Húsgögn sem barnabörnin munu rífast um Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 11. apríl 2016 16:15 Þau Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson hafa innréttað íbúðina sína með eigin hönnun en þau hanna og smíða húsgögn úr gegnheilum við. myndir Ernir Frá því hjónin Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson kynntu sína fyrstu vöru á HönnunarMars fyrir fjórum árum hefur fyrirtækið þeirra, Agustav vaxið hratt. Vörulína þeirra inniheldur nú allt frá snögum og eldhúskollum til borðstofuborðs, sófa og hægindastóla og eru vörurnar seldar í fjölda netverslana. Ágústa og Gústav smíða allt sjálf á eigin verkstæði.Við höfum alltaf hannað og smíðað inn á heimilið okkar frá því við kynntumst og fórum að búa. Það kom að því að okkur langaði að vita hvort einhver annar en við sjálf hefði áhuga á því sem við vorum að smíða og einhver pinnaði mynd á Pinterest. Þá rauk þetta af stað og pantanir hrúguðust inn,“ útskýrir Ágústa Magnúsdóttir en hún Gústav Jóhannsson hanna og smíða húsgögn undir heitinu Agustav. Varan sem pinnuð var á Pinterest og ýtti snjóboltanum af stað voru bókasnagar úr við. Ágústa og Gústav voru þá búsett í Danmörku en sýndu snagana á HönnunarMars 2012. Þau fluttu síðan til Ítalíu með fjölskylduna og byggðu fyrirtækið enn frekar upp áður en þau fluttu hingað heim fyrir tveimur árum. Nú fjórum árum eftir að bókasnagarnir slógu í gegn hanna þau og framleiða borð, kolla, stóla, sófa og ruggustóla svo eitthvað sé nefnt.Fyrsta vara Agustav, bókasnagar, sló strax í gegn. Fjórum árum síðar hafa hjónin bætt rækilega við vörulínuna.„Bókasnagarnir hafa alltaf verið okkar vinsælasta vara. Þeir vöktu athygli þýska fyrirtækisin Monoqi þegar við bjuggum í Danmörku. Þau tóku snagana í sölu og þar duttu þeir strax inn á „Best seller“ listann þeirra. Fleiri aðilar höfðu samband og meðal netverslana sem selja Agustav eru Aha Life, Touch of Modern og fleiri. Á Ítalíu áttum við svo von á öðru barni okkar og ákváðum að flytja heim. Okkur langaði líka til þess að gera stærri hluti og hér á Íslandi eru boðleiðirnar styttri og meira hægt að gera. Síðustu tvö ár höfum því bætt stærri húsgögnum við vörulínuna,“ útskýrir Ágústa. Húsgögn Agustav eru smíðuð úr gegnheilum við og fyrir hverja selda vöru planta þau nýju tré. Gústav er húsgagnasmiður og sér um alla smíðina á verkstæði þeirra hjóna í Súðavogi. „Ég þvælist bara fyrir,“ segir Ágústa hlæjandi. „Við erum að klára pöntun fyrir Slippbarinn og þar áður smíðuðum við barstóla og snaga fyrir Marina hótel. Við sérsmíðum einnig eftir óskum fólks.“ Heimili þeirra hjóna undirlagt þeirra eigin hönnun og smíði og segir Ágústa gæðin í handverkinu þeirra hjartans mál. „Við viljum skapa vörur sem endast, þetta eru húsgögn sem barnabörnin munu rífast um,“ segir hún sposk. Nánar má forvitnast um hönnun Ágústu og Gústavs á www.Agustav.is Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Sjá meira
Frá því hjónin Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson kynntu sína fyrstu vöru á HönnunarMars fyrir fjórum árum hefur fyrirtækið þeirra, Agustav vaxið hratt. Vörulína þeirra inniheldur nú allt frá snögum og eldhúskollum til borðstofuborðs, sófa og hægindastóla og eru vörurnar seldar í fjölda netverslana. Ágústa og Gústav smíða allt sjálf á eigin verkstæði.Við höfum alltaf hannað og smíðað inn á heimilið okkar frá því við kynntumst og fórum að búa. Það kom að því að okkur langaði að vita hvort einhver annar en við sjálf hefði áhuga á því sem við vorum að smíða og einhver pinnaði mynd á Pinterest. Þá rauk þetta af stað og pantanir hrúguðust inn,“ útskýrir Ágústa Magnúsdóttir en hún Gústav Jóhannsson hanna og smíða húsgögn undir heitinu Agustav. Varan sem pinnuð var á Pinterest og ýtti snjóboltanum af stað voru bókasnagar úr við. Ágústa og Gústav voru þá búsett í Danmörku en sýndu snagana á HönnunarMars 2012. Þau fluttu síðan til Ítalíu með fjölskylduna og byggðu fyrirtækið enn frekar upp áður en þau fluttu hingað heim fyrir tveimur árum. Nú fjórum árum eftir að bókasnagarnir slógu í gegn hanna þau og framleiða borð, kolla, stóla, sófa og ruggustóla svo eitthvað sé nefnt.Fyrsta vara Agustav, bókasnagar, sló strax í gegn. Fjórum árum síðar hafa hjónin bætt rækilega við vörulínuna.„Bókasnagarnir hafa alltaf verið okkar vinsælasta vara. Þeir vöktu athygli þýska fyrirtækisin Monoqi þegar við bjuggum í Danmörku. Þau tóku snagana í sölu og þar duttu þeir strax inn á „Best seller“ listann þeirra. Fleiri aðilar höfðu samband og meðal netverslana sem selja Agustav eru Aha Life, Touch of Modern og fleiri. Á Ítalíu áttum við svo von á öðru barni okkar og ákváðum að flytja heim. Okkur langaði líka til þess að gera stærri hluti og hér á Íslandi eru boðleiðirnar styttri og meira hægt að gera. Síðustu tvö ár höfum því bætt stærri húsgögnum við vörulínuna,“ útskýrir Ágústa. Húsgögn Agustav eru smíðuð úr gegnheilum við og fyrir hverja selda vöru planta þau nýju tré. Gústav er húsgagnasmiður og sér um alla smíðina á verkstæði þeirra hjóna í Súðavogi. „Ég þvælist bara fyrir,“ segir Ágústa hlæjandi. „Við erum að klára pöntun fyrir Slippbarinn og þar áður smíðuðum við barstóla og snaga fyrir Marina hótel. Við sérsmíðum einnig eftir óskum fólks.“ Heimili þeirra hjóna undirlagt þeirra eigin hönnun og smíði og segir Ágústa gæðin í handverkinu þeirra hjartans mál. „Við viljum skapa vörur sem endast, þetta eru húsgögn sem barnabörnin munu rífast um,“ segir hún sposk. Nánar má forvitnast um hönnun Ágústu og Gústavs á www.Agustav.is
Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Sjá meira