar og skipuleggjanda um fjölda þess fólks sem hefur mætt á Austurvöll að mótmæla. Munurinn hefur verið svo mikill að margir hafa kastað fram þeim kenningum að lögreglan hljóti viljandi að vera gefa rangar tölur. Sú fullyrðing stenst enga skoðun en þó má velta því fyrir sér hvor þær aðferðir sem lögreglan hefur nýtt til þessa geti gefið réttar tölur. Vandamálið virðist liggja í því hvaða fermetrafjöldi er notaður við útreikninga en svo virðist sem lögreglan styðjist við of lága tölu. Að sama skapi eru talningaaðferðir skipuleggjenda þess eðlis að sami einstaklingur gæti hæglega verið talinn oftar en einu sinni, fari hann t.d. út af Austurvelli og komi inn aftur. Líklegt er því að þar sé um ofmat að ræða. Sem dæmi um misræmi má nefna að fyrstu tölur lögreglunnar á mótmælunum á mánudaginn fyrir viku voru um 9 þúsund manns á meðan Jæja-hópurinn, sem skipulagði mótmælin, taldi um 22 þúsund manns. Síðastliðinn laugardag gaf lögreglan fjölmiðlum það mat að um 6000 manns væru á mótmælunum á meðan talningar skipuleggjenda náðu rúmlega 14 þúsund. „Við lítum á myndavélarnar okkar þegar um það bil 30 mínútur eru liðnar af mótmælunum og þá erum við að skoða þéttnina,“ útskýrir Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri í Hverfisgötu. „Sumstaðar er þétt og annars staðar ekki og við reynum að skipta þessu svolítið niður og áætla fjöldann þannig.“ Samkvæmt Borgarvefsjá er Austurvöllur um 4800 fermetrar. Lögreglan hefur miðað við að hann sé 3500 fermetrar.Vísir/BorgarvefsjáHvað er Austurvöllur eiginlega stór? Samkvæmt þeim upplýsingum sem lögreglan hefur nýtt sér til þess að mæla mannfjöldann á Austurvelli er svæðið um 3500 fermetrar. Til þess að meta fjöldann er stuðst við útreikninga með aðferð Herbert Jacobs þar sem mat á þéttleika gefur vissa einingu sem svo er margfölduð með fermetrafjölda svæðis. Sé Austurvöllur skoðaður á vef Borgarvefsjá og flatarmál hans reiknað út (þar sem Thorvaldsensstræti, Vallarstræti, Pósthússtræti og Kirkjustræti er sleppt) kemur fram að flatarmálið er um 4860 fermetrar. Þar eru blómabeðin við Vallarstræti ekki talin með en ekki er tekið mið af trjám, styttunni af Jóni Sigurðssyni eða bekkjum þar í kring sem ættu að lækka fermetrafjöldann eitthvað. Það er þó varla hægt að færa rök fyrir því að það séu 1360 fermetrar. Það er því allt útlit fyrir að lögreglan hafi verið að styðjast við of lágan fermetrafjölda þegar komið hefur að þessum útreikningum. „Við viljum helst ekki telja sjálfir. Við eigum engra hagsmuna að gæta. Við gerum það vegna þrýstings frá fjölmiðlum sem vilja fá fjöldamat. Ég held samt að við séum nærri því en oft áður. En þetta er allt áætlun og okkur getur skjátlast.“ Þegar Arnar var spurður um hugsanlegt vanmat á stærð Austurvallar sagði hann að stuðst væri við vef Borgarvefsjá. „Mér skilst að ef þú tekur hann horn í horn sé hann um 7200 fermetrar. Ef þú tekur hann með gangstéttum og öllu þá er hann 4200 fermetrar. Þeir draga svo frá 700-800 fermetra þegar kemur að því að reikna út nýtarlegt svæði. Þannig höfum við reiknað þetta út." Arnar viðurkennir að lögreglan hafi líklegast vanmetið stöðuna. Sérstaklega þegar kom að matinu á mánudaginn fyrir viku og núna á laugardag. Hann bendir á að mótmælendur vilji skiljanlega fá sem hæsta tölu á meðan þeir sem mótmælin beinast að vilji hafa þær sem lægstar. „Báðir hafa verið að kvarta í okkur, þannig að við hljótum þá að vera nærri lagi,“ segir Arnar Rúnar í gamni en bendir einnig á að mælingar mótmælenda og lögreglunnar séu það ólíkar að rökræða megi hvort það sé yfir höfuð verið að mæla sama hlutinn. Mat lögreglunnar sé bundið við vissan tímapunkt og taki t.d. ekki mið af því hversu margir fari eða mæti á svæðið eftir það.Svona virkar Herbert Jacobs aðferðin sem gefur fljótt mat á fjölda stórra hópa.Vísir/GarðarÓlíkar mælingar Daði Ingólfsson meðlimur Jæja hópsins hefur staðið fyrir talningu fólks inn á Austurvöll undanfarna mótmælafundi. „Það er alveg satt. Við erum að mæla hvor sinn hlutinn,“ segir hann. „Við stöndum með teljara á hverju horni. Við teljum hvern einasta mann sem kemur inn á torgið á ákveðnum tíma. Á mánudaginn þegar stærstu mótmælin voru töldum við í einn klukkutíma. Þá byrjuðum við að telja korteri áður en mótmælin áttu að hefjast. Það er því alveg möguleiki að sami einstaklingurinn sé talinn tvisvar.“ Taka skal fram að á milli lögreglunnar og skipuleggjanda hafa verið góð samskipti og hvorugur hefur sakað hinn um græsku hvað mat eða talningar varðar. Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmælendur mættir á Austurvöll Mótmælin fara friðsamlega fram. 7. apríl 2016 17:29 Jæja-hópurinn fundaði með forseta Íslands "Hópurinn reyndi að túlka vilja mótmælenda eftir bestu getu og miðla honum til forseta eins milliliðalaust og hægt er,“ segir í færslu á Facebook-síðu hópsins. 7. apríl 2016 15:17 Enn er boðað til mótmæla Hópurinn Jæja boðar til þriðju mótmælanna á þremur dögum. 6. apríl 2016 07:38 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Margir hafa tekið eftir því síðustu daga hversu miklu skeikar á tölum lögreglunnar og skipuleggjanda um fjölda þess fólks sem hefur mætt á Austurvöll að mótmæla. Munurinn hefur verið svo mikill að margir hafa kastað fram þeim kenningum að lögreglan hljóti viljandi að vera gefa rangar tölur. Sú fullyrðing stenst enga skoðun en þó má velta því fyrir sér hvor þær aðferðir sem lögreglan hefur nýtt til þessa geti gefið réttar tölur. Vandamálið virðist liggja í því hvaða fermetrafjöldi er notaður við útreikninga en svo virðist sem lögreglan styðjist við of lága tölu. Að sama skapi eru talningaaðferðir skipuleggjenda þess eðlis að sami einstaklingur gæti hæglega verið talinn oftar en einu sinni, fari hann t.d. út af Austurvelli og komi inn aftur. Líklegt er því að þar sé um ofmat að ræða. Sem dæmi um misræmi má nefna að fyrstu tölur lögreglunnar á mótmælunum á mánudaginn fyrir viku voru um 9 þúsund manns á meðan Jæja-hópurinn, sem skipulagði mótmælin, taldi um 22 þúsund manns. Síðastliðinn laugardag gaf lögreglan fjölmiðlum það mat að um 6000 manns væru á mótmælunum á meðan talningar skipuleggjenda náðu rúmlega 14 þúsund. „Við lítum á myndavélarnar okkar þegar um það bil 30 mínútur eru liðnar af mótmælunum og þá erum við að skoða þéttnina,“ útskýrir Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri í Hverfisgötu. „Sumstaðar er þétt og annars staðar ekki og við reynum að skipta þessu svolítið niður og áætla fjöldann þannig.“ Samkvæmt Borgarvefsjá er Austurvöllur um 4800 fermetrar. Lögreglan hefur miðað við að hann sé 3500 fermetrar.Vísir/BorgarvefsjáHvað er Austurvöllur eiginlega stór? Samkvæmt þeim upplýsingum sem lögreglan hefur nýtt sér til þess að mæla mannfjöldann á Austurvelli er svæðið um 3500 fermetrar. Til þess að meta fjöldann er stuðst við útreikninga með aðferð Herbert Jacobs þar sem mat á þéttleika gefur vissa einingu sem svo er margfölduð með fermetrafjölda svæðis. Sé Austurvöllur skoðaður á vef Borgarvefsjá og flatarmál hans reiknað út (þar sem Thorvaldsensstræti, Vallarstræti, Pósthússtræti og Kirkjustræti er sleppt) kemur fram að flatarmálið er um 4860 fermetrar. Þar eru blómabeðin við Vallarstræti ekki talin með en ekki er tekið mið af trjám, styttunni af Jóni Sigurðssyni eða bekkjum þar í kring sem ættu að lækka fermetrafjöldann eitthvað. Það er þó varla hægt að færa rök fyrir því að það séu 1360 fermetrar. Það er því allt útlit fyrir að lögreglan hafi verið að styðjast við of lágan fermetrafjölda þegar komið hefur að þessum útreikningum. „Við viljum helst ekki telja sjálfir. Við eigum engra hagsmuna að gæta. Við gerum það vegna þrýstings frá fjölmiðlum sem vilja fá fjöldamat. Ég held samt að við séum nærri því en oft áður. En þetta er allt áætlun og okkur getur skjátlast.“ Þegar Arnar var spurður um hugsanlegt vanmat á stærð Austurvallar sagði hann að stuðst væri við vef Borgarvefsjá. „Mér skilst að ef þú tekur hann horn í horn sé hann um 7200 fermetrar. Ef þú tekur hann með gangstéttum og öllu þá er hann 4200 fermetrar. Þeir draga svo frá 700-800 fermetra þegar kemur að því að reikna út nýtarlegt svæði. Þannig höfum við reiknað þetta út." Arnar viðurkennir að lögreglan hafi líklegast vanmetið stöðuna. Sérstaklega þegar kom að matinu á mánudaginn fyrir viku og núna á laugardag. Hann bendir á að mótmælendur vilji skiljanlega fá sem hæsta tölu á meðan þeir sem mótmælin beinast að vilji hafa þær sem lægstar. „Báðir hafa verið að kvarta í okkur, þannig að við hljótum þá að vera nærri lagi,“ segir Arnar Rúnar í gamni en bendir einnig á að mælingar mótmælenda og lögreglunnar séu það ólíkar að rökræða megi hvort það sé yfir höfuð verið að mæla sama hlutinn. Mat lögreglunnar sé bundið við vissan tímapunkt og taki t.d. ekki mið af því hversu margir fari eða mæti á svæðið eftir það.Svona virkar Herbert Jacobs aðferðin sem gefur fljótt mat á fjölda stórra hópa.Vísir/GarðarÓlíkar mælingar Daði Ingólfsson meðlimur Jæja hópsins hefur staðið fyrir talningu fólks inn á Austurvöll undanfarna mótmælafundi. „Það er alveg satt. Við erum að mæla hvor sinn hlutinn,“ segir hann. „Við stöndum með teljara á hverju horni. Við teljum hvern einasta mann sem kemur inn á torgið á ákveðnum tíma. Á mánudaginn þegar stærstu mótmælin voru töldum við í einn klukkutíma. Þá byrjuðum við að telja korteri áður en mótmælin áttu að hefjast. Það er því alveg möguleiki að sami einstaklingurinn sé talinn tvisvar.“ Taka skal fram að á milli lögreglunnar og skipuleggjanda hafa verið góð samskipti og hvorugur hefur sakað hinn um græsku hvað mat eða talningar varðar.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmælendur mættir á Austurvöll Mótmælin fara friðsamlega fram. 7. apríl 2016 17:29 Jæja-hópurinn fundaði með forseta Íslands "Hópurinn reyndi að túlka vilja mótmælenda eftir bestu getu og miðla honum til forseta eins milliliðalaust og hægt er,“ segir í færslu á Facebook-síðu hópsins. 7. apríl 2016 15:17 Enn er boðað til mótmæla Hópurinn Jæja boðar til þriðju mótmælanna á þremur dögum. 6. apríl 2016 07:38 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Jæja-hópurinn fundaði með forseta Íslands "Hópurinn reyndi að túlka vilja mótmælenda eftir bestu getu og miðla honum til forseta eins milliliðalaust og hægt er,“ segir í færslu á Facebook-síðu hópsins. 7. apríl 2016 15:17
Enn er boðað til mótmæla Hópurinn Jæja boðar til þriðju mótmælanna á þremur dögum. 6. apríl 2016 07:38