Þjóðleikhússtjóri: „Þetta var bara ósköp venjuleg útleiga“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. apríl 2016 18:23 Ari segir að engin stuðningsyfirlýsing felist í fyrirkomulaginu. vísir/skjámynd/vilhelm/arnþór „Þetta var bara ósköp venjuleg útleiga. Stuðningsmenn Andra Snæs óskuðu eftir því að fá Þjóðleikhúsið leigt undir viðburðinn og það vildi svo til að það var hægt að verða við þeirri bón á þessum tíma,“ segir Ari Matthíasson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við Vísi.Hér má sjá tístin sem birtsust á síðu Þjóðleikhússins.Rithöfundurinn Andri Snær Magnason kynnti fyrr í dag framboð sitt til forseta Íslands en kynningarfundurinn átti sér stað á stóra sviði Þjóðleikhússins. Því hefur verið velt upp hvort Þjóðleikhúsið sé með þessu að taka afstöðu með Andra umfram aðra forsetaframbjóðendur en auk þess að hýsa fundinn var tíst um hann á Twitter-síðu leikhússins. Aðspurður um tístin segir Ari að hann þekki þau ekki. Þjóðleikhúsið er ríkisstofnun en um það er fjallað í leiklistarlögum. Þar segir meðal annars að „[þ]egar Þjóðleikhússbyggingin er ekki notuð til reglubundinnar starfssemi samkvæmt þessum lögum má nota hana til annarrar menningarstarfssemi.“ „Þjóðleikhúsið er hægt að leigja sé því viðkomandi vegna annarar starfsemi í húsinu. Það hefur verið hægt árum saman svo það er ekkert undarlegt við þetta,“ segir Ari. Hann rifjar meðal annars upp eftirminnilegan fund Samfylkingarinnar, á tímum hrunsins, sem haldinn var í Þjóðleikhússkjallaranum. Þá hafi það á dögunum leigt út sal til að hægt væri að halda upp á 100 ára afmæli Ölgerðarinnar. „Erum við með því að taka afstöðu gegn Vífilfelli?“ Ari segir að það séu aldrei sýningar í húsinu á mánudögum og það hafi hitt svo á í dag að ekki hafi verið æfing á stóra sviðinu. Hann segir að öðrum forsetaframbjóðendum, sem og öðrum, standi til boða að leigja sali af leikhúsinu séu salirnir lausir á þeim tíma sem óskað er eftir. Verð er mismunandi og fer eftir hvort, og þá hve margir, starfsmenn þurfa að fylgja með leigunni. „Ég fagna hvers konar fundum og starfsemi þegar salirnir eru lausir. Það er bara búbót fyrir Þjóðleikhúsið,“ segir Ari. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Bein útsending: Andri Snær býður sig fram til forseta Ætlar að kynna það sem hann hefur fram að færa í embættið. 11. apríl 2016 16:15 "Þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða mislöngum kjörtímabilum“ Andri Snær lagði höfuðáherslu á þrjú stór mál á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2016 17:49 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Þetta var bara ósköp venjuleg útleiga. Stuðningsmenn Andra Snæs óskuðu eftir því að fá Þjóðleikhúsið leigt undir viðburðinn og það vildi svo til að það var hægt að verða við þeirri bón á þessum tíma,“ segir Ari Matthíasson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við Vísi.Hér má sjá tístin sem birtsust á síðu Þjóðleikhússins.Rithöfundurinn Andri Snær Magnason kynnti fyrr í dag framboð sitt til forseta Íslands en kynningarfundurinn átti sér stað á stóra sviði Þjóðleikhússins. Því hefur verið velt upp hvort Þjóðleikhúsið sé með þessu að taka afstöðu með Andra umfram aðra forsetaframbjóðendur en auk þess að hýsa fundinn var tíst um hann á Twitter-síðu leikhússins. Aðspurður um tístin segir Ari að hann þekki þau ekki. Þjóðleikhúsið er ríkisstofnun en um það er fjallað í leiklistarlögum. Þar segir meðal annars að „[þ]egar Þjóðleikhússbyggingin er ekki notuð til reglubundinnar starfssemi samkvæmt þessum lögum má nota hana til annarrar menningarstarfssemi.“ „Þjóðleikhúsið er hægt að leigja sé því viðkomandi vegna annarar starfsemi í húsinu. Það hefur verið hægt árum saman svo það er ekkert undarlegt við þetta,“ segir Ari. Hann rifjar meðal annars upp eftirminnilegan fund Samfylkingarinnar, á tímum hrunsins, sem haldinn var í Þjóðleikhússkjallaranum. Þá hafi það á dögunum leigt út sal til að hægt væri að halda upp á 100 ára afmæli Ölgerðarinnar. „Erum við með því að taka afstöðu gegn Vífilfelli?“ Ari segir að það séu aldrei sýningar í húsinu á mánudögum og það hafi hitt svo á í dag að ekki hafi verið æfing á stóra sviðinu. Hann segir að öðrum forsetaframbjóðendum, sem og öðrum, standi til boða að leigja sali af leikhúsinu séu salirnir lausir á þeim tíma sem óskað er eftir. Verð er mismunandi og fer eftir hvort, og þá hve margir, starfsmenn þurfa að fylgja með leigunni. „Ég fagna hvers konar fundum og starfsemi þegar salirnir eru lausir. Það er bara búbót fyrir Þjóðleikhúsið,“ segir Ari.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Bein útsending: Andri Snær býður sig fram til forseta Ætlar að kynna það sem hann hefur fram að færa í embættið. 11. apríl 2016 16:15 "Þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða mislöngum kjörtímabilum“ Andri Snær lagði höfuðáherslu á þrjú stór mál á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2016 17:49 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bein útsending: Andri Snær býður sig fram til forseta Ætlar að kynna það sem hann hefur fram að færa í embættið. 11. apríl 2016 16:15
"Þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða mislöngum kjörtímabilum“ Andri Snær lagði höfuðáherslu á þrjú stór mál á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2016 17:49